Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 3

Eining - 01.10.1947, Blaðsíða 3
f E I N I N G 3 i E11■- og hjúkrunarheimilið Grund ur stundað ræktun mannlífsins af engu minni alúð. Um langan starfsdag sinnti hann bæði prestskap og skólastjóra- starfi af mikilli trúmennsku og um- hyggju. Skólinn hans á Núpi, sem hann stofnaði 1906 og veitti forstöðu fram til ársins 1929, var ekki aðeins fræðslu- stofnun, heldur og sannkölluð uppeldis- stofnun, það duldist ekki þeim, sem kynntist nemendum, er komu frá skóla hans. Séra Sigtryggur skildi rétt hlut- verk og tilgang alþýðuskóla. Hann ann og þjónar því, sem er fagurt, gott og heilbrigt. Hann hefur verið góður liðs- maður Góðtemplarareglunnar og heil- steyptur bindindismaður alla sína tíð. Hann hefur ort sálma og samið mörg falleg sálmalög. Hefur slíkt aukastarf verið gullinn þráður í margþættum á- hugamálum hans. Séra Sigtryggur Guðlaugsson er fæddur að Þremi í Garðsárdal í Eyja- fjarðarsýslu 27. september 1862, varð stúdent 1894, tók guðfræðipróf 1897, vígðist að Svalbarðs- og Presthóla- prestakalli 1898, var veittur Þórodd- staður í Kinn 1899, en Dýraf jarðarþing 7. október 1904, var prófastur í V-ísa- fjarðarprófastsdæmi 1929—1938 og fékk lausn frá prestskap 1. júní 1938. Hann er heiðursfélagi Prestafélags Vestfjarða, Umdæmisstúku Vestfjarða og Stórstúku Islands, einnig garð- yrkjufélags Islands. Hann er tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Ólöf Sig- tryggsdóttir, f. 16. 7. 1866, d. 23. 11. 1902, frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Seinni kona hans er Hjaltína M. Guð- jónsdóttir, skipstjóra að Brekku á Ingj- aldssandi, fædd 4. 7. 1890. Synir þeirra eru tveir, Hlynur, magister í veður- fræði, er fyrir skömmu kominn frá námi í Ameríku og starfar nú við veð- urstofuna í Reykjavík, og Þröstur, sem dvelur í foreldrahúsum og stundar nám við skólann á Núpi. Séra Sigtryggur Guðlaugsson er fyrir löngu landskunnur maður. Lífið hefur krýnt hann fögrum sigursveig, og marg- ir eru þeir, sem hugsa hlýtt til hans í hárri elli og þakka hið mikla og góða starf, sem hann hefur unnið og ekki síður fordæmið, sem hann hefur gefið í manndómi, trúmennsku, þjóðhollustu og alúð við allt fagurt, nytsamt og gott. Guð blessi honum bjart ævikvöld. P. S. Hinn heilagi logi. Fyrir nokkru sendu 250 ungir Þjóð- verjar enskum trúbræðrum sínum orð á þessa leið: „Við biðjum til Guðs, að við megum snúa heim til okkar eyðilögðu borga og hugdöpru nágranna til þess að vitna fyrir þeim um mannshugsjón drottins vors Jesú Krists, er gefið getur þrek til að endurbyggja landið á þeim grund- velli og gera öllum ljóst, að í trú og trausti fyrirheita hans erum við hvorki hugdaprir né vonlausir". f; 25 ára Einna beztur mælikvarði á menningu þjóða er það, hvernig þær búa að börn- um sínum og gamalmennum. „Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmennið“, segir hin heilaga lögbók Israelsmanna. Og það var Þor- varður hinn kristni, sonur Spak-Böðv- ars, sem bjargaði fátæklingunum, er hinn grimmi maður, Svaði á Svaðastöð- um í Skagafirði hafði hneppt í hús eitt, er þeir höfðu grafið sér sjálfir mikla gröf, samkvæmt fyrirmælum hans. Þar skyldu þeir grafnir, er hann hefði slátr- að þeim öllum. Þorvarður tók þessa bágstöddu menn til sín að Ási og „fæddi þá alla, meðan hallærið var“. Að Neðra-Ási í Hjalta- dal hefur því verið hjúkrunar- og elli- heimili þennan tíma, líklega hið fyrsta í sögu þjóðarinnar. Einkennileg tilviljun er það, að mað- urinn, sem hafði forgöngu um stofnun Elliheimilis í Reykjavík, séra Sigur- björn Á. Gíslason, ól aldur sinn sem ungur maður í Neðra-Ási í Hjaltadal, og heimili sitt í Reykjavík nefndi hann Ás. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík var stofnað 1922 og stóð vígsluhátíðin 29. október og er því stofn- unin 25 ára þann dag í ár. Stofnendur voru: séra Sigurbjörn Á. Gíslason, Flosi Sigurðsson trésmíðameistari, Har- aldur Sigurðsson kaupmaður, Júlíus Árnason kaupmaður og Páll Jónsson kaupmaður. Af þessum mönnum eru nú á lífi séra Sigurbjörn og Flosi. Upphaflega var Elliheimilið í litlu húsi við Kaplaskjólsveg. Það rúmaði 20 vistmenn. Það reyndist fljótt of lítið og var þá ráðizt í að reisa stórhýsi við Hringbraut. Má segja, að þar hafi ver- ið að verki fádæma dugnaður og bjart- sýni, er sigraði alla byrjunar- og fjár- hagsörðugleika, sem voru auðvitað mikl- ir. Almenn samskot til þessa þarfa fyr- irtækis voru 100 þúsund krónur, Reykja víkurbær gaf lóðina og bankar lánuðu fé til framkvæmda. Heimilið við Hring- braut tók til starfa árið 1930. Fjárhag- ur þess var erfiður fyrstu árin, en nú hefur slíkt breytzt mjög til batnaðar er það áreiðanlega ekki sízt að þakka dugnaði núverandi forstjóra þess, Gísla Sigurbjörnssyni. Hann segir reyndar, að hagur heimilisins og velgengni þess, sé að þakka starfsfólkinu og mun hvort tveggja satt vera. Styrkir frá ríki og bæ hafa oftast verið 8—1500 kr. árlega. Heimilið er auðvitað aldrei nógu stórt, en stjórn þess reynir stöðugt að bæta úr þörfinni. 1944 var reist hið myndar- legasta hús fyrir starfsfólkið. Var þá hægt að bæta við 50 vistmönnum á heimilið. Bæjarsjóður Reykjavíkur veitti 370 þús kr. framlag til þeirrar byggingar og tók ábyrgð á láni, kr. 500,000,00. Hið nýja hús var tekið til notkunar seint á árinu 1945 og fékk starfsfólkið þar með hið bezta húsnæði og góðan aðbúnað. Á þessu ári hefur svo verið hafizt handa um nýja viðbótarbyggingu og hefur bæjarsjóður veitt einnig stuðn- ing til þeirra framkvæmda. Örðugleik- ar eru auðvitað á um byggingarefni, en þegar þessi stækkun heimilisins er full- ger, verður hægt að bæta enn við 20— 30 vistmönnum og verða þeir þá alls 250. Fyrsti forstöðumaður heimilisins var Haraldur Sigurðsson og var það til dauðadags árið 1934, en fyrsta ráðs- kona frú María Pétursdóttir. Frk. Guðný Rósants hefur verið ráðskona síðan snemma á árinu 1934. Yfirhjúkr- unarkona er nú frk. Jokobína Magnús- dóttir, en heimilislæknir Karl Sig. Jón- asson. Ráðskona þvottahússins er frk. Guðríður Jósefsdóttir. Stjórn heimilis- ins skipa þessir: séra Sigurbjörn Á. Gíslason formaður, Flosi Sigurðson tré- smíðameistari, Frímann Ólafsson for- stjóri, Hróbjartur Árnason burstagerð- armaður og Jón Gunnlaugsson stjórn- t

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.