Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1992, Page 244
242
Ritdómar
vegum Ámanefndar. í sama riti (bls. 211) segir svo: „...og 1827 skulde stipendiaren
G. Oddsen forfatte katalog over den hele samling og ogsá over handskrifteme i det kgl.
bibliotek." Eins og kunnugt er varð ekki úr því þá og það var ekki fyrr en undir lok
aldarinnar að Kristian P. E. Kálund vann það mikla verk að semja handritaskrámar og
koma þeim á þrykk, en ef til vill segir það okkur eitthvað um álit manna á Gunnlaugi
að honum skuli hafa verið ætlað þetta verk.
Útgefendur telja að áhugi Gunnlaugs á orðabókagerð haíi verið mikill. Til er eintak
af orðabók Bjöms Halldórssonar frá 1814 með mörgum athugasemdum með hendi
Gunnlaugs (bls. xxi-xxii) og til em í handriti drög að íslenskri orðabók eftir hann
(bls. x-xi). Stærsta verk hans á því sviði er þó orðabók sú sem er hér til umfjöllunar.
Sennilega hefur Gunnlaugur hafist handa við gerð orðabókarinnar þegar hann var að
vinna að landaskipunarfræðinni en þá hefur honum orðið ljós þörfin á einhverri slíkn
bók, enda var hann þar að skrifa um hluti sem ekki hafði verið fjallað mikið um á
íslensku áður og þess vegna hefur hann oft þurft að leita orða og jafnvel smíða ný orð
(bls. xiii-xiv). Talið er að fyrirmyndir Gunnlaugs að verkinu hafi verið nýlegar danskar
bækur af svipuðum toga en þær vom, sumar hverjar, gerðar að þýskri fyrirmynd (bls.
xiv-xvii). Útgefendur benda einnig á að Rasmus Christian Rask kvartaði undan því um
þetta leyti að engin dönsk-íslensk orðabók væri til né aðrar erlend-íslenskar orðabækur
og að hann hafi hvatt menn til þess að skrifa um landaskipunarfræði á íslensku (bls.
xiii). Þannig að það má búast við að Rasmus hafi haft töluverð áhrif á Gunnlaug ekkt
síður en aðra Islendinga á þessum ámm.
Sumar þýðingar Gunnlaugs Oddssonar á erlendum orðum í bókinni og margar
skýringar hans vilja teygja á munnvikunum á lesandanum en sum nýyrðin em enn
í fullu gildi sem daglegt mál þótt þau kunni að vera notuð í annarri en þó skyldn
merkingu. Hér em nokkur dæmi: Propaganda ‘krismibod’, Philologie ‘málvísindi’,
Philolög ‘málvitríngr’,platonisk Kiærlighed ‘fysnfrí elska’, Grammatiker ‘mál-fródr-
vitríngr’ sem á sennilega að túlka þannig að Gunnlaugur þýði Grammatiker með
orðunum málfródr og málvitríngr enda á hann það til að þýða nafnorð með lýsingarorði
og öfugt (bls. xx).
3.
Útgefendur telja orðabók Gunnlaugs merkilega fyrir þá sök að hún sé fyrsta erlend-
íslenska orðabókin þar sem viðfangsefnið sé orðaforði samtímamáls en áður hafði
einungis latína verið viðfangsefnið (bls. xiii). Þetta er að því leyti rétt að orðasafn
Gunnlaugs var prentað og hafði að geyma nægilega mörg uppflettiorð (u.þ.b. 9500)
til að geta kallast „bók“. Rétt er þó að skjóta því að hér að til em þijú basknesk-
íslensk orðasöfn frá 17. öld í handritum (eitt þeirra hefur reyndar aðeins varðveist
sem örstuttur listi yfir 11 orð, en hin hafa geyma 563 og 278 orð) og tamílsk-íslensk
orðaskrá eftir Jón Ólafsson Indíafara (27 orð) (sjá nánar Helga Guðmundsson 1979)-
Þótt þessi söfn hafi sennilega ekki haft nein áhrif á gerðir Gunnlaugs Oddssonar
þá em þau til og sýna okkur að íslendingar 17. aldar bjuggu líka til erlend-íslensk
orðasöfn yfir samtímamál af ýmsum ástæðum. Basknesk-íslensku söfnin em öruggleSa
gerð af brýnni þörf Vestfirðinga til að geta haft samskipti við baskneska hvalfangat2