Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 15

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 15
MÆÐRABLAÐIÐ 13 hljómsveitarinnar strunsaði hann, ýmist karl og’ kona saman, eða í hópum, nam staðar til að tala saman, til að heilsast, til að kaupa handfylli af blómum af ffamla beiningamanninum, sem fest hafði körfuna sína við girðinguna. Ki'akkakríli voru með í hópnum, hoppandi og flissandi; litlir strákar með stóra hvíta silkiklúta um háls- inn, litlar stelpur, litlar franslcar brúður, vafðar í pell og knipplinga. Og stundum komu keltukrakkar vagandi fram á sjón- arsviðið úr skjóli trjánna, námu staðar, gláptu og göndu, duttu svo kylliflöt og lágu þar sem þau voru komin, þar til skrefadrjúg móðirin kom blaðskellandi, eins og ung hæna, og snaraði þeim með hersiða- semi aftur inn í skýli þeirra. Ýmsir sátu á bekkjum og stólum, en það var líka alltaf sama fólkið. Sunnudag eftir sunnudag sat það þarna, og ungfrú Brill hafði veitt því athygli, að eitthvað var skrítið við þetta fólk. Það var hjárænu- legt, þögult, flest gamalt, og af augna- ráðinu mátti álykta, að það kæmi úr litlum, dimmum herbergjum cða jafnvel — jafnvel niatarskápum! A bak við hringsviðið voru grannvaxin tré með drúpandi gulum laufblöðum, milli þeirra sást rönd af hafinu og' hinum megin blár himininn með gullofnum skýjum. Tum—tum—tum tiddle—um! tiddle—um! tum tiddley—um tum ta! hljómaði frá hljómsveitarpallinum. Tvær rauðklæddar ungar stúlkur komu og tveir bláklæddir hermenn mættu þeim; þau tóku saman hlæjandi, fóru leiðar sinn- ar og leiddust. Tvær sveitakonur með skringilega hatta gengu framhjá, ákaflega settlegar og teymdu fallega gráa asna. Krokuleg og föl nunna skundaði framhjá. Fríðleikskona var þarna einnig á gangi. Hún missti fjóluvönd, og lítill drengur hljóp á eftir henni til þess að fá henni fjólurnar, og hún tók þær og þeytti þeim, eins og væru þær orðnar baneitraðar. Al- máttugur! Ungfrú Brill vissi ekki hvort hún ætti að dást að þessu eða ekki! Kvinna í hreysikattarfeldi og með barðalausan hatt á höfði og karlmaður í gráum fötum mættust beint fyrir framan hana. Hann var hár, teinréttur, kostulegur, en loðfeld- inn sinn og snyrtihattinn hafði konan keypt, þegai' hún átti gult hár. Nú var allt á henni með sama lit og snjáður bjálfinn, sem hún bar, hárið, ásjönan, jafnvel aug- un; og hönd hennar í margskoluðum glóf- anum, sem hún lyfti til þess að litfegra varirnar, var pervisaleg gul kló. En hvað henni þótti vænt um að hitta hann — alveg í sjöunda himni! Hún hafði svo sem ekki verið í vafa um, að þau myndu hittast í kvöld. Hún lét móðan mása um hvar hún hefði alið manninn. Hún hafði verið um allt þarna á strandlengjunni. Veðrið var alveg skínandi í dag — ætlaði hann ekki að slá til? Gat það verið, að hann vildi bað ekki ... En hann bara hristi höfuðið, kveikti sér í vindlingi, sogaði í sig gúlfylli af reyk og púaði því framan í brosandi og masandi andlitið á henni, kastaði eldspýt- unni og stikaði burt. Konan var orðin ein- mana; bros hennar var orðið miklu bjart- ara. Og jafnvel hljómsveitin virtist ekki vera alveg úti á þekju um tilfinningar hennar og lék mjúklegar, lék meira að segja innilegar og ti'umbuslögin sögðu í sífellu: „Dóninn! Dóninn!“ Hvað skyldi hún taka til bragðs? Hvað skyldi nú koma fyrir? En á meðan ungfrú Brill var að velta þessu fyrir sér, sneri konan í biálf- anum sér við, veifaði hendinni eins og hún hefði séð einhvern miklu skárri og trítlaði af stað. Og hljómsveitin skipti aftur um og lék miklu fjörlegar, miklu gáskafyilra en áður og gömlu hróin á bekknum hennar ungfrú Brill stóðu á fætur og þrömmuðu af stað. Það var reglulega spaugilegt að sjá gamla manninn með langt hvítt kjálka- skegg haltra áfram eftir hljóðfallinu, og svo komu fjórar stúlkur í fasið á honum, svo að honum lá við falli. Hvað þetta allt saman var töfrandi! Hvað hún naut þess! Hvað henni þótti undarlegt að sitja þarna og horfa á alla þessa dýrð! Það var eins og leikur. Það var nákvæmlega eins og leiksýning. Hver gat trúað því, að himininn í baksýn væri ekki málaður. En ekki var það fyrr en lítill svartur rakki skokkaði virðulega fram- hjá og skokkaði svo hóglátlega burtu, eins og lítill leikhúsrakki, lítill rakki, sem helt liefur verið í ólyfjan, að ungfrú Brill komst að niðurstöðu um, hvað skapaði stemninguna. Hérna voru allir á leiksviði. Hér voru menn ekki aðeins leikhúsgestir; hér voru menn leikendur. Jafnvel hún átti sér hlutverk og kom hér á hverjum sunnu- degi. Og vafalaust hefði einhver tekið eftir því, ef hana vantaði; sýningin gat ekki verið án hennar, þegar öllu var á botn- inn hvolft. Skrítið var, að hún skyldi aldrei hafa látið sér renna þetta í grun fyrr! Og þó skýrði þetta hvers vegna henni var svo mikið í mun um að leggja af stað að heim- an nákvæmlega á sama tíma vikulega — bara til þess að koma í tæka tíð á leik- sýninguna — og það skýrði líka að hún fór öll hjá sér, þegar hún sagði ensku- nemendum sínum, hvernig hún færi með sunnudagskvöldin. Var það líka furða! Ungfrú Brill lá við að skellihlæja. Hún var á leiksviðinu. Og' henni varð hugsað til gamla örvasa mannsins, sem hún las fyrir úr blöðunum fjögur kvöld í viku, meðan hann blundaði í garðinum. Hún var farin að fella sig við hrörlegt höf- uðið á svæflinum, hol augun, opinn munn- inn og samankreptar nasirnar. Hún mundi ekki hafa veitt því athygli, þótt hann hefði verið steindauður vikum saman; og henni hefði legið það í léttu rúmi. En í þessari svipan vissi hann, að leikkona las fyrir hann blöðin! „Leikkona!" Gamla skarið lyfti höfðinu; tvö Ijósblik skinu í augum hans. „Leikkona — ert þú það?“ Og ungfrú Brill strauk mildilega dagblað- ið eins og það hefði verið handritið að leikþætti hennar og sagði blíðlega: „Já, ég hef verið leikkona langa lengi“. Hljómsveitin hafði fengið sér hvíld. Nú tóku þeir aftur til. Og það, sem þeir léku, var 'hlýtt og sólmagnað, samt var í því einhver smáhrollur — eitthvað, hvað var það? — Ekki ömurleiki — nei, ekki ömur- leiki — eitthvað, sem orkaði þannig á þig, að þig langaði til að syngja. Hljóm- arnir svifu hærra, hærra, ljósið glitraði; og ungfrú Brill fannst, að á næsta augna- bliki myndu þau öll, öll samkoman, fara að syngja. Unga fólkið, hlæjandi skarinn þarna, myndi byrja, og raddir karlmann- anna, sterkar og ákveðnar, mundu hljóma með. Og' svo mundi hún líka, líka hún, og allir hinir á bekkjunum, vera með og raula undir, ósköp lágt og með niðandi klið, án þess að liækka eða falla, en þó svo við- feldið — hrífandi . .. Og táraflóð kom fram í augun á ungfrú Brill og hún horfði brosandi á alla viðstadda. Já, við skiljum, við skiljum, hugsaði hún, endaþótt henni væri hulið, hvað þau ættu að skilja. I þessum svifum kom piltur og stúlka og settust í sæti gömlu hjónanna. Þau voru í fallegum fötum; þau voru ástfangin. Tvær hetjur, sem voru nýstignar á land af skenuntisnekkju föður hans. Og ennþá var hinn hljóðlausi söngur í för með þeim, ennþá hin skjálfandi bros. Ungfrú Brill lagði við hlustirnar. „Nei, ekki núna“, sagði stúlkan. „Ekki hérna, ég get það ekki“. „En hvers vegna? Er það vegna þessarar aulalegu kerlingar þarna á bekkjarend- anum?“ spurði pilturinn. „Hvers vegna kemur hún hingað — hver óskar eftir henni? Hvers vegna er þetta hró ekki heima hjá sér?“ „Það er ref—refurinn hennar, sem ei svo sniðugur", skríkti stúlkan. Hann er alveg eins og steikt lýsa“. „Hættu þessari vitleysu!“ sagði piltur- inn gremjulega í hljóði. En segju mér, elsku hjartað — „Nei, ekki hérna“, sagði stúlkan. „Það liggur ekkert á“. Á heimleiðinni var hún vön að kaupa sér hunangskökusneið í brauðabúðinni. Það var glaðning hennar á sunnudögum. Stund- um bar við, að mandla var í sneiðinni. Það var meiri munurinn. Væri mandlan í sneið- inni, þá var engu líkara en hún kæmi heim með dálaglega gjöt — óvæntan fögn- uð — eitthvað, sem hefði getað verið ann- arsstaðar. Þá sunnudaga, sem mandlan var með í kaupunum, flýtti hún sér heim og kveikti á eldspýtu til þess að hit.a á katlinum í einum livelli. En í dag kom hún ekki við í bakara- búðinni, staulaðist upp stigann, fór inn í litlu dimmu kompuna sína, sem var á borð við matarskáp, og settist á rauða brek- ánið. Hún sat þar lengi. Öskjurnar, sem hún geymdi refinn í, lágu á rúminu. Hún opnaði lásinn í snatri, svo snarlega að framhald á 16. síðu

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.