Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 12
10
MÆÐRABLAÐIÐ
Almannatryggingar
Framhald af 7. síðu.
gjöldin á eftir efnum og ástæðum.
Og augljóst mál virðist þetta þegar
móðir, sem hefur aðaltekjur sínar
frá tryggingunum, sem sé barnalíf-
eyri, á að greiða sama gjald og kona,
sem fyrir engu hefur að sjá nema
sjálfri sér og hefir 12—14 hundruð
krónur á mánuði eins og ýmsar kon-
ur hafa nú, svo þeir aðilar séu bornir
saman. 25 kr. eru ólíkt meira virði
fyrir þ áfyrrnefndu. Að ekki sé tal-
að um þá óhæfu að fjölskyldubæt-
urnar skuli ekki ná til einstædings-
mæðra, sem fá barnalífeyri greidd-
an. Hugsum okkur ekkju með 4 born
og 760 kr. á mánuði í tckjur, hun
fær engar fjölslcyldubætur, en kar-
maður sem býr með konu giftur eða
ógiftur fær við 4. barn fjölskyldu-
uppbætur, þó að hann væri milljóner
og tekjur hans skiptu mörgum þús-
undum á mánuði.
Sá er bundinn sem barniÖ geymir.
Að minnsta kosti tíunda hvcrt
barn á landinu er á framfæri og í
umsjá einstæðingsmæðra. Er því
nokkuð í húfi hvernig tckst til um
uppeldi þeirra bæði andlegt og
líkamlegt. Því aðeins er hægt að
vænta þess að þessar mæður leysi
hlutverk sitt vel af hendi, að þær
búi við svo sæmileg fjárhagsleg
skilyrði að þær og börnin líði ekki
skort á neinu og að þær geti gefið
sig mikið til óskiptar að umönnun
heimilis og barna. Sú krafa, að ein-
stæðingsmæður með börn á framfæri
eigi rétt á styrk nægilega háum fyr-
ir þörfum heimilisins, skýrskotar því
ekki minna til skynsemi og réttlæt-
iskenndar en mannúðar löggjafans.
Það er fjarri því að við teljum
eftir hraustri móður að vinna á borð
við aðra þegna þjóðfélagsins, en viö
mótmælum því aö stöðugt sé þess
krafist af mó'ður, sem er einstæðing-
ur með börn sín að hún vinni tvö-
falt verlc; eigi bæði að vinna fyrir
þörfum heimilisins og annast um
uppeldi barnanna. Hann er enn í
fullu gildi gamli málshátturinn að sá
er bundinn sem barnið geymir.
Móðir, sem hefir 3, 4, eða 5 börn
að annast um hefir fullkomið verk
að vinna. Móðir með 2 börn er
einnig bundin við að annast um þau
ef vel á að vera. Jafnvel móðir með
eitt barn á unga aldri, er bundin
við að gæta þess og getur því að-
eins unnið fyrir brauði sínu og
barnsins að einhver annar gæti þess
á meðan.
Sú löggjof, sem hægt er að viður-
kenna sem viðunandi tryggingu fyr-
ír afkomu einstæðingsmæöra cr að
þær eigi rétt á styrk, sem nægi til
fullrar framfærslu, hvort sem styrk-
urinn kallast trygging, lífeyrir, bæt-
ur, meðlög eða mæðralaun. Og eng-
inn efnalaus heimilisfaðir getur talið
sig öruggan, né verið áhyggjulaus
um heimili sitt, nema að kona hans
Hvíldarvihan
Hún var líkust fögru ævintýri
þcssi septembervika á Laugarvatni s.
1. haust. Eins og góðar huldukonur
hefðu komið á móti okkur þar inn-
an úr dalnum og lagt óskasteina í
lófa okkar og gefið okkur óskirnar.
Mig minnir líka að það hafi veriö
sólskin hvern einasta dag, og að það
hafi verið angan af ungum birki-
greinum og grænum skógi, að kvöld-
in hafi verið dul og rökkvuð með
tunglskinsgliti yfir bláu vatni.
Ég er ekki viss um að allar þær
konur, se mþá dvöldu á Laugarvatni,
séu mér bókstaflega sammála, en eitt
er víst, það voru dásamlegir dagar,
sem við áttum þar saman, — hvíld
hressing, ánægja og eining. Allur sá
stóri hópur, milli 60 og 70 ólíkar
og ókunnar konur, færðust með
hverjum degi æ þéttar saman í sam-
hug og góðvild án nokkurs hrjúf-
leika.
Og óskirnar rættust og uppfylltust
hver af annari og áhyggjurnar
strukust burtu strax fyrir sólskininu
austur á Hellisheiði og svipmikil
fjallasýn og náttúrufegurð blasti
við hvert sem litið var.
Svo var það næst, við áttum að
vera fjórar saman í herbergi og
hér vorum við þrjár. Bara að við
yrðum nú heppnar með þá fjórðu.
Og þarna var þá Sigrún að leita sér
að herbergisfélögum. Alltaf jafn ung-
leg, þótt hún eignaðist 20 dætur,
reyndar voru þær ekki nema 15.
og börn eigi slíkt í vændum ef hans
missir við. Það ættu allir aðilar að
vita.
Við skulum vona að það Al-
þingi, sem kosið verður til 30. júní,
sjái sóma sinn í að breyta löggjöf-
inni í það horf og að því getum við
konur unnið hvar á landinu sem við
erum. Við ættum að gera frambjóð-
endunum það kunnugt að atkvæði
okkar sé því skilyrði bundið að rétt-
ur konunnar og kjör séu ekki fyrir
borð borin á alþingi. Og atkvæði
okkar kvennanna eru jafngild at-
kvæðum karlmannanna.
Katrín Pálsdóttir.. .
d Laugarvatni
Úti í slcógi.
Jæja, ætli hún eigi samt ekki skil-
ið að 'fá vikuhvíld — og svo
slógum við okkur saman um
herbergið sem eftir var úti í skála,
allar fjórar svo hjartanlega ánægðar
hver með aðra! (Svona hefur það
vist verið í hinum herbergjunum
líka). Stundvíslega kl. 8 á morgnana
fóru þær svo Sigrún og Margrét í
gufubaðið, en á meðan sváí'um við
Dóra, en þegar þær komu aftur
skellihlægjandi og alveg eins og tví-
tugar blómarósir, höfðum við engan
frið til að sofa lengur og svo lang-