Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 7
i E I N I N G 7 Sjómanna- og gesta- > heimili Siglufjarðar Einingu hefur borizt Árbók Sjó- manna og gestaheimilis Siglufjarðar 1946. Sést þar, að vegur þessarar stofn- unar fer stöðugt vaxandi. í gestabók- ina skrifuðu sig 29,526 um síldveiði- tíma sumarsins, flestir 875 á einum degi. Heimilið starfaði frá 16. júní til 30. september með sams konar fyrir- komulagi og undanfarin ár. Veitingar voru framreiddar alla daga, á borðum lágu frammi helztu blöð og tímarit landsins, einnig nokkur erlend. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum endurgjaldslaust, á skrifstofu heimilis- ( ins voru skrifuð 1211 bréf og sá það um afgreiðslu þeirra, tók til vörzlu 12, 300,00 kr. og sendi fyrir gesti peninga til ýmissa staða á landinu, alls kr. 6, 450,00. Alls voru lánuð út 1230 bindi bóka og bókakassar heimilisins voru lánaðir í skip og var eftirspurn um þá mikil. Ýmsir sendu heimilinu góðar bókagjaf- ir og hefur verið þar fremstur í flokki » Guðmundur Gíslason bókbandsmeistari hjá Víkingsprent í Reykjavík. Sjómönnum þykir mikill fengur að geta fengið böð í þrifalegum baðklef- um heimilisins, og fengu alls 6011 gest- ir böð á starfstímabilinu. Styrkir á árinu voru: Ríkissjóður............kr. 5000,00 i Siglufjarðarbær.......... — 2000,00 Stórstúka íslands .... — 1500,00 Kirkjuráðið ............ — 1500,00 Síldarverksm. ríkisins — 1000,00 Auk þess fékk félagið gjafir frá næst- um 70 skipshöfnum og einstökum mönn- um, hæst kr. 1000,00. Stórstúka íslands lét það fá 20% af ágóða happdrættis templara og rennur fé það í bygginga- * sjóð heimilisins, því að þörf er á aukn- um húsakosti og mun stjórn heimilisins hafa verulegar aðgerðir í hyggju í þeim efnum. Stjórn heimilisins er hin sama og undanfarin ár: Pétur Björnsson kaupmaður, séra Óskar Þorláksson og Andrés Hafliðason kaupmaður. Starfsfólk var á þessu tímabili: Frú Lára Jóhannsdóttir, sem starfað hefur við heimilið undanfarin fimm ár, ung- frú Anna Sigmundsdóttir, frú Soffía Jóhannesdóttir, ungfrú Guðfinna Jóns- dóttir, ungfrú Lára Valsteinsdóttir og Páll Jónsson, starfsmaður Stórstúku íslands, sem starfaði við heimilið um tveggja mánaða tíma. Það er stúkan Framsókn á Siglufirði, sem starfrækir Sjómanna- og gesta- heimilið. Slíkt er mikið fyrirmyndar starf, metið og þakkað af öllum lands- lýð. tivað gerist í áfengis- málunum í Ameríku Héruð, þorp og bæir, sem hafa fólks- fjölda 40,000 og þar fyrir neðan, hafa bannað algerlega alla sölu á öli og á- fengi í ríkjum, sem nú skulu talin: í Massachusetts............... 65 1 New Hampshire um........... 100 í Vermont ................... 120 í Maine yfir................. 300 í Wisconsin ................. 350 1 Ohio ...................... 450 I Pennsylvaniu .............. 650 f Illinois ................. 1000 með samtals tveim milljónum íbúa. f ríkinu Virginia eru nokkur þurr héruð, í Louisana ............ 16 Minnisota .................... 20 Georgia ...................... 67 Alabama ...................... 47 Mississippi, af 82 ........... 53 Kentucky...................... 92 og 14 önnur að nokkru leyti þurr. Kentucky er heimsfrægt ríki fyrir hið eftirsótta áfengi þess. f Alabama eru aðeins 20 héruð, sem leyfa áfengissölu. f hinu voldugu Texasríki eru 139 hér- uð þurr og skoðanakönnun hefur ný- lega leitt í ljós, að 53% af kjósendum eldri en 21 árs eru með algeru banni fyrir allt ríkið. Síðasta Gallup skoðanakönnunin sýndi að 33% allra kjósenda í Ameríku eru með áfengisbanni fyrir öll Banda- ríkin. Þetta sýnir glögglega, hvernig þjóðin unir hinu stöðuglega vaxanai áfengis- böli síðan bannlögin voru afnumin. Það er heldur ekki svo langt um liðið, að hún sé búin að gleyma, hversu marg- víslega blessun — fjárhagslega, sið- ferðilega og allavega, bannið færði þjóð- inni. Ameríkumenn geta líka séð, hvernig bannið gefst, þar sem það er og hver munur er á hinum „þurru“ og „votu“ svæðum. Þeir eru líka teknir að sjá og skilja, að engin ráð nema bann duga gegn áfengisauðmagni og áfengisbölinu. Hóglífi Hirtir lifa í eyðimörkum eða skóg- um, frjálsu villilífi, fullu af hættum og baráttu. Óveðrið steypist yfir þá, kúlur veiðimannanna ógna þeim, hungrið sker innýfli þeirra. Óvissa komandi dags er allt, sem þeir hafa við að styðjast. Margir þeirra farast, en þeir, sem af lifa, eru sterkir, hertir og æfðir í öll- um þrautum. Takið nú þessa hirti, sýnið þeim um- hyggjusemi og verndið þá fyrir veðra- brigðum og hættum ævintýralífsins, veitið þeim fagra dvalarstaði, fæðu eft- ir vild, hvíld og öryggi. Þarna lifa þeir í alls nægtum og rólegum svefni, eins og erfingjar auðmannanna. En hvað verður svo? Sinarnar linast, augun daprast, hugrekkinu hrakar. Þeir verða daufii', stirðir, ragir og taka upp ljótar venjur, ávexti leiðinda og hóglífs. Ef svo vill til, að þeir auki kyn sitt, verða afkvæmi þeirra einungis skuggar for- eldrisins, og í þriðja eða fjórða lið, úr afturför í afturför, er enginn þeirra eftir. Hóglífið hefur upprætt þá. Mannlegt líf sýnir nákvæmlega hið sama. Of mikið öryggi og næði eru ó- vinir mannlegs eðlis. C. Wagner, — Manndáð. Hallargarðurinn á Drottningholm. Við Buddamusterið í Tókíó í Japan er stærsta klukka í heimi og vegur 871,800 kgr. ★ Fyrir nokkrum árum var seldur vasa- klútur, sem tónskáldið mikla, Wagner, hafði átt og var með fangamarki hans. Hann fór fyrir 13000 mörk. ★ Augað þroskast fyrst allra lima lík- amans og er sagt fullþroskað um 7 ára aldur, en sjóninni tekur að hnigna, þótt lítið beri á, eftir 10 ára aldur.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.