Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 10
8
MÆÐR ABLAÐIÐ
legt að senda lítil börn ein síns liðs
þangað, þar eð rólur og vogir eru
svo há að hætta stafar af þeim. Svo
eru leikföngin, sem á völlunum eru
bæði fábreytt og einhliða. Rólur,
vogir og sandkassar eru auðvitað á-
gæt út af fyrir sig, en ekki sem aðal-
og einustu leiktækin.
Þrátt fyrir allar þessar byggingar,
sem rísa upp í bænum með ári
hverju, fullnægja þær ekki kröfum
bæjarbúa. Það iítur út fyrir að gift
fólk eigi alls ekki að eignast börn
eða að minnsta kosti er ekki gert ráð
fyrir þeim á heimilunum. Allar þess-
ar 2ja herbergja íbúðir eru okkur
Reykvíkingum til háborinnar
skammar. Það hlýtur að hafa heilsu-
spillandi áhrif á stóra fjölskyldu,
sem þarf við slíkt að una. Ekkert
er eins nauðsynlegt til heilbrigðs
uppeldis og viðunandi húsa-
kynni. Það er ekki nóg að íbúðin
sé í nýju húsi, ef hún er of lítil.
Braggar og kjallaraholur eru
fyrir neðan allar hellur og ætti ekki
að bjóða fólki þær til íbúðar. En
fólkið, sem þar býr á heiður fyrir,
hvað það hefur lagt á sig, til þess að
gera þessi húsakynni sín vistleg og
þokkaleg.
Slæm og þröng húsakynni hafa
slæm áhrif á skapsmuni fullorðna
fólksins, hvað þá barna, sem þurfa
Dagheimili
og tilgangur peirra
Dagheimilin og tilgangur þeirra er
orðið nokkuð almennt umræðuefni
meðal fólks hér í bæ. Foreldrar hafa
ekki orðið á eitt sátttir um, hver
nauðsyn þeirra sé í raun og veru.
Það kemur oft fyrir að maður heyrir
sagt að dagheimili og leikskólar séu
gagnslaus og óþarfleg í okkar bæj-
arfélagi, að mæður, sem ekki nenni
sjálfar að hugsa um börn sín, sendi
þau þangað, svo og að þessar stofn-
anir muni einungis fjarlægja börn-
in frá mæðrunum. Einnig hefur því
verið fleygt og það jafnvel af skyn-
sömum foreldrum, sem eiga uppkom-
in börn, að ekki hafi börn þeirra
verið á dagheimili eða leikskóla í
bernsku, og samt hafi þau verið vel
upp alin og orðið að manni. Þetta
mun og satt vera, en þeir, sem slíkt
hafa talað hafa ekki fylgst með tím-
anum og vaknað til meðvitundar
um hvaða kröfur eru gerðar. Einnig
þarf fólk að gera sér Ijósar aðstæður
þær, sem skapast, þegar fólk býr í
stórum, þéttbyggðum bæjum.
Hugsum okkur Reykjavík fyrir
svo sem 20 til 30 árum — þá voru
aðrar kröfur gerðar til þegna bæjar-
félagsins. Bærinn miklum mun fólks-
færri og þar af leiðandi enginn stór-
borgarbragur á staðnum. Tún og
vellir víðsvegar í bænum, þar sem
nægilegt svigrúm var fyrir börnin,
svo þau gætu unað sér við leiki og
störf sín, án þess að götuhætta stór-
borgar kæmi til greina.
Þá var ekki eins erfitt að fá stúlk-
ur eða unglinga til að gæta barna
eða til hjálpar við heimilisstörf,
svo móðirin gæti sinnt börnum sín-
um, og veitt þeim þá umhyggju
sem þau þörfnuðust.
Nú er sagan önnur, erfitt að fá
stúlkur til starfa á heimilum, hús-
næðið víðast hvar þröngt og óhent-
ugt. Ekkert nema gatan, þegar þau
koma út undir bert loft. Þar sem
skrúðgarðar eru kringum hús fá
börnin ekki að vera, vegna þess að
húseigandanum er auðvitað illa við
að börnin traðki niður garðinn.
Ég sagði að ekkert væri nema
gatan, fyrir börnin okkar í Reykja-
vík. Þetta er kannske ekki alveg rétt.
Bæjaryfirvöldin hafa stigið stórt
spor með því að láta gera nokkra
leikvelli víðsvegar í bænum. En mér
virðast leikvellirnir ekki vera ætlaðir
litlum börnum, þar sem hvorki leik-
tækin né gæslan er sniðin við þeirra
hæfi. Á vellina koma börn á öllum
aldri, alveg upp til 13 ára aldurs.
Leiktækin eru aðeins gerð fyrir eldri
börn, en ekki fyrir þau, sem yngri
eru en 5 ára. Það er því stórhættu-
Mummuleikur.