Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 18

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 18
16 MÆÐRABLAÐIÐ Frá skrifstofu mæðrastyrksin. Framhald af 15. síðu. sýnt málum þeirra þann skilning að veita þeim meðlögin að láni, í trausti þess, að samningar takist síðar við hlutaðeigandi ríki um framfærslu þessarra barna. Er mér ekki kunnugt um að það sé gert annarsstaðar á landinu. Meðalmeðlög hafa nú verið færð til meira samræmis, en áður var, þannig, að meðlögin í sveitum og kaupstöðum utan Reykjavíkui' hafa hækkað, víða mikið, en hinsvegar staðið í stað hér í Reykjavík. Fyrst á striðsárunum, þegar meðalmeðlag í Reykjavík var í hæstu aldursflokk- um 50 kr. á mánuði, mun það hafa vei'ið miðað við % af dvalarkostnaði á barnaheimili hér, sem þá var 75 kr. á mánuði, en er nú orðinn nærri 300 kr. Hinsvegar nemur nú meðal- meðlag rúml. 160 kr. á mánuði, og skortir því töluvert á að þetta hlut- fall hafi haldist. Eitt er það ákvæði í lögum, sem oft kemur hart niður á efnalitlu fólki, að þegar kona, sem meðlög tekur skv. úrskurði, gengur í hjóna- band eða sambúð, fellur um leið niður skylda dvalarsveitar til greiðslu meðlaga fyrir barnsföður, svo fram- arlega sem sambýlis- eða eigin- maður hefur þær tekjur, að hann borgi tekjuskatt, eða á skuldlausa eign, er nemur ákveðinni upphæð. Það er ekki að efa, að þetta ákvæði dregur oft verulega úr möguleikum einstæðra kvenna til þess að skapa börnum sínum sómasamlegt heimili, því að þótt móðirin eigi eftii' sem áður aðgang að föðurnum um með- lögin, er innheimta oft vonlaus eða slíkum erfiðleikum bundin fyrir ein- staklinga, að rétturinn er lítils eða einskis virði. Hinsvegar er ekki nema eðlilegt, að tilvonandi maki eða sambýlismaður með lágar tekjur horfi í það, að taka að sér að fullu að framfæra börn konunnar. Hefði frá upphafi þurft að miða við tölu- vert hærri tekjur mannsins en gert er. Að lokum skal aðeins á það minnst, að þegar tryggingarlögin nýju koma til framkvæmda, mun verða gagnger breyting á fram- kvæmd og skipan framfærslumála frá því, sem nú er. Skrifstofa Mæðrastyrksnefndar er í Þingholtsstræti 18. Er hún opin alla virka daga nema laugardaga kl. 3—5 e. h. Á þriðjudögum er lög- fræðingur nefndarinnar þar til við- tals á sama tíma. Auður Auðuns. SJíBgfrú ElriES Framhald af 13. síðu. hún leit ekki á refinn, og lét hann í öskj- urnai'. En þepfar hún lafíði lokið yfir heyrð- ist henni, að. verið væri að gráta. Höfundur þessarar smásögu, Katharine Mansfield (1888—1923) fæddist í Welling- ton, New Zeland. Á ungum aldri fór hún til Englands og hlaut menntun sína í Queen’s College í London. Fyrstu sögur hennar og ritgerðir birtust í The New Age. Alla ævi þjáðist hún af heilsuleysi og ieitaði sér linkindar til veðráttufars ýmsra landa. Aðeins þrjár bækur hennar komu út að henni lifandi. Fjórar konui síðar út, ásamt bréfum hennar og dagbókum. Kunnust af verkum hennar eru: Bliss, The Garden Party, The Dove’s Nest, The Little Girl, Aloe og Letters and Journals. Kather- ine Mansfield hcfur skipað sér rúm mcð ágætustu smásagnahöfundum síðari tíma. Sögukorn það, sem hér birtist, er tekið úr The Garden Party. — Þess ber að geta, að þýðingin er gerð í flaustri, og munu kunnáttumenn sjá merki þess, enda má segja um þýðendur, að sínum augum líti hver á silfrið. Eiríkur Albertsson. Vöflusaumur og efuið b hann Framhald af 14. síðu. nema þá um því þykkara efni sé að ræða. Eftir að hafa sett deplana á efnið, og sé það gert á því sem inn snýr á dúknum, eru þræddar beinar línur milli deplanna, og sé það gert með tvinna. (1. mynd). Byrjað með hnút og- auka- spori og síðan tekið mjög lítið af efninu upp á nálina. Þegai' allar línurnar eru þræddar upp eftir uppdrættinum, eru þræð- irnir dregnir saman, og þess gætt að hlut- — föllin séu rétt. Er þá gott að festa hinum enda garnsins á prjón, en athuga þó, að ekki sé svo þétt dregið saman, að nálin komist ekki hægiega á milli fellinganna. Þetta sýnir 2. myndin. 3. myndin sýnir hér um bil öll spor, sem notuð eru í vöfiusaum. Á kjólnum, sem 4. mynd sýnir, eru þessi spor, en uppdrætt- irnir geta skift hundruðum. (A) á 3. mynd sýnir kasalspor. Bvrjað frá vinstri hlið og tekin ein felling í einu, en gæta skal, að garnið sé ávallt fyrir neð- an nálina. (B) á 3. rnynd er sáumað að mestu leyti Telpukjóll meö vöflusaumi. eins, nema nú er garnið á víxl fyrir ofan og neðan nálina. (C) á 3. mynd sýnir býflugnavef, unnið 1. mynd. frá hægri til vinstri, og séð um að fyrstu sporin standi beint fyrir neðan þau neðstu (mynd B); síðan haldið áfram sitt á hvað, þangað til bekkurinn er nógu bi'eiður. l-d -Hhv 2. mynd. Eins og áður er talað um, eru flestir uppdrættir í vöflusaum myndaðir úr þess- um sporum. Hinu getur hver ráðið, hvernig hann raðar þeim niður. T. d. er fallegt a litlum telpukjól að hafa fleiri rendur fyrir neðan mittið, þegar blússan er slétt og rykkt pils. 3. mynd.

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.