Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 11

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 11
Ævmtýri Collins drykkjumannahælum, segja sumir. Þetta lag raula sérstaklega blöð and- stæðinganna. Slíkt er blessunarríkt góð- verk, segja þau. Gerið allt, sem þið getið í þeim efnum. Nei, ríkið, sem selur á- fengið og fleytir rjómann af hagnaðin- um, verður einnig að hirða úrganginn. Honum, sem eyðileggur, ber að endur- reisa, en velta ekki þeim vanda yfir á okkur getulitla bindindismenn. Slíkt er ekki æðsta skylda okkar, en okkur hætt- ir til að grípa í skakka endann. Við skulum snúa okkur að börnunum og stuðla af fremsta megni að því, að úr- gangurinn verði sem minnstur. Ríkið sem græddi yfir 340 milljónir kr. síðast liðið ár, verður sannarlega að annast þá, sem áfengissalan eyðileggur, en börnin, við megum ekki gleyma börn- unum. Engir þjást meira í okkar 20,000 drykkjumannaheimilum en vesalings saklausu börnin. Hlutskipti konunnar er auðvitað líka aumt, en stundum er hún einnig þátttakandi í ósómanum. Nóg er af slíku nú á dögum, og svo verð- ur hver og einn að uppskera samkvæmt því, er hann sáir. Ekkert finnst mér átakanlegra í sam- bandi við þetta böl, en að vita þessi 70,000 saklausra barna í drykkjumanna- fjölskyldum. Okkar fyrsta og æðsta skylda er að sinna börnunum, en þetta höfum við vanrækt um of ... Ég vil ljúka máli mínu með orðum skáldsins: „Sér þú ei í auga smáu eins og perlu glitra tár, litlu börnin svöng og svikin, sorg og neyð og drykkjufár. Réttu nú fram hönd að hjálpa, hugga, flytja líknarorð, hrífa barnið burt frá valdi böls, er fremur sálarmorð“. Vanræksla gagnvart börnunum er stærsta synd þjóðarinnar, en áfengis- salan er stærsta skömm hennar. Vitnisburður kennarans Reyndur og góður kennari skrifar: „Foreldrum þykir yfirleitt vænt um þessa stúkustarfsemi, en gera allt of lítið til að styðja hana og styrkja í framkvæmdinni, eiga líka að sumu leyti óhæga aðstöðu, því að margir reykja eða nota tóbak á annan hátt, einkum er áberandi, hve margar mæður eru nú farnar að reykja, miðað við það, sem áður var. Geta má nærri, hvernig slík- um mæðrum muni ganga að halda börn- um sínum frá tóbaksneyzlu, eða hversu kröftug mótmæli þeirra muni verða í eyrum barnanna, þegar þær sjálfar eru með vindlinginn milli fingranna". Prestaskóli Islands 100 ára Hátíðahalds 100 ára afmælis presta- skóla íslands, 2. október s. 1., verður nánar getið í næsta blaði. II. Framferði mitt kom fyrirtæki okkar bræðranna í algert öngþveiti og leiddi til þess að bróðir minn skrifaði föður okkar heldur ófagra lýsingu á því, hví- líkur vandræðagepill ég væri. Bréfið hafði þau áhrif, að pabbi kom litlu síðar og hafði mig á brott með sér heim. Ekki lagði hann þó árar í bát með að koma mér á fastan kjöl í lífinu. Réði hann mig til skipasmiðs í Leith til náms í iðn hans um þriggja vetra tíma. Áður en fyrsta árið var liðið, hljóp þó sú snurða á þráðinn, að húsbóndi minn varð gjaldþrota. Var ég þá vega- laus og í vafa um, hvað ég skyldi helzt taka mér fyrir hendur. Hugur minn stefndi þó helzt að sjónum, en gæti mér ekki hlotnazt þar annað en rétt og slétt sjómannsstaða, þá var ég ráðinn í því að ganga sem sjálfboðaliði í herinn. Meðan þetta var á döfinni, komst franskur liðsforingi í náinn kunnings- skap við mig og foreldra mína. Hann var stríðsfangi og hafði verið látinn laus gegn drengskaparloforði. Einatt ympraði hann á því við mig, að svo framarlega sem ég kæmi með honum til Frakklands, þá skyldi hann útvega mér stöðu þar. Foreldrar mínir voru þessa fýsandi og sögðu, að hyrfi ég að þessu ráði, skyldu þau láta mér farar- efni í té. Ég tók boðinu í júlílok 1815 og gerðu foreldrar mínir mig svo vel úr garði, sem þau gátu. Við stigum á skipsfjöl í Leith, en af henni í Antwerpen og héldum þaðan áfram för okkar til Frakklands land- leiðina. Á orustuvöllinn við Waterloo komum við 6. ágúst, sjö vikum eftir orustuna, sem kennd er við þann stað, hámark hernaðarsögu hins fræga hers- höfðingja Wellingtons. Verndari minn, herra Costello, sýndi mér alla mark- verðustu staði Niðurlanda, en peninga- ráð hans voru lítil, eða svo lét hann að minnsta kosti og því féll það í hlut minn að greiða allan kostnað, sem leiddi af för okkar. Félagi minn lofaði þó að endurgreiða mér hann, auk stöðunnar góðu, sem í vændum var. Costello sýndi mér marga staði, sem hann sagði, að hefðu verið heimkynni hinna efnuðu ættingja sinna fyrir ófrið- inn, en sá þeirra, sem hann byggði allt traust sitt á, sagði hann, að ætti heima í Chatterrault. Hinn litli peningaforði minn var nú um það bil á þrotum, svo að ég var jafn- vel farinn að koma sumu af fatnaði mín- um í verð. Costello bað mig þó ekki að kvíða neinu, því að ég skyldi fá allt, sem hugur minn girntist, þegar til Chatterrault kæmi, en þá áttum við ó- farna 240 mílna vegarlengd þangað. Skór mínir voru þá orðnir gatslitnir og hugur minn beygður af vonbrigðum. Um síðir náðum við þó hinu lang- þráða takmarki okkar, Chatterrault, og voru kröggur okkar þá orðnar svo mikl- ar, að við höfðum ekki efni á því að verða okkur úti um sæmilegt herbergi á gististað til að hýrast í fyrstu nótt okkar í borginni. Flet það, sem við sváf- um í um nóttina varð ég að greiða fyrir með skyrtu af sjálfum mér. Costello fór snemma á fætur morg- uninn eftir, en sagði mér að lúra ofur- lítið lengur, því að nú værum við komn- ir heim. Hann sagðist ætla að fara og finna ættingja sína að máli, en síðan kæmi hann og sækti mig. Dagurinn þokaðist áfram, en ekki kom Costello. Þá fór mig að gruna margt og hypjaði mig á fætur og tók að rölta um borgina og spyrjast fyrir um félaga minn, en enginn kannaðist við hann, eða yfirleitt nokkurn með nafni hans þar í borginni. Hinsvegar sagði lögregluþjónn mér, að hann hefði séð mann, sem bar heim við lýsingu mína á Costello feta út úr borginni fullri klukkustund eftir að hann yfirgaf mig. Hinn kaldrifjaði svikahrappur leynd- ist þannig á brott frá mér peningalaus- um og allslausum í ókunnu landi. Hafi ég verið vonsvikinn og mæddur, þá var ég það sýnu meir nú. Ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera, hafði ekki bragðað mat daglangt og hafði auk heldur ekki efni á því að kaupa mér matarbita eða gistingu. í frönsku kunni ég aðeins fá orð og þau þó lítt. Á köldum rigningardegi í októberlok labbaði ég frá Chatterrault til St. Denis einmana og allslaus. Já, svo gersnauður, að ég gat ekki losað mig við eina spjör til kaupa á einum matsverð, auk heldur meira. Það bætti ekki úr skák, að nú fór að nótt og ekki var annað sýnna, en að ég yrði að eyða henni undir ber- um himni. Á þessu raunarangli mínu bar mig að krossgötum, sem á stóðu karl og kona og hjöluðu saman í óðaönn á ensku. Við það lifnaði vonin hjá mér á nýjan leik. Ég nam þarna staðar og gaf mig á tal við karlmanninn og spurði hann til vegar til St. Denis. Hann leysti fúslega úr því og gaf mér fimm franka og sagði mér, hvar ég skyldi beiðast gistingar yfir nóttina. Kvaðst hann ætla að hitta mig þar og sjá betur ráð fyrir mér. Ég not- færði mér þetta að sjálfsögðu og fann gistihúsið sem mér var vísað á. Eftir að ég hafði satt hungur mitt með því, sem á borð var borið, fékk ég mér vín- tár mér til hressingar og reykti eina

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.