Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 16

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 16
14 MÆÐRABLAÐIÐ DÝRASTA ÞJÓDAREIGNIN Fyrir allmörgum árum síðan átti ég eitt sinn tal um uppeldismál við einn þekktan borgara þessa bæjar. Sannarlega óskaði hann æsku þessa lands alls góðs, en honum fannst það hreinasta firra, að þjóðfélagið skipti sér nokkuð verulega af uppeldis- málunum, og hann sagði við mig eitt-' hvað á þessa leið: „Það getur blátt áfram ekki verið alvara yðar, að þjóðfélagið eigi börnin og beri á- byrgð á því að svo og svo miklu leyti, hvað úr þeim \ei'ður.“ Vitan- lega hafði ég nú ekki haldið því fram, að þjóðfélagið eitt ætti hér hlut að máli, heldur hinu, að tveir aðilar, foreldrar og þjóðfélag stæðu að börnunum og bæru báðir jafna á- byrgð og ættu enda jafnmikið í húfi um það, hvernig útkoman af uppeld- inu yrði. Síðan þetta samtal fór fram hafa orðið miklar breytingar hér á landi í flestum efnum, og þá líka á afstöðu manna til uppeldismálanna. Vil ég benda á tvö atriði, sem sýna það, að skoðanir manna færast óðum í þá átt, að þjóðfélagið verði sjálfs sín vegna að gerast miklu sterkari og róttækari aðili að uppeldi æskunn- ar, en áður hefir tíðkast. Annað er hin sívaxandi lausung, drykkjuskap- ur og glæpir meðal ungmenna, sér- staklega í Reykjavík. Er það auð- séð, að hér geta ekki einstök heim- ili rönd við reist, þó þau séu öll af vilja gerð, og jafn auðséð, að önnur heimili gera enga tilraun til þess og eru þess vegna óhæf til þess að hafa börn og unglinga undir hönd- um. í báðum tilfellunum verður þjóðfélagið að koma til hjálpar, það verður að rannsaka sjúkdóminn frá rótum og nota síðan þau læknislyf, sem líkleg eru til að koma að haldi. Fleiri og fleiri raddir heimta nú aðgerðir í þessa átt af hálfu hins opinbera, þar sem auðséð er að ein- staklingurinn stendur hér varnar- laus. Hitt dæmið, sem ég vildi nefna, er hin nýja skólamálalöggjöf, sem legið hefir fyrir Alþingi, og að nokkru leyti er þegar búið að sam- þykkja. Þar gengur ríkið miklu lengra en áður hefir þekkst í því, að sjá um, að hvert barn og ung- lingur, sem elst upp í þessu landi fái staðgóða undirbúningsmenntun, eft- ir því, sem gáfur og hæfileikar standa til, og eigi síðan auðvelt með að leita sér frekari menntunar. 1 raun og veru má segja, að hér sé um slíkt Grettistak að ræða, að ef hægt verður að koma lögunum í sæmilega framkvæmd á næstu árum, þá sé líklegt að þar sé að verulegu leyti fundin bótin við þeim voða, sem lýst var hér á undan, hinni siðferðilegu hættu, sem að íslenzkri æsku steðjar nú. En þá vaknar eðlilega þessi spurning: borgar það sig fyrir þjóð- félagið, að leggja fram svo stórkost- legar fjárhæðir til hluta, sem ekkert gefa af sér og ekki standa í neinu sambandi við framleiðslu eða arðbær fyrirtæki. Með foreldrana er allt öðru máli að gegna, því að það er kærleikurinn til barnsins fyrst og fremst, en engin ábatavon, sem knýr þau til fórna fyrir það. Þessari spurningu vildi ég svara með nokkr- um orðum. Ef við ættum að svara þeirri spurningu, hvað okkur Islendinga skortir mest nú, þá mundu svörin sjálfsagt verða mörg, en við nánari athugun mundum við þó líklega flest verða sammála um, að fátt vantar okkur eins tilfinnanlega, eins og duglegt, samviskusamt fólk, sem kann sitt starf og rækir það með alúð. Við höfum lesið um það í blöð- unum, að á næstu árum mu'ni okkur vanta fjölda verkfræðinga á ýmsum sviðum, lærða iðnaðarmenn vantar í flestum greinum, ekki síst í sam- bandi við byggingar, vélstjóra vant- ar á skipin, lækna og hjúkrunarkon- ur um allt land. En auk þessa lærða fólks er mikill skortur á fólki til daglegrar vinnu, það vantar sjó- menn á flotann okkar, fólk til land- búnaðarvinnu og til allskonar vinnu, sem heimilin þurfa með, og þó er kanske engu síður skortur á því, að fólk kunni þá vinnu, sem það tekur að sér og leysi hana vel af hendi. Þar sem svo er ástatt í þjóðfé- lagi, og hér hefir verið iýst, hversu mikils virði verður þá ekki hver maður og kona, sem tekist hefir að ala þannig upp, að þau kunni það starf, sem þau taka að sér og skilji þær skyldur, sem hverju starfi eru samfara. Og að hinu leytinu, hversu mikið er ekki tjón þjóðfélagsins við hvert mannslíf, sem fer forgörðum, hve óbætanlegt tjón að missa hóp«. af unglingum út í soll, svall og iðjuleysi, sem áður en varir lamav starfsorku þeirra, sviftir þau allri vinnugleði og gerir þau að mein- semd á þjóðarlíkamanum. Því er það, að hér verða állir að taka sam- an höndum, foreldrar og þjóðfélag og bjarga því, sem bjargað verður af dýrmætasta þjóðarauðnum, hinni uppvaxandi kynslóð. Engar fórnir eru þar of stórar, aldrei of mikið í sölurnar lagt. Aðalbjörg Sigur'öardóttir. Vöflusaumur og efniö í hann Við vitum öll að vöflusaumur er gömul handavinna, svo gömul, að jafnvel fyrir þúsund árum voru þjóðbúningar Engil- saxa útsaumaðir með honum, og Thomas Hardy nefnir hann í bændasögum sínum frá eldri tímum. Enn þann dag í dag er vöflusamur mikið notaður, cnda þótt tízk- an heimti önnur efni í hann, miklu fín- gerðari og þynnri en áður voru notuð. Áður var notað svo gróft efni, að oft var hægt að draga þræði úr. Nú á tímum teiknum við uppdrætti, sem lagðir eru á efnið, og strokið yfir með heitu járni, eða við teikn- um í efnið sjálft, notum blýant og reglu- striku. í útsauminn má nota allskonar garn, aðeins að litirnir eigi vel við efnið. Grænt, blátt, gult og bleikt á vel víj hvít. eöa Ijós efni. Sterkir litir, hárautt eða dimm- blátt á aftur á móti betur við brúnt cða Ijósgult efni. Efnið verður alitaf að vera þrisvar sinn- um meira en áætlað er að flíkin sé víð, Framhald á 16. síðu.

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.