Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 4

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 4
4 E I N I N G \ Ferðasaga Konungshöllin á Drottningholm. Framhald. Drottningholm. Gott eiga bæjarbúar, sem eiga aðgang fyrirhafnarlítið og kostnaðarlítið að slíkum stöðum. Til Drottninghólm eru 12 km. úr miðborginni. Hægt er að fara á skemmtisnekkjum eða með rafknúð- um sporvögnum. Með þeim kostar ferð- in aðeins 40 aura. Svo vel stóð á, að ég gat látið eftir mér að rölta um einn á Drottninghólm fjórar klukkustundir. Auðvitað fór ég oftast hægt, því að þar er heimur dá- samlegrar fegurðar og minningaauð- legðar. Þar er konungshöll, konunglegt leikhús, konunglegur hallargarður, fag- ur og dýrðlegur mjög, en svo er líka umhverfið, eikurnar himinháu og vold- ugu, búið tign og töframætti. Það er eins og andi aldanna gangi þarna um, hljóðlega og lotningarfyllst. Það var unun að sitja eða standa og njóta áhrif- anna. Ég sáröfundaði unga fólkið, sem léttklætt þeystist áfram á reiðhjólum sínum um hin miklu súlnagöng trjárað- anna og gat átt aðgang að slíkum Edens- lundum, hvenær sem var. arráðsfulltrúi. Forstjóri er Gísli Sigur- björnsson. Elliheimilið hefur starfrækt þvotta- hús, einnig fyrir utanheimilismenn. Hef- ur það orðið umfangsmeira með hverju árinu, sem liðið hefur. Garðrækt og kúa- bú hefur heimilið einnig starfrækt, en vegna slæmra staðhátta varð að leggja niður kúabúið. En allt, sem heimilið hefur ráðizt í undanfarin ár, hefur ver- ið gert með góðri fyrirhyggju og orðið til að auka hag þess. Þótt forstjóri þess, Gísli Sigurbjörns- son, haldi ekki á lofti starfi sínu í þágu heimilisins, blandast engum hugur um, Síðar, í sambandi við Norræna bind- indisþingið, kom ég aftur til Drottning- holm í miklu fjölmenni. Þá fórum við með skemmtisnekkjum báðar leiðir, en þröngt var um borð, en siglingaleiðin er fögur. f þetta skipti gafst okkur færi á að skoða konungshöllina nokkuð ná- kvæmlega. Hún er frá því um 1600. Verst var að geta ekki horft nægju sína á salarkynni hallarinnar, þakin miklum málverkum og skrautmunum, söguleg- um minjagripum. Þar æptu ekki að manni nein klessumálverk eða manns- að hann er forsjón þess og sá hyggni maður og kraftur, sem stendur að baki farsælli þróun þess öll undanfarin ár. Strax þegar stigið er inn á lóð stofn- unarinnar, ber allt vott um sérstaka hirðusemi og fyrirmyndar umgengni, og hagsýni í hvívetna. Er þar gefið gott fordæmi í þeim efnum. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, hefur notið blessunaróska margra, allt frá upphafi. Á þessu merkisafmæli þess, munu margir óska því farsældar á kom- andi árum, að því auðnist að veita jafn- an þeim, er borið hafa hita og þunga dagsins, sem bezta aðhlynningu á ævi- kvöldi þeirra. myndir með ferkantaða hausa. Hér mátti sjá hina máttugu list á vegum innblásturs og anda. Hér var saga skráð mjög stórmannlega. Við gengum einnig um svefnklefa hallarinnar frá fyrri tíð. Allur var hann logagylltur og skrautbúinn. Þar var veggteppi eitt mikið, virt á hálfa milljón sænskra króna. (Ekki stríðstíma verð). I þessari minningarríku höll situr stundum á sumrum hinn væni, hyggni og aldurhnigni konungur Svíanna. Þar er rólegt. Þar er staður til íhugunar. En hvað hugsar konungurinn? Hver veit það? En hugsað get ég mér konunginn sitja á svölum hallar sinnar, horfa yfir dá- samlega hallargarðinn, unaðslega um- hverfið, rifja upp fyrir sér minningarn- ar um þetta sögufræga konungssetur, en geta þó ekki varizt þeirri raunalegu hugsun, sem hvívetna ásækir nú frið- elskandi sálir manna, að úr sortanum út við sjóndeildarhringinn kunni að koma illviðri á sínum tíma, er verða kunni hættulegt öllu því, sem hátt gnæf- ir og dýrmætt er. Við fengum einnig að setjast á bekk í konunglega leikhúsinu á Drottning- holm, en það er frá því um aldamótin 1700. Einnig þar var margt merkilegt að sjá, undarlegur vitnisburður um liðn- ar kynslóðir. Svíarnir hafa verið hygg- in þjóð og varðveitt vel tengslin milli þess, sem var og þess, sem er, ekki að- eins í hinu ytra, heldur í hinni andlegu menningu þjóðarinnar. Glöggt er gestsaugaö. Þessa daga, sem mér gafst næði til að litast um í Stokkholmi, veitti ég ýmsu eftirtekt. Bréfarusl sá ég til dæmis aldrei á götunum, aldrei farartæki uppi á gangstéttum, er þó mikið af reiðhjól- um og bílum og margar götur borgar- innar þröngar. Aldrei heyrði ég blístrað á götum úti, aldrei nein hróp og köll blaðasöludrengja. Þeir voru blátt áfram ekki til, og aldrei heyrði ég hávaða í krökkum þessa daga, sem ég dvaldi í borginni. Það var engu líkara, en börn Stofnendur Elliheimilisins. Haraldur Sigurðsson, Páll Jónsson, Flosi Sigurðsson, Júlíus Arnason, Sigurbjörn A. Gíslason. * ( ♦ I i i

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.