Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 9

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 9
MÆÐRABLAÐIÐ dánarbæturnar. í landi, þar sem sjó- mennskan er stærsti og þýðingar- mesti atvinnuvegur þjóðarinnar og svo áhættusamur lífi þeirra sem sjó- mennskuna stunda að jafnast getur á við það að vera á vígvelli, er líf sjómannsins metið á kr. 3000,oo — þrjú þúsund krónur — með núgild- andi vísitölu kr. 8.550,00. — Tölur geta verið kaldhæðnar á stundum. Ekkjubótunum varpað fyrir borð. Ein af meginkröfum mæðrastyrks- nefndar hefir frá upphafi verið krafan um mæðrastyrki og mæðra- laun, þ. e. krafa um að einstæðings- mæður ættu rétt á styrk, sem nægði til framfærslu þeirra og barna þeirra. Styrkur, sem væiá ekki sömu reglum háður og venjulegur fram- færslustyrkur, heldur væri hann við- urkenning á því að móðir, sem væri ein að ala upp börn og ann- aðist þau, væri að vinna starf, sem væri í raun og veru launavert, og að það væri ekki síður í þágu þjóðfé- lagsins en móðurinnar sjálfrar, að slíkt starf lánaðist vel. Árangurinn af þessari baráttu Mæðrastyrksnefndar var sá, að 1934 var komið inn í framfærslulögin lcaflanum um ekkjumeðlög, en sam- kvæmt honum gátu ekkjur fengið úrskurðað meðalmeðlag með börnum sínum, en bæjar- eða sveitarfélög greiddu meðlögin. Þessi meðlög voru þó ekki nema föðurhluti mcðlagsins, eða sem svar- aði % hlutum af fullri meðgjöf barnsins. Mæðrastyrksnefndin hélt því enn áfram baráttunni fyrir mæðralaunum. Það er: viðbótarstyrk til móðurinnar, sem gerði hcnni mögulegt að halda saman heimili án þess að leggja á sig tvöfalda vinnu, bæði að annast um heimilið og vinna fyrir þörfum þess að all- miklum hluta. Barátta nefndarinnar hefir þó ekki borið sýnilegan árang- ur fyr en frumvarpið um almanna- tryggingar kom fram á Alþingi í liaust. Þar var þetta mei’kilega ný- mæli, og kallaðist ekkjubætur, sem átti að tryggja ekkjum með börn á framfæri ákveðna upphæð árlega, þessi réttur gat einnig náð til ó- giftra mæðra með 2 eða flciri börn, svo og fráskilinna mæðra. Þessar bætur voru að vísu lágar, 600,oo kr. á ári á fyrsta verðlagssvæði eða kr. 141,50 á mánuði með núgildandi vísitölu, en þær fólu í sér viöurkenningu á starfi móöurinnar á heimilinu, og því vo'ru þær mjög mikils viröi. Það hefði verið ástæða til að Alþingi hækkaði þessar bætur og Mæðrafélagið í Reykjavík leyfði sér að skora á Alþingi að hækka þær upp í 100 kr. í grunn á mánuði eða sama og ellilaun og örorkubætur til einstaklinga. I stað þess að taka slíkt til greina felldi hið virðulega Al- þingi þær alveg niður nema fyrsta ekkjuárið, eins og fyrr getur. Þegar þessi aðferð þingsins kvis- aðist, mótmælti Mæðrastyrksnefndin, Mæðrafélagið, Kvenréttindafélag Is- lands og auk þess skrifuðu um 40 af þekktustu konum í Rcykjavík undir mótmæli til Alþingis gegn því að fella ákvæðið um ekkjubætur niður. Ekki sá þó Alþingi sér fært að taka þessi mótmæli til greina. Barnalífeyririnn. I útvarpsumræðunum frá Alþingi þar sem þetta mál bar á góma töldu sumir Alþingismenn að hagur mæðra og barna væri tryggður, og bentu á barnalífeyrinn. Því hefir og víðar verið haldað fram. Það skal ekki gert lítið úr bai'na- lífeyrinum síst nú þegar tryggingin gL’eiðir hann. En barnalífeyririnn eð aöeins fööurhluti meölagsins mcö barninu. Þetta undirstrikar löggjaf- inn með því að heimta alla upphæð- ina cndurgreidda af barnsföður sé hann á lífi, og ennfremur með því ákvæði í lögunum að þegar móðirin er dáin þá bætir tryggingin allt að 50 % við hinn fasta barnalífeyrir. Pannig staöfestir löggjafinn sjálfur aö barnalífeyririnn sé aöeins % hlutar af raunverulegum fram- færzlukostnaöi barnsins, og í reynd- inni mun hann vera tæplega þaö, aö minnsta kosti í Reykjavík, eins og tölurnar sýv.a bezt. Á fyrsta verðlagssvæði verður barnalífeyrir kr. 190,oo á mánuði, en á öðru verðlagssvæði kr. 141,50. með núgildandi vísitölu. Lesand- inn getur svarað því sjálfur hvort hann treystir sér til að veita barni allar þarfir fyrir þá upphæð? Á fósturheimilum Sumargjafar í Reykjavík er meðlagið kr. 300,oo á mánuði auk fata og þó er reksti'arhalli á þessum heimilum. Tekjur þær sem barnalífeyririnn veitir lieimili móður með 3 börn er kr. 570,oo á mánuði með núgildandi vísitölu og móður með 4 börn kr. 760,oo á mánuði. Öllum, sem nokkra vitneskju hafa um hvað raunveru- lega kostar að lifa, hlýtur að vera ljóst að það er eklci hægt aö lifa á barnalífeyri trygginganna eingöngu, móöirin veröur enn sem fyrr aö gera annaö tveggja aö leggja á sig tvö- falda vinnu eða hún verður áfram- haldandi að auðmýkjast til að fá framfærslusiyrk af sveitinni. Hver er höfuðtilgangur almanna- trygginganna. Það verðui’ að harma það að tryggingarnar skuli ekki veita ein stæðingsmæðrum með börn á frarn- færslualdri meira öryggi en raun er á, sem þó hefði átt að vera höfuðat- riði í þeim. Og satt að segja er nokk- uð erfitt að átta sig á hver hefir verið höfuðtilgangurinn með löggjöf- inni. Var það ef til vill aldrei aðalatriði að veita fyrst og fremst þeim, sem lakast eru settir, fjárhagslegt ör- yggi? Eða er löggjafinn svona fjarri þvi að þekkja hvað raunverulega kostar að lifa? Eða er það einfald- lega vegna þess að hér eiga hlut að máli umkomulausar konur; þolinmóö- ustu og kröfuminnstu kjósendur, sem til eru? Slíkar og þvílíkar spurningar hljóta að vakna við íhug- un þessara laga. Eitt er víst, að skrítin eru rökin hjá löggjaf- anum, þegar um mat á störfum kvenna er að ræða. Þá finnst manni cinnig „réttlætið“ mjög vafasamt. Stundum getur sem sé „jöfnuðurinn“ verið ranglátur eins og þegar ríkir og fátækir eiga að greiða jafnt. Það er að vísu réttlátt frá sjónar- miði einstaklingsframtaksins að all- ir borgi jafnt fyrir sama hlutinn og engum dettur í hug að áfellast bíó- eigendurna fyrir að selja ekki lágtekjufólki ódýrara inn á bíóin. En í þjóðfélaginu gilda aðrar reglur og eru eldri en hugmyndin um al- mannatryggingar, það cr að leggja framh. síðu 10

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.