Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 1

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 1
 5. árg. Reykjavík, október 1947. 10. tbl. Allt annað en að vera ástfanginn er eymdarlíf og tómleiki, allt annað er fá- tækt. Losi, festuleysi, nautnalífi, kæruleysi og stefnuleysi fylgir eigingirni, hálf- velgja, vanmáttur til að elska nokkuð, sýnilegt eða ósýnilegt, heitt og innilega. En þessu fylgir vanlíðan, eirðarleysi og hlaup eftir öllu og engu, og alls konar ómenning og manndómsskortur. Ástina þarf að næra. Hún lifir ekki á engu. Hugarþjálfun í þessa átt er nauðsynleg, nærgætni í smámunum og dagleg endurvakning þess guðaloga, sem aldrei má kulna út. 1 þessu, eins og flestu öðru, er hver sinnar gæfu smiður. í kringum hinn ástfangna mann glitr- * ar alltaf og glóir hin fagra veröld Guðs. Engin kreppa, engir stríðstímar og ekk- ert öfugstreymi getur formyrkvað hana. Hann gengur í birtu hinnar lýsandi dag- stjörnu sinnar. Skáldið segir, að það „leggi glampa af glóð gegnum skyrtu, \ treyju og vesti“, hjá ástfangn- um manni. þegar þessi guða- glóð logar skært í barmi æsku- manna og meyja, þá Ijómar á- sjóna þeirra og augun tindra. — Nái áfengisneyzlan tökum á sveini eða svanna, þá snýst hin hreina, sanna og göfuga ást í dýrslega græðgi, rudda- skap og Ijótleika á liæsta stigi, og oft í fullkomið kvalalíf. — * Sama spakmælasafnið, sem var- ar við áfenginu sem þeirri nöðru, er „spýtir eitri“, gefur einnig þetta heilræði: „Gleð þig yfir festarmey æsku þinnar, elsku-hindinni, yndisgemsunni. Brjóst hennar geri þig ætíð drukkinn og ást hennar fjötri þig ævinlega". — Þetta er hið jarðneska sælulíf. Um það skal halda helgan vörð. — Áfengis- 1 neyzlan er vegur kvalalifs og glótunar. Útrýmum henni! • ÁSTFANGINN • Sá maður, sem ekki elskar, er aumur og fátækur, hversu miklar eignir, sem hann kann að eiga. Sá, sem ekki elskar heitt og innilega, er hálfvolgur, en hálfvelgjan getur ekki i varpað þeim ljóma á tilveruna, sem ger- ir líf mannsins að sælulífi og veröld hans að heimi unaðsemda. Bezt væri mönnum að vera svo and- lega þroskaðir, að þeir gætu elskað Guð og góðleikann af öllum styrkleika sálar sinnar. Én takmörkuðum mönnum hefur jafnan reynzt þetta ofurefli. Slíkt mundi þó gera hvern mann að ,,góðilm“ 4 til lífs og blessunar fyrir alla. Slíkur maður gæti þá elskað alla menn og það er auðvitað hin æðsta ást. Næst bezt er að tileinka sér göfugar hugsjónir, göfug málefni, mannbætandi og mikilvæg verkefni eða fagrar listir og elska þetta af heilum hug og þjóna því. En mennirnir eru svo raunalega tak- markaðir og þess vegna verður ást þeirra jafnan að takmarkast við eitt- hvað mjög áþreifanlegt, nærtækt og tak- markað, til dæmis pilt eða stúlku, konu og eiginmann. En líka þetta er gott, þótt ekki nái það lengra, ef sú ást er heit og hrein, nægilega heit og hrein til að tendra daglega hin heilaga loga og viðhalda þeirri glóð hið innra, sem glampar út frá, jafnvel „gegnum skyrtu treyju og vesti“, eins og góðskáldið orð- ar það. Ef svo er ástatt, njóta margir góðs af.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.