Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 5

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 5
 Hástúkuþingmenn á Konungshólunum í Uppsölum. ' væru þar ekki til. Ég játa það, að ég kveið því að koma heim á skrifstofu mína og heyra inn um gluggann seint og snemma, dag eftir dag, krakkaarg og vargalæti, sem oft minnir á villi- dýrshátt fremur en barnaleiki. Aldrei sást miði á gólfi í strætisvögnunum í Stokkhólmi eða Oslo. Hvað ætli útlend- ingar haldi um farmiðaflekkina í stræt- ^ isvögnunum í Reykjavík. Eitt þótti mér eftirtektarvert, ég fékk aldrei vont kaffi í Svíþjóð. Það er eina landið, sem ég þekki á þann veg. Ég er ekki mikill kaffimaður, en það kom í samastað niður, hvort kaffið var keypt á meiriháttar veitingastöðum, eða hinni fátæklegustu kaffistofu, kaffið var alls staðar bragðgott, hvergi vont. Það var y allt annað en hið upphitaða, hálfvolga kaffirótarskolp, sem mönnum er víða borið á veitingahúsum og stundum í heimahúsum. Slíkt eru ekki góSgerðir. Það skal hver hafa það, sem hann á skilið. Aldrei lasin, alltaf ung. 1 Ágústblaði Einingar sagði ég hið helzta frá hástúkuþinginu. Gat ég þá * um leið hinnar rausnarlegu afmælis- veizlu hátemplars kvöldið áður en þing- ið hófst. Ég hafði þar við hlið mér dömu, sem á það í raun og veru skilið að ég minnist hennar. Hún var fremur stór og holdmikil, en ekki fríð. Hún tal- aði ekki Norðurlandamálin og ekki góða ensku. Þegar hinir ljúffengu fisk- og kjötréttir komu, lét hún þá fara fram- t hjá sér og beið þess að fá ýmsar teg- undir grænmetis. Það lá við að ég öf- undaði hana af hennar sérstaka mat. Hún sagðist ekki hafa bragðað kjöt eða fisk í 30 ár. Við, sem næstir henni sát- um, gláptum á hana, er hún sagði þetta. Hvernig hefur hún fengið öll þessi hold? hugsuðum við. Ég gerðist svo djarfur að taka um handlegg hennar til að kanna 7 holdafarið. Hún brosti og kreppti hand- legginn til þess að ég gæti gengið úr skugga um, að hún hefði stælta og góða vöðva, og svo sagði hún: „Aldrei lasin, alltaf ung“. Síðar um kvöldið, er gestir voru komnir út á veggsvalir og seztir að kaffidrykkju, kom í ljós, að þetta var söngkona. Hún var komin frá Jugó- slavíu til Stokkhólms að kenna söng. Uppsalaför. Einn skemmtilegasti þátturinn í ferðalaginu var förin til Uppsala. Lagt var af stað árla dags með járnbraut- arlest og var fjölmenni mikið í förinni. Fyrst var staðnæmst í gamla Uppsala- bænum og litast þar um. Veður var ynd- islegt. Flestir lögðu leið sína upp á grænar hæðir allmiklar, sem heita kon- ungahólar. Er sagt, að þar séu heygðir sumir fornkonungar Svía, annars mundi ekki gestur trúa því, að þessar hæðir væru gerðar af mannahöndum, en full- yrt er að svo sé. Leiðsögumenn tóku sér stöðu hæst á hólunum og skýrðu frá ýmsu sögulegu og markverðu. Á þessum stað höfðu Svíar fyrrum fórnar- og blótveizlur sínar. Var þá slátrað bæði mönnum og dýrum. Hengu þá oft margir tugir manna- og dýra- kroppa í trjánum hér og þar. Á þessum sögufræga stað eru það ekki aðeins steinar, sem tala, heldur líka tré og hólar og hver blettur. Frá Gömlu-Uppsölum var svo farið til Nýju-Uppsala. Þar veitti bæjarstjórn gestum kaffi í „Rikssalen". Næst var messa í Uppsala dómkirkju. Ræðuna flutti dómprófasturinn Anderberg og var hún að mestu leyti yfirlit um sögu kirkjunnar. En betra nokkurri ræðu var að sitja í þessu musteri, horfa og hugsa, og hlusta á hina guðdómlegu orgeltóna, Toccata og adagio í C-dur eftir Bach. Orgelsóló dómkirkjuorganistans Henry Weman. Fiðluleikarinn Nils-Erik Sand- ell lék fiðlusóló: Ave Maria eftir Bach, en Lambert Lindblad söng einsöng, lof- sönginn eftir Beethoven. Það var einmitt á þessari stundu, sem ég gat ekki varizt þeirri hugsun, hve fátækt þjóðanna hefði orðið sár og átak- anleg á mörgum sviðum, hefðu þær ekki átt hina máttugu og skapandi trú, krist- indóm og kirkjulega menningu. Mundi nokkur vilja skipta á hátíðarstund í dómkirkju Uppsala og manndrápum og fórnarveizlunum forfeðranna á Kon- ungshólasvæðinu í Gömlu-Uppsölum? Dómkirkja Uppsala er ekki aðeins voldugt, stílhreint og stílfagurt musteri kristinnar trúar, frábært listaverk, heldur einnig glæsilegt safn sögulegra minja, sem er þjóðinni ómetanleg auð- legð. Dómkirkjan er hin þriðja í röðinni í allri sögu erkibiskupsdæmis Uppsala. Fyrst var kirkja hins heilaga Péturs, í Sigtuna, sem er 30 km. suður af Upp- sölum. Þar næst kirkja hins heilaga Laurentiusar í Gömlu-Uppsölum. Hún ♦

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.