Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 9
t E I N I N G 9 ■ » < Ég vil fá þeim ungmenni fyrir höfðingja, og smásveinar skulu drotna yfir þeim. Og á meðal fólksins skal maður manni þrengja, ungmennið mun hrokast upp í móti öldungnum og sKrílmennið upp í móti tignarmanninum. Þegar einhver þrífur í bróður sinn í húsi föður síns og segir: „Þú átt yfirhöfn, ver þú stjórnari vor, og þetta fallandi ríki skal vera undir þinni hendi“, þá mun hann á þeim degi hefja upp raust sína og segja: ,,Ég vil ekki vera sáralæknir, og í húsi mínu er hvorki til brauð né klæði, gerið mig ekki að þjóðstjóra". Því að Jerú- salem er að hruni komin og Júda er að falla, af því að tunga þeirra og athæfi var gegn drottni, til þess að storka dýrðar- augum hans. Andlitssvipur þeirra vitnar í gegn þeim, og þeir gera syndir sínar heyrum kunnar, eins og Sódóma, og leyna þeim ekki. Vei þeim, því að þeir hafa bakað sjálfum sér ógæfu. Heill hinum réttlátu, því að þeim mun vel vegna, því að þeir munu njóta ávaxtar verka sinna. Vei hinum óguðlega, honum mun illa vegna, því að honum mun goldið verða eftir tilgerð- um hans. Harðstjóri þjóðar minnar er drengur, og konur drottna yfir heiini. Þjóð mín, leiðtogar þínir leiða þig afleiðis og villa fyrir þér veginn . . . Drottinn gengur fram til dóms gegn öldungum lýðs síns og höfðingjum hans: „Það eruð þér, sem etið hafið upp víngarðinn, ræntir fjármunir fátæklinganna eru í húsum yðar“. Jesaja, 3, U—1U. Hva5 segja menn um Fyrir skömmu barst ritstjóra blaðs- ins bréf frá manni í nágrenni Reykja- víkur. Þar segir svo: „Ég undirritaður hef safnað 12 á- skrifendum að blaði yðár Einingu og get séð um innheimtu fyrir blaðið, ef þér viljið . . . Ég þakka hjartanlega fyr- ir blaðið og allt, sem í því er. Það er meira virði fyrir innra manninn, en margar 10 krónur fyrir hinn ytri“. Ungur námsmaður skrifar: Herra ritstjóri. Ég hef verið í skóla tvo undanfarna vetur og komizt í kynni við blaðið Einingu. Ég hafði ekki lesið mörg blöð, en með eftirtekt og aðdáun, er ég ákvað að gerast kaupandi blaðs- ins . . . Ég ann af alhug þeim málstað, sem blaðið fjallar um og vildi að það gæti orðið útbreiddara, en ég hygg að það sé“. Þá segir hátemplar, Oscar Olsson, í skýrslu sinni, sem gefin er út bæði á sænsku og ensku: „Eining er eitt hið glæsilegasta rit, sem Góðtemplarar um heim allan gefa út, einnig hvað snertir myndir og allan frágang. En blaðið er auðvitað, eins og önnur hin stærri rit bindindismanna á Norðurlöndum, sannkallað menningar- rit“. Prestur nokkur, sem enginn mundi saka um yfirborðshátt eða hneigð til að skjalla menn, skrifar á þessa leið: „Ég held að ekkert íslenzkt blað sé eins hreinskilið og Eining, ekkert eins eggjandi til umbóta og dáða, né eins „inspírerandi“ á leiðum andans og lífs- ins dýpstu sannindi. Þetta eru engir gullhamrar, heldur aðeins eins og séð frá mínum bæjardyrum". Ritstjóri blaðsins þakkar öll þessi vin- samlegu og góðu orð velviljaðra manna. En ýmsum mun þykja þar of mikið sagt. Fundur presta og kennara norðanlands Dagana 20. og 21. sept. s. 1. sat rit- stjóri Einingar fund presta og kennara norðanlands. Fundurinn var á Akur- eyri og var sá fimmti í röðinni. Upp- runalega fóru þessir fundir af stað sem fundir presta, kennara og annara á- hugamanna um trúar- og menningar- mál. Þeir hafa þegar markað spor, sem koma mun í ljós í sögu þjóðarinnar á sínum tíma. Aðal umræðuefni fundarins var að þessu sinni þegnskapur. Fannst fund- armönnum full þörf á að ræða það efni. Samþykktar voru allmargar tillögur. Þar á meðal um nauðsyn á utanferðum presta og kennara, þeim til aukins þroska og menntunar, um endurheimt- un fornra íslenzkra skjala og handrita úr erlendum söfnum, um fágun skemmt- ana- og samkvæmislífs þjóðarinnar, að bönnuð yrðu pólitísk æskulýðsfélög unglinga innan 18 ára aldurs, um nauð- syn á stjórnlagaþingi og nýrri stjórnar- skrá, um þegnskap og þjóðhollustu til tryggingar fjárhagslegu sjálfstæði þjóð- arinnar, sókn gegn áfengisneyzlunni, þörf á sterkum kristilegum áhrifum á uppeldi æskulýðsins í landinu og endur- vakinni heimilisguðrækni. Fundurinn vottaði Sigurði Guð- mundssyni skólameistara virðingu og þökk, er hann nú lætur af giftusamleg- um störfum við Menntaskólann á Akur- eyri. Öll mál voru rædd af miklum áhuga og í mesta bróðerni, og bendir allt til þess, að fundir sem þessir, geti haft mikla þýðingu og látið margt gott af sér leiða. Presta- og kennarastétt lands- ins þarf að efla samstarf sitt um far- sælt uppeldi ungu kynslóðarinnar og vel- ferð þjóðarinnar. Til kaupenda blaðsins Kæru kaupendur Einingar. Nú sígur ört á síðari hluta ársins. Margir hafa þegar gert hreint fyrir sínum dyrum, en þeir eru þó fleiri, sem enn eiga ó- greitt blaðið þetta ár. Það er afgreiðslunni ómetanlegur léttir, ef kaupendur blaðsins senda greiðslu án þess að kosta þurfi til inn- heimtu, sérstaklega í strjálbýlinu. Blaðið kostar enn 10 kr. eins og á með- an það var aðeins 8 blaðsíður, en það reiðir sig á skilvísi kaupendanna. Það kemur til ykkar minnst 11 sinnum á ári, en þið þurfið að senda því greiðslu einu sinni. Gleymið svo ekki að tilkynna bústaða- skipti, þegar þau verða, eða ef um van- skil er að ræða. Sendið blaðinu greiðslu og útvegið því nýja kaupendur. Vinsamlegast og virðingarfyllst, Pétur Sigurðsson. Frá héraðsfundi V.-ísaf j arðarsýslu Fundurinn harmar það, að á þessum alvörutímum í áfengismálum þjóðar- innar hafi á löggjafarþinginu komið fram tillaga um aukin vínveitingaleyfi. Fundurinn fagnar áhuga og aðgerð- um kvenþjóðarinnar í landinu til áfeng- isvarna og heitir á alla bindindisvini að fylkja sér um það mál. Fundurinn skorar eindregið á þing og stjórn að láta lögin um héraðabönn koma tafarlaust til framkvæmda. Fundurinn skorar á næsta Alþingi að samþykkja tillögur þær, er fram komu í bindindisátt á síðasta þingi, m. a. tillögu um að banna vínveitingar í veizlum ríkisins. Ráðvendni En það, sem skelfir mig, er þetta, að ráðvendnin er orðin fremur úrelt hjá okkur, að margir finna að henni einhvern keim af vitsmunasljóleik, og fjöldi manna trúir ekki á hana, af því að innri gallar þeirra láta þá dæma aðra eftir þeim sjálfum. C. Wagner, — Manndáð.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.