Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 4
2
MÆÐRABLAÐIÐ
Minning Laufeyj
Fædd 1. marx 1890
Þegar síðasta Mæðrablað kom út, rétt fyrir jólin 1945, vissi enginn af þeim, sem að útgáfu blaðsins stóðu,
að Laufey Valdimarsdóttir, stufnandi og formaður Mæðrastyrksnefndarinnar, væri dáin og hefði hlotið griif í
erlendri mold.
Enginn vissi þá að ræðan, sem hún flutti í útvarpið kviildið fyrir fæðingardag móður sinnar 27. sept. og
sem prentuð var í blaðinu, yrðu liinnztu orð hennar til íslenzkra kvenna, erfðaskrá hennar þeini til handa.
Ekki grunaði okkur heldur, þegar Mæðrastyrksnefndin kom saman í Þingholtsstræti 1S, síðasta kvöldið,
sem Laufey dvaldi i Reykjavik, áður en hún lagði upp í sina hinnztu för, að við værum þá að kveðja hana fyrir
fullt og allt.
Laufey var ekki aðeins formaður Mæðrastyrksnefndarinnar. Hún mátti kallast faðir og móðir hennar.
Gáfur Laufeyjar, þekking, uppreisnarandi, baráttuvilji, þorsti eftir réttlæti, þetta varð driffjöðrin i starfi nefndar-
innar, og gaf henni vaxtarskilyrðin, mcðan við fyrstu og mestu erfiðleikana var að stríða. Enginn átti meiri þátt í
þvi en hún, með fórnfýsi sinni og eldmóði að skapa þann skilning og góðvilja, sem nefndin nú nýtur.
Engum hefði því verið skyldara að minnast Laufeyjar Valdimarsdóttur vel og virðulega, en einmitt þeim,
sem að þessu hlaði standa.
Tvær nefndarkonur, þær frú Guðrún Pétursdóttir og frú Steinunn Bjartmarz, sem lengi unnu með Laufeyju
í nefndinni, túlka hér á eftir að nokkru, hvernig sú inynd er, sem við samstarfskonur hennar geymum i huga okkar.
Þau urðu örlög Laufeyjar sem sameinaði óvenjulega heita ættjarðarást og sterka alþjóðahyggju, að hvíla
síðast í mold þess lands, sem hún dáðist að og verið hafði vagga þeirra hugsjóna, sem henni vuru kærastar og
mest í samræmi við innsta eðli hennar. Fæstir okkar munu nokkurn tima eiga þess kost að ganga að gröf hennar,
en hjartagróin þökk íslenzkra mæðra fylgir henni þar sem hún hvilir.
28. des. síðastliðinn var hringt til mín og mér
sagt að vinkona mín, fröken Laufey Valdemarsdóttir
hefði andazt í París 9. desember, og væri hún þegar
jarðsett þar. Laufey dáin, hún, þessi góða og kær-
leiksríka kona, sem elskaði svo heitt fósturfoldina, hún
er grafin í erlendri mold. En örlögin höfðu hagað því
þannig, að París, borgin, sem hún dáði svo mjög, varð
hennar hinnsti hvílustaður. Og trúað gæti ég, þegar
farið verður að skrifa sögu kvenréttindahreyfingarinnar
hér á landi eftir t. d. fimmtíu ár, þá þætti sagnaritur-
um hvíla rómantiskur blær yfir andláti Laufeyjar. Hún
er þarna mitt í starfi sínu að vinna að áhugamálum
sínum, með helztu konum kvenréttindahreyfingarinnar,
og einmitt þær konur, sem skilja hana svo vel, standa
yfir moldum hennar.
Foreldrar Laufeyjar voru merkishjónin Valdemar
Ásmundarson ritstjóri og Bríet Bjarnhéðinsdóttir, er
einnig var ritstjóri, því að hún stofnaði Kvennablaðið
og var útgefandi og ritstjóri þess á þriðja tug ára. Föð-
ur sinn missti Laufey í æsku, en móðirin vildi láta dótt-
urina njóta sömu menntunar og soninn, og naut hún
skólavistar og menntunar í Menntaskólanum, en þá
hafði verið með lögum breytt reglugerð skólans á þann
veg, að stúlkur fengu að njóta þar menntunar eins og
piltar og fengu að taka stúdentspróf þaðan. Laufey var
fyrsta íslenska stúlkan, sem tók stúdentspróf, og sigldi
hún svo til Danmerkur og lagði stund á ensku og
frönskunám við háskólann í Kaupmannahöfn. Eftir aö
hún kom heim aftur stundaði hún skrifstofustörf, fyrst
við Landsverzlun, þar var hún erlendur bréfritari, síðan
við Olíuverzlun Islands. Jafnframt tók hún mikinn þátt
í ýmsum kvenfélagsmálum, sérstaklega kvenréttindamál-
um, en á þeim hafði hún mikinn áhuga og tók virkan
þátt í þeirri hreyfingu með móður sinni og fleiri kon-
um. Laufey var fluggáfuð, gagnmenntuð, prýðilega rit-
fær, skáldmælt, listhneigð, draumlynd og viðkvæm,
stundum um of. En sterkasti þáttur í skapgerð hennar
var löngunin til að rétta hlut og hjálpa þeim, sem henni
fannst órétti beittur, hvort heldur var af þjóðfélaginu
eða einstaklingum, og að vcita yl og birtu til þeirra
er sátu í skugganum. Ef hún gat einhverju góðu til
leiðar komið í þá átt að létta kjör umkomulausra,
Ijómaði andlit hennar af ánægju. Um úrlausn ýmissa
vandamála, er fyrir komu á síðustu tímum, vorum við
oft ósammála, man ég að Laufey sagði þá einu sinni
með sinni góðlátlegu kímni: „Það gerir ekki svo mikið
Guðrún mín, þó að við séum ósammála, því að við erum
á sömu bylgjulengd."
Laufey var allra kvenna gestrisnust og ágæt heim að
sækja, sömuleiðis gat ekki betri gest en hana, þá er hún
hafði kastað dagsins önn. Hún hafði frá mörgu að segja,
frásagnargáfa hennar var með afbrigðum og víða hafði
hún farið. Fór þá oft svo, að maður gleymdi tímanum.
Á einum landsfundi kvenna, sem Laufey stjórnaði,
fórum við í skemmtiferð austur í Þrastalund. Hafði
Laufey komið því svo fyrir, að 10 eða 12 skáldkonur