Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 2

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 2
2 E I N I N G IViinningarorð: Sr. Ólafur Magnússon Séra Ólafur Magnússon andaðist 12. ágúst s. 1. og fór útförin fram laugard. 23. ágúst með mikilli viðhöfn. Hús- kveðju að Öxnalæk flutti séra Sigurður Pálsson, en nokkur fermingarbörn Ólafs báru kistu hans úr heimahúsum og söng við það tækifæri karlakórinn Fóst- bræður. I kirkju töluðu biskupinn, herra Sig- urgeir Sigurðsson og séra Helgi Sveins- son, en séra Guðmundur Einarsson flutti líkræðuna. Prestar Árnessýslu báru úr kirkju. Fjórtán hempuklæddir prestar og biskupar voru við jarðarför- ina, en alls var þar á fimmta hundrað manns. Við gröfina söng karlakórinn Fóstbræður, en í kirkju og við hús- kveðju annaðist kirkjukór Ölfusinga sönginn. Séra Ólafur Magnússon var fæddur 1. október 1864 að Viðvík í Skagafirði. Móðir hans var Vigdís Ólafsdóttir prests Þorvaldssonar í Viðvík, en faðir hans var Magnús Árnason, Sigurðs- sonar frá Stokkhólma í Skagafirði, sem áður hefur verið getið hér í blaðinu. Árni Sigurðsson var fjórgiftur og átti 27 börn, en hafði tekið á móti 200 börn- um um dagana. Svo segir Bólu-Hjálmar í eftirmælum um Árna. Séra Ólafur tók stúdentspróf 1884 og guðfræðipróf 1887, vígðist 1888 að Sandfelli í Öræfum, þjónaði þar til 1903, er hann fékk veitingu fyrir Arn- arbæli í Ölfusi, en þar var hann þjón- andi prestur til 1940, er hann fékk lausn frá embætti í háum aldri, en lagði þó preststarfið engan veginn á hilluna. Séra Helgi Sveinsson í Hveragerði skrifar um hann á þessa leið: Þegar ég hér í dag minnist hins látn^ prestaöldungs, séra Ólafs Magnússonar, prófasts, þá kemur mér fyrst í hug hve ólíkur mér virtist hann að ýmsu leyti flestum öðrum prestum, sem ég hef « kynnzt. Það, sem gerði hann svona sér- stakan frá mínu sjónarmiði, var það meðal annars, að mér fannst hann vera í eðli sínu hvorttveggja í senn kirkju- legur leiðtogi og veraldlegur höfðingi. Einnig var hitt, að hann sameinaði í óvenju ríkum mæli djúpa alvöru og sterka lífsgleði. Hann gat einnig verið hvorttveggja strangur fræðari og leið- beinandi og þó umburðarlyndur með til- hneigingu til þess að grafa dýpra eftir orsökum en títt er í daglegu tali. Hann var einnig unnandi tónlistar, svo mikil, að fá tækifæri lét hann ónotuð til þess að vekja söng og hljómleik eða hlýða á fagra tónlist. Um skeið var hann sjálf- ur söngstjóri. Séra Ólafur var 82 ára, er hann and- aðist, og prestur hafði hann verið á sjötta tug ára og eftir að hann lét af embætti gegndi hann prestsstörfum á ýmsum stöðum. Hann á því langan starfsferil að baki og með fullum rétti má bæta því við, að starf hans var bæði mikið og veglegt. Vegna gáfna sinna og viljastyrks heppnaðist honum að hafa mótandi áhrif á fólkið í sóknum sínum, og af öllum, sem til hans þekktu, var hann talinn í hópi hinna merkustu kennimanna íslenzku þjóðarinnar á sinni tíð. Hann var ræðumaður ágætur og söngmaður. Ræður hans voru prýði- lega byggðar, tilgerðarlausar og bornar uppi af mikilli trú, einarðleik, viti og lífsreynslu. Hann hafði einnig á sér bezta orð sem barnafræðari. Öll embætt- isverk sín vann hann með virðuleik og sérstakri skyldurækni. Auk þess að sinna prestsstörfum vann hann þó mjög að búi sínu og var stórbóndi á prests- setursjörð sinni. Hann átti því fremur sjaldgæfu láni að fagna að vera alltaf ungur, glaður og léttur í spori, unz hann tók sína banasótt. Svo brennandi var áhugi hans og lífsfjör hans svo mikið á starfsár- um hans, að fólk hefur það framar flestu öðru í minnum og lætur nærri, að um það séu nú þegar að myndast þjóðsögur. Hann var elskaður og virtur af sín- um nánustu, og sóknarbörn hans litu upp til hans og unnu honum fyrir sam- úð hans í þeirra garð á örðugum stund- um og þátttöku hans í hamingju þess og gleði á góðu dögunum. Kona hans og tvö börn, sem eftir lifa, harma hann mjög. Ég sá hann í síðasta sinn, er hann lá banaleguna. Hann sagði við mig bros- andi: ,,Jæja, nú er óhætt að fara að hugsa um textann að líkræðunni yfir mér“. Það var margt gesta á heimili hans, því að þann dag var verið að halda húskveðjuna yfir dóttur hans. Sóknarbörn hans frá fyrri árum komu hvert af öðru að rúmi hans. Hann tal- aði við þau um dauða sinn með gleði- bragði. Hann var enn ungur og glaður, en til viðbótar hafði hann öðlazt trú og lífsreynslu hins áttræða guðsþjóns. Sóknarbörnin kvöddu hann innilega. Þau vissu að þau væru að kveðja hann í síðasta sinn. I augum sumra þeirra voru tár. Úr svip fólksins, sem gekk fyrir leiðtoga sinn og vin hinzta sinni mátti lesa: Ég þakka þér af hjarta fyr- ir liðnu árin, allt, sem þú gerðir fyrir okkur. Þannig kvöddu lærisveinarnir læri- föður sinn“. Séra Ólafur Magnússon tók þátt í starfi Góðtemplara eftir því, sem tæki- færi gafst og var unnandi bindindis- málsins alla tíð. 85 dra Séra Sigfryggur Guð- laugssou 0 „Heiðra föður þinn og móður — það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti — til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni". Þessi speki heilagrar ritningar drep- ur að dyrum, þegar minnast skal hins merka öldungs á Núpi í Dýrafirði, séra Sigtryggs Guðlaugssonar, sem var 85 ára 27. september s. 1. Hann hefur ver- ið menningarfrömuður og einn hinn heilsteyptasti kennimaður þessa lands í seinni tíð. Hann hefur verið gæfumað- ur, notið blessunar Guðs í ríkum mæli og langra lífdaga. Skilyrðunum hefur hann fullnægt: Hann hefur elskað drottinn sinn og fósturjörð sína og þjónað báðum af trú- mennsku og mikilli alúð. Hann hefur haft í heiðri trú feðra sinna og gætt vel hins dýra arfs. Hann hefur tignað hinar fögru dyggðir og byggt í öllu starfi sínu á hinum trausta grundvelli guðlegrar speki og reynslu liðinna alda. Úti á útkjálka íslands, þar sem kaldir vindar blása, á hrjóstrugri harðbala- grund, hefur séra Sigtryggur Guðlaugs- son og hans ágæta kona ræktað einn fegursta blett þessa lands, blóma- og trjágarðinn SkrúS. Bæði umhverfið og garðurinn sjálfur ber þess ljósan vott, hvílík alúð hefur verið lögð við þennan yndislega blett. En séra Sigtryggur hef- I

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.