Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 13

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 13
E I N I N G 13 Áfengismálin í Danmörku fbúar Dannierkur eru 4,050,000. Þeir geta ekki talizt bindindisþjóð. íslenzkir and- banningar og áfengisdýrkendur, hafa jafnan vitnað í áfengisneyzlu Dana, sem einhverja fyrirmynd. En samkvæmt þeirra eigin skvrslum, sem lagðar voru fram prentaðar á 17. Norræna bindindisþinginu í Stokkhólmi 1947, er áfengisneyzla þeirra liæst allra Norður- landa. Hún liefur verið þessi: 1938 ................... 2,54 lítrar 100% áfengis á mann. 1939 ...................... 2,67 — — — — 1940 ...................... 2,20 — — — — 1941 ...................... 2,57 — — — — 1942 ...................... 2,42 — — _ _ 1943 ...................... 2,66 _ _ — — 1944 ...................... 3,00 _ _ _ _ 1945 ...................... 2,62 — — _ _ 1946 ...................... 3,28 — — _ _ Öll hin Norðurlöndin eru fyrir neðan 3 lítra. ísland með 2. 1939 drukku Danir 1,17 lítra sterkra drykkja 1945 — — 1,92 — — — 1939 — — 2,36 lítra af léttari vínum 1945 _ _ 1,99 — — — — 1939 — — 39,6 lítra af sterku öli 1945 _ — 31,1 — — — — 1939 — — 19,9 lítra veikt öl 1945 — — 17,1 — — — Alls eru þetta yfir 50 lítrar af áfengum drykkjum og öli á livert mannsbarn í land- inu, þessar rúmar fjórar milljónir manna. Þetta er drjúgur sopi og lítt til fyrirmyndar. Þá er það eftirtektarvert, að í Danmörku, líkt og í Finnlandi, hefur neyzla sterku drykkjanna aukizt á tímabili því, er skýrslan nær yfir, en neyzla veikari drykkjanna minnkað. Þetta fer í öfuga átt við það, sem andbanningar á íslandi stöðugt fullyrða, að ^ neyzla sterkari drykkja mundi minnka með meiri neyzlu öls og léttari víntegunda og sem frjálsastrar áfengissölu. Öll undanbrögð slíkra manna reynast alltaf og alls staðar helberar blekkingar. Handtökur fyrir ölvun og ofbeldi í sambandi við ölvun voru á árunum 1938 12,305 og 1943 12,743. 1938 komu á skrá 9 alkóholistar (menn haldnir ölæði) 1945 komu á skrá 16 alkóliolistar — — — I í Danmörku eru mörg mismunandi bindindisfélög og reglur. Flest hafa þessi félög gengið í landssamband. Kemur þar í ljós góður vilji, en við ramman er reip að draga. Fram að síðustu árum hefur þótt minnkun í Danmörku að vera alger bindindismaður. 1930 voru taldir 100,000 bindindismenn í landinu, 1938 73,000, 1946 53,000. Hér er átt við fullorðna. Afturförin er þ?í mjög áberandi, en nú er æskulýðurinn í Danmörku að hefjast banda og færir það vonandi betri tíma í þessum efnum. Þjáningar og þorsti Plato sagði, að þjáningarnar væru heilsulind sálarinnar. Kagawa, hinn mikli postuli Japans, segir: Guð hefur sáð jörðina tárasæða til þess að auðga líf mannanna. Milton var blindur, Beethoven heyrn- arlaus, Pasteur varð að fást við vís- indamannsstörf sín líkamlega lamaður t að nokkru leyti. Carlyle sagði um Dante: „Ef lífið hefði leikið við hann, þá hefði Flórens reyndar átt sinn borgarstjóra, en heim- urinn hefði ekki eignast skáldverkið Divine Comedy. Kristur var „harmkvælamaður og 1| kunnugur þjáningum", sem „á dögum holdsvistar sinnar bar fram með sár- um kveinstöfum og táraföllum bænir og auðmj úk andvörp fyrir þann, sem megn- aði að frelsa hann frá dauða, og fékk bænheyrslu vegna guðhræðslu sinnar“, samkvæmt orðum Hebreabréfsins. Vegur mestu manna heimsins hefur jafnan verið þyrnumstráður. Við hræð- umst mest, það sem jafnan lyftir hæst og göfgar mest. K jör ferðamanna Enn kvarta ferðamenn all verulega undan slæmri aðbúð á gististöðum. Er illt til þess að vita, að þar gjalda oft saklausir fyrir seka, því að sum gisti- hús eru góð. Ekki er langt síðan ég lenti á einu gistihúsi, sem er mjög ábótavant. Her- bergið var kallt. Miðstöðvarofninn allt of lítill og illa heitur. Herbergið sjálft ekki faðmur á breidd, ekkert borð í því, mjór bekkur fyrir rúm, fiður í sæng- inni, sem féll báðum megin af bekkn- um, svo að tómt verið var eftir ofan á þeim, sem undir sænginni átti að sofa, en svaf ekki fyrir kulda. Kjötið, sem borið var á borð, var ól- seigt og ótyggjandi. Ég varð að láta marga bitana út úr mér aftur. Salernið var sætislaust, aðeins glerskálin, flugu- svermur var í borðsalnum og voru gest- ir, bæði innlendir og erlendir, að reka flugurnar frá mjólkurkönnum, sykur- kerum og matarílátum, og hvolfdu jafn- vel diskum yfir mjólkurkönnurnar. Dæmi eru til þess, að gestum er enn boðin óhrein rúm. Trú í verki Bindindisráð Meþódista kirkjunnar í Ameríku, hefur nýlega komið því til vegar, að haldin var ráðstefna í Chicago með fulltrúum frá öllum deildum þess- arar kirkju í landinu til þess að ræða áfengisvandamálið. Ráðstefna þessi sendi frá sér boð- skap, þar sem hún skorar á Meþódista um heim allan, en þeir eru um 8 millj- ónir, að gerast albindindismenn og að afneita sem kristnir og þjóðhollir menn áfengi í öllum myndum. Sérstakur sunnudagur er tiltekinn næsta ár, þegar allir, sem kalla sig Meþódista, fá tæki- færi til að undirrita heit um algert bind- indi. Þing þetta staðhæfði: „Það er tími til kominn. Nú er nóg komið, já, meira en nóg“. Ástand sem ógnar Alþjóðar bindindis- og bannmanna- ráð Bandaríkjanna, sem talar í nafni margra félaga-sambanda, stofnana og kerfa, hefur sent út áskorun til allra rétthugsandi manna, karla og kvenna, og sérstaklega kirknanna, að hefjast handa og rísa gegn hinu hræðilega á- fengisböli þjóðarinnar. Drykkjureikn- ingur þjóðarinnar sé nú orðinn árlega 8 milljarðar dollara, en samfara þess- ari eyðslu séu slys, ofbeldi og níðings- verk, hótelbrunar, glæpaflóð, lagabrot og glæpir unglinga, spilling, neyð og alls konar hörmungar. Leiðrétting. Sú missögn varð í ágústblaðinu, að Sigdór V. Brekkan kennari hafi verið aðalgæzlumaður barnastúkunnar þar frá upphafi hennar. Valdimar Snævarr fyrrv. skólastjóri var aðalgæzlumaður stúkunnar frá 1922—1935 eða 36, en síðan hefur Brekkan verið aðalgæzlu- maður hennar, en áhugasamur félagi og starfsmaður stúkunnar frá stofnun hennar.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.