Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 6
6 E I N I N G \ var vígð árið 1156 og hafði risið ein- mitt á bletti þeim þar sem áður stóð hið forna og fræga musteri heiðninnar. Konungi Svía, EiríJci helga, er eignuð framkvæmd þessarar kostnaðarsömu og miklu kirkjubyggingar. Hann leið písl- arvættisdauða 1160. Jarðneskum leifum hans var síðar komið fyrir í dómkirkj- unni. Hann var tekinn í dýrðlingatölu. Hundrað árum eftir dauða konungs- ins brann kirkjan og þá var henni val- inn hinn nýi staður, þar sem hún nú er í Nýju-Uppsölum. Grundvöllur henn- ar var lagður um miðja 13. öld og var ekkert smáræði, því að enn er hún stærsta dómkirkjan á Norðurlöndum. Það var erkibiskupinn Laurentius, sem gekkst fyrir þessari endurreisn kirkj- unnar. Hún er byggð í frönskum-gotn- eskum stíl. 1287 komu listamenn frá París til að skreyta kirkjuna, en kirkju- byggingin stóð yfir í 150 ár. Hún var vígð 1435 og helguð hinum heilaga Lawrence og hinum tveimur dýrðlinga- konungum Norðurlanda, Eríki helga, Svíakonungi og Ólafi helga Noregskon- ungi. Hvað eftir annað hefur þetta guðs- hús orðið fyrir stórbrunum, 1702 allra verst, þá féll kirkjuturninn og kirkjan eyðilagðist að mestu leyti að innan. Þar fór mest allt hennar miðaldaskraut. Aðeins litlu einu varð bjargað. Samt eru enn í henni um 30 grafhellur frá miðöldum og enn er hún markverðasta miðaldabyggingin í Svíþjóð. Lengd kirkjunnar, utanmál, er 118,7 metrar, en innan 107, breidd innan 45 metrar. Sjálf miðhvelfingin er 27,3 metrar, en turnhæðin er hin sama og lengd kirkjunnar, 118,7 metrar. Upp að kirkjuklukkunum eru 178 tröppur, en hæst upp í turninn eru 464 frá jörðu. Af fimm klukkum kirkjunnar er ein stærst og vegur 7 þungalestir (tons). í kirkjunni eru minnst 17 kapellur, sem kalla mætti eins konar grafhvelf- ingar, en auk þess fleiri deildir. í öll- um þessum kapellum og deildum eru mikil hagleiksverk. Á bak við háaltarið er silfurkista hins heilaga Eiríks, varð- veitt í járnumgerð. Vísindamenn hafa skoðað nokkrum sinnum í þessa silfur- kistu og athugað bein konungs og elztu konungakórónu Svía, sem er 800 ára gömul. Kista hins heilaga Eiríks var flutt í nýju dómkirkjuna 24. janúar 1273. (Heimildarrit: Leiðarvísi um Uppsala dómkirkju, eftir guðfræðidokt- or Mats Aamark). Síðasti erkibiskupinn, sem jarðsettur hefur verið í dómkirkju Uppsala, var hinn ágæti og víðkunni kirkjuhöfðingi Svíanna, Nathan Söderhlom. Hann dó 12. júlí 1931. Þegar lokið var að skoða dómkirkj- una, skipti mannfjöldinn sér á tvo staði til að snæða miðdagsverð. Þar sem ég lenti stendur veitingahúsið á ofurlítilli eyju og er þar fagurt. Þar sameinaðist svo allt ferðafólkið síðdegis og fór með nokkrum skipum aftur til Stokkhólms. Það er fögur og skemmtileg siglinga- leið. Dagurinn var orðinn bjartur þráð- ur í ævisögu okkar, sem tókum þátt í förinni. Bindindisstar f semi í Englandi. Góðtemplarareglan er tiltölulega liðfá í Englandi, en landssamband bindindis- manna — The National Temperance Federation telur þrjár milljónir félaga. Formaður þessa sambands, sir Robert Young, sem er brezkur þingmaður, sagði á síðasta ársþingi sambandsins, að í landinu væri vaxandi áhugi fyrir bindindismálinu, það sýndu meðal ann- ars hin mörgu bréf, sem þingmönnun- um bærust frá kjósendum viðvíkjandi áfengisverzluninni og mótmæli gegn allri rýmkun á því sviði. Sama sagan hvarvetna \ í skýrslu um bindindismál í Lögbergi 17. júlí 1947, segir meðal annars þetta: „I Manitobafylki var eytt fyrir áfengi $20,267,473 á árinu 1946. Það er $28,13 á hvert mannsbarn í fylkinu. Það væri nægilegt fyrir 201 pott af góðri mjólk á mann“. Þá segir blaðið að rannsóknarstofn- * unin American Businessmen’s Research Foundation upplýsi það 1947, að „fyrir hvern dollar sem eytt sé fyrir áfengi verði ríkið að greiða 88 cent til að end- urbæta það, sem aflaga hefur farið (af völdum áfengisins) ... Tímaritið Life telur áfengi í Bandaríkjunum hið f jórða hættulegasta, erfiðasta og mesta vanda- mál þjóðarinnar". ( f sömu grein er bent á, að nú drekki konur líka, en þar sem það séu þær, sem eigi helzt að annast um siðgæði og heimilislífið, þá séu börnin og ungling- arnir í hættu. Mörg morð hafi komið fyrir dómstólana í Manitobafylki árið sem leið, yfirfullt sé í fangelsunum, og þó geti konur fengið sig til að krefjast þess, að Manitobafylki setji upp sér- stakar bjórstofur fyrir þær, líkt og gert * hafi verið í Ontario. Hér á árunutn lofuðu andbanningar og Hófsemdarfélagið í Canada öllu fögru, ef bannlögin yrðu afnumin. Nið- urstaðan hefur orðið allt önnur þar, eins og víðar. Skrítin sjón. ^ „Undarlegar verur“, segir eitt norskt blað, „með rjúkandi stöngul í rauðmáluðum munni“. Dómkirkjan í Uppsölum Gengið um borð i skemmtisnekkju lil heimferöar úr Uppsalaförinni. i

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.