Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 12
»1 12 pípu. 1 sömu svifum kom hinn góðgjarni bjargvættur minn til mín og rabbaði við mig í nærfellt tvær klukkustundir. Hann hét Wolley og var prestur í ensku biskupakirkjunni og hafði komið frá Hull til Frakklands. Hann ráðlagði mér að halda án tafar til strandar og koma mér þar í skip, sem færi til Englands. Lét hann mér í té fararefni og fékk vegabréf mitt end- urnýjað. Þannig réðst það að eftir tuttugu daga dvöl á meginlandinu hélt ég aftur áleiðis til Englands. Ég ætlaði mér að fara sömu leið til baka og ég hafði komið, en ég tapaði af henni og flæktist til Hollands. Þegar ég komst loks til hafnarborgar þar í landi, var skotsilfur mitt því nær gengið til þurrð- ar. Þarna komst ég í kynni við þrjá sjó- menn, tvo Englendinga og íra. Þeir voru engum háðir og gátu ekki fengið skip- rúm. Kom okkur því saman um að ráða okkur á hollenskt herskip, sem lá fyrir utan Texel og slægðist eftir enskum sjó- mönnum og bauð þeim hin beztu fríð- indi. Þetta var í ársbyrjun 1816, en í júní það ár, vorum við félagarnir, þrír að tölu, valdir til að vera á foringja- skipi flotans, sem stjórnað var af von Capellan, vara sjóliðsforingja. Við feng- um skipun um að sameinast tafarlaust flotadeild Exmonths lávarðar, sem þá lá undan Gíbraltar. I Gíbraltar dvöldum við þangað til í júlílok og biðum þar eftir flota Ex- months. Var mér sú bið næsta leið und- ir stjórn harðstjórans von Capellan. Það gleymdist þó, þegar enski flotinn varpaði loks akkerum í Gíbraltar og ensku sjómennirnir komu yfir til okkar og dvöldu þar um stund við glaum og gleði. Skip það, sem ég var á, var meir en áskipað og því var ég, ásamt um tuttugu félögum mínum látinn fara af því og á herskipið Glasgow, sem var með 74 fallbyssum. Flotinn hélt burt frá Gíbraltar 14. ágúst og þann 27. s. m. var hann kom- inn inn í Aglierflóann og varpaði sam- dægurs akkerum fyrir varnarvirkjum Algierborgar og bjó sig til árásar á þau. Klukkan þrjú var skotið einu eða tveimur skotum frá einu aðalvirkinu í landi á fánaskip Exmonths lávarðar, Carlottu drottningu. Hófst þá skothríð á báða bóga frá virkjunum og skipun- um. Mér var skipað að vera við fall- byssustæði miðskipa, og klukkan sex, þegar samverkamenn mínir voru að hlaða byssuna, kom fallbyssukúla þjót- andi og hitti fallbyssuvagninn og tætti hann í sundur. Vagnbrotin ásamt kúl- unni drápu fimm menn og særðu sjö og var ég einn þeirra. Járnflís úr vagn- inum þeyttist í annan fót minn rétt neð- an við hnéð og reif þar hold frá beini. Ég var borinn niður í sjúkraklefann þannig á mig kominn, til þess, að búið væri þar um sár mitt, og sá ég ekki hvað orustunni leið eftir það. Framh. Þórður Tómasson íslenzkaði. E I N I N G ÓfuLlnægjandi tengiafl FurðuBegt ferðalag Kristján IX. konungur Dana átti sex börn, þrjá syni og þrjár dætur. Elzti sonur hans, Friðrik VIII. tók við ríkis- stjórn af föður sínum. Annar sonur hans, prins Wilhelm, varð konungur Grikklands, Georg I. Elzta dóttir Krist- jáns konungs IX. Alexandra, giftist prins Edward af Wales og varð drottn- ing Englands. Önnur dóttir hans, Dag- mar, giftist Alexander keisara Rúss- lands og varð þar með drottning Rúss- lands. Drottningar Englands og Rússlands voru því systur. Eldri sonur Friðriks VIII. tók við ríkisstjórn í Danmörku af föður sín- um, en yngri sonurinn, prins Karl varð Hákon VII. konungur Noregs. Konungar Noregs og Danmerkur voru því bræður. Keisari Rússlands, Nikulás II. var sonur Dagmar drottningar. Konungur Englands, Georg V. var sonur Alex- öndru drottningar, og Konstantín XII. var sonur Georgs I. Grikkjakonungs. Konungar Englands, Grikklands, Noregs og Danmerkur og keisari Rúss- lands voru systkinasynir og allir barna- börn Kristjáns IX. Danakonungs. Edward VII. konungur Englands var sonur Viktoríu drottningar. Elzta dótt- ir hennar, prinsessa Viktoría, giftist Friðriki III. keisara Þýzkalands og varð móðir Vilhjálm keisara II. Systir Vilhjálms, prinsessa Sofía, giftist konungi Grikklands, Konstantín XII. — Keisari Þýzkalands og konung- ur og drottning Grikklands voru því systkinabörn Englands konungs. Nikulás II. giftist þýzku prinsessunni Alix, sem var systkinabarn Vilhjálms keisara Þýzkalands og Georgs Bretakon- ungs, en ömmubarn Viktoríu drottn- ingar. Konungur Noregs, Hákon VII. gift- ist ensku prinsessunni Maud, systur Georg V. Englandskonungs. Drottning- ar Rússlands, Noregs og Grikklands voru því allar systkinabörn og ömmu- börn Viktoríu drottningar. Drottning Noregs og konungur Englands voru þannig systkini. Drottning Grikklands og keisari Þýzkalands voru einnig syst- kini. Drottning Spánar var dóttir erkiher- toga frá Austurríki. Alfons konungur XIII. giftist prinsessu Enu, sem var ömmubarn Viktoríu drottningar. Konungur Englands, keisari Þýzka- lands, drottning Grikklands, drottning Rússlands, drottning Spánar og drottn- ing Noregs voru öll ömmubörn Viktoríu drottningar og annað hvort systkini eða systkinabörn. í spádómi um heimsveldin segir á ein- um stað í bók Daníels: ,,Þá munu þeir með kvonföngum sam- an blandast og þó ekki samþýðast hvor- ir öðrum“. Árið 1919 keyptu Færeyingar skip í Reykjavík. Það hét Sigurfarinn. Skipið lagði upp frá Reykjavík 18. janúar 1920 á leið til Færeyja. Skipverjar voru 6, þrír Færeyingar og þrír íslendingar. Einn þeirra var Guðmundur Sveinsson, . hinn dyggi og áhugasami gæzlumaður barnastúkunnar í Tálknafirði, og hef ég söguna orðrétta eftir honum. Fyrstu vikuna var skipið að þvælast í Faxabugtinni, komst aldrei fyrir Reykjanes sökum óhagstæðrar vind- stöðu. Eftir það gafst byr, og komst skipið þá miðja leið til Færeyja. Þá gerði logn, en þar næst ofviðri mikið. . Skipið hrakti næstum til Noregs, en þar þorðu skipverjar ekki að taka land, því að sjókort höfðu þeir ekkert sér til leið- beiningar við strendur Noregs. Þeir sneru því aftur á leið til íslands og hrepptu nú ýmist logn eða illviðri, stundum blindhríð og hafrót mikið. Þeir misstu annan áttavitann og stórbóman brotnaði. Seinast var svo komið, að ekk- ert varð aðhafst. Skipverjar voru votir, i sjóhraktir og þjakaðir, og sagði skip- stjórinn þeim að fara niður og hvíla sig, ef tök væru til þess. Ekki var hægt að hlýja neitt upp og vistir voru þrotnar. Útlitið var ískyggilegt. Eitt sinn bar að þeim mikið skip. Þeir gáfu því merki um að hjálpar væri þörf, en er skipið nálgaðist og hinir nauðstöddu menn ávörpuðu aðkomandi ^ skipverja á enskri tungu, setti skipið á fulla ferð og vildi ekki sinna þeim, héldu að þetta væru Englendingar, en stóra skipið var þýzkt. Um síðir batnaði veðrið og gerði heið- ríkju um stund. Þóttust skipverjar á Sigurfaranum þá lengi sjá ský á sama stað, en áttuðu sig svo á því, að þetta var jökull. Aftur skall á dimmviðri og urðu þeir ekki lands varir fyrr en þeir voru komnir upp í brotsjó, að heita mátti, nálægt Ingólfshöfða. Þeim tókst þó að auka svo við segl, að þeir gátu snúið frá landi, og að síðustu náðu þeir til Seyðisfjarðar. Þar voru þeir viku- tíma, gerðu við skipið og tóku vistir. Einnig bættu þeir við mannskapinn þremur Norðmönnum, og kom það sér vel síðar, því að inflúensa var að ganga á Seyðisfirði og veiktust allir skipverjar á Sigurfaranum á útleið, nema Norð- mennirnir, sem voru búnir að ljúka sér af með inflúensuna. Þegar til Fær- eyja kom, urðu þeir að vera átta daga í sóttkví. Að bví loknu voru liðnar níu vikur, frá því er skipið lagði upp frá Reykj avík. Árið 1945 sá Guðmundur Sveinsson Sigurfarann á Patreksfirði. Var hann sá sami að öllu leyti og áður, nema að nú var komin vél í skipið. Væri ævisaga skipanna skráð, þá yrði sú frásaga oft viðburðarík. Pétur SigurSsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.