Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 29
) ÚR ÝMSUM ÁTTUM Nýstárleg löggjöf. Föstudaginn 13. júlí síðastl. flutti dagblaðið ,,Tíminn“ athyglisverða grein eftir Sigriði Thor- lacius um lagasetningu Norðmanna um vinnu- tíma og starfskjör stúlkna, sem vinna sem hjálp- arstúlkur á heimilum. Vera má, að ýmsir líti svo á, að slík löggjöf eigi ekkert erindi til okk- ar, af því að engar stúlkur fáist hér til að gefa sig í vist. En gæti ekki andúðin og lítilsvirð- ingin á þessu starfi meðal annars stafað af því, að ekki eru til neinar reglur fyrir því, hvers krefjast má af starfsstúlkum á heimilum og því síður, hvaða réttindi þær hafa til frítíma og annara þæginda? Sennilegt er, að löggjöf um þetta gæti átt þátt í því, að starfið yrði meira metið en nú er, og ekki þætti ávallt ákjósan- legra að vinna í verksmiðjum, við búðarstörf eða annað því um líkt. Eitt sinn var það tal- inn góður skóli til undirbúnings húsmóðurstöðu, að hafa verið í vist hjá myndarlegri húsmóður og svo gæti orðið enn, ef einhver straumhvörf gætu orðið í málinu. Að minnsta kosti hlyti það að vera ágætur undirbúningur undir húsmæðra- skóla, að hafa unnið öll venjuleg innanhúss- störf áður en í skólann er komið. Til mun það vera, að stúlkur gangi í hjóna- band og stofni heimili án nokkurs sérstaks und- irbúnings fyrir þau störf, er þá bíða þeirra. Gæti þeim ekki verið betra en ekki að hafa um eitt- hvert tímabil stundað það starf, að vera hjálp- arstúlka á heimili? Á því er enginn vafi. Ekki munu Norðmenn vera einir um löggjöf varðandi réttindi og skyldur starfsstúlkna á heimilum. En hitt er víst, að hér á landi hefur því lítt eða ekki verið hreyft, að setja slíka lög- gjöf. Hér virðist liggja fyrir mál, sem kvenfé- lögin ættu að ræða og eiga frumkvæði að. Út- vegið yður því hið fyrsta þetta töíublað af ,,Tím- anum“, sem ég gat um í upphafi, og lesið gaum- gæfilega greinina: „Á að lögfesta réttindi og skyldur starfsstúlkna á heimilum ?“ Ávarpstitill kvenna. Þau tíðindi hafa gerst í Svíþjóð, að þvi er blöð herma, að þar er komin fram á þingi til- laga þess efnis, að allar konur, giftar sem ógift- ar, beri ávarpstitilinn „frú". Rökin, sem færð eru fyrir málinu, eru þau, að orðið frú sé fornt, norrænt orð og er það mála sannast. Allmörg ár eða áratugir eru nú liðnir síðan máli þessu var fyrst hreyft hér á landi, einkum á kvennafundum, og snemma á öðrum tug þess- arar aldar rituðu „Nokkrar frúr á Norðurlandi", eins og þær nefndu sig, um mál þetta í blaðið „Norðurland" á Akureyri. Svo langt hefur þetta mál komist, að Jónas Jónsson frá Hriflu bar fram á Alþingi samskonar tillögu og nú er borin f--------------------------------\ HÚSFREYJAN KEMUR ÚT 4 SINNUM Á ÁRI Útgáfustjórn: Svafa Þórleifsdóttir, sími 6685, Elsa Guðjónsson, Laugateigi 31, sími 3223, Sigrún Árnadóttir, Laugateigi 54. Ritstjóri: Svafa Þórleifsdóttir, Framnesveg 56A, Rvík. Afgreiðsla og innheimta er á skrifstofu Kven- félagasambands íslands, Norðurstíg 7, sími 80-205. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 20 kr. í lausasölu kostar hvert hefti 6 kr.. Gjalddagi er fyrir 1. okt. PRENTSMIÐJA JONS HELGASONAR V________________________________J FORSIÐUMYNDIN er af Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Áður en skóli þessi tók til starfa, höfðu ýmsar konur barist fyrir því í ræðu og riti, að slíkur skóli yrði stofn- aður í höfuðstaðnum. Mun það hafa verið að miklu leyti fyrir þeirra atbeina, að húsið nr. 12 við Sólvallagötu var keypt í þessu skyni. Var það upphaflega byggt sem íbúðarhús og þurftu því talsverðar breytingar og v.iðgerðir fram að fara, áður en það væri hæft til skólahalds. Nokkrum árum síðar var svo byggt við húsið og þar með aukið húsrúm skólans. Haustið 1941 var viðgerð hússins það langt komið. að ráðinn var skólastjóri, frú Hulda Stefánsdóttir. Tók skólinn þó eigi til starfa fyrr en 7. febrúar 1942. Eru því um þessar mundir liðin 15 ár síðan hann hóf starf. Frú Hulda stjórnaði skólanum í 12 ár eða til haustsins 1953, er hún tók við stjórn Kvennaskólans á Blönduósi. Við skólastjórastarfinu tók þá fr. Katrín Helgadóttir, sem enn er þar skólastjóri. Má fullyrða, að skólanum hefur verið hið mesta happ, að hafa notið forustu þessara ágætu kvenna. fram á þingi Svia. Ekkert hefur þó orðið úr nein- um framkvæmdum meðal kvenna hér á landi í þvi efni, að ryðja þessari hugmynd braut, nema hvað nokkrar þær einráðustu hafa neitað að bera annan ávarpstitil en þetta fornnorræna og fagra orð „frú“. En flestar hafa hvorki löngun né djörfung til að skera sig úr að þessu leyti og gamli vaninn ætlar að verða lífseigur, enda þótt karlmenn allir séu orðnir „herrar", svo sem biskupar voru eihir forðum. Frambærilegar og rökréttar ástæður fyrir því, að aðgreina beri gift- ar og ógiftar konur með ávarpstitli, er þó býsna erfitt að finna. Hver veit nema svo kunni að fara, að það verði kurteisi að ávarpa allar konur með frúartitlinum, ef Svíar taka nú upp þann hátt. HÚSFREYJAN 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.