Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 5

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 5
MÆÐRABLAÐIÐ 3 r Valdemarsdóttur IIliiii 9. desemlier 1945 áttu að lesa kvæði eftir sig yfir borðum. Þá heyrði ég Laufeyju fyrst lesa kvæði og þótti mér það bera af öllum hinum. Síðan liefir mér alltaf fundizt það skaði, að hún skyldi leggja skáldskapinn á hilluna. Þá verð ég að geta þess, að smekkvísari konu en Lauf- eyju þekkti ég ekki. Hún hafði yndi af fögru umhverfi, og allt sem hún keypti, bar vitni um fágaðan smekk. Laufey gekkst fyrir stofnun Mæðrastyrksnefndar- innar og var formaður hennar til dauðadags. Ég kveð Laufeyju með þaiddæti fyrir kynningu okk- ar, og fyrir allt það, sem hún gerði fyrir þá fátæku og smáu og þá, scm í skugganum sitja. Guð blessi minningu hennar. Guörún Pétursdóttir. Mér er ljúft að minnast hér með örfáum orðum Laufeyjar Valdemarsdóttur. Hún er ein þeirra, af samferðamönnunum, sem mér þykir vænt um og met mikils, ein þeirra sem ég er þakk- lát fyrir að hafa kynnst. Ég var ung að aldri og lífsreynslu, ókunnug og óvön allri félagastarfsemi er ég kom fyrst hér til Reykja- víkur. Samt leið ekki á löngu þar til atvikin liöguðu því svo, að ég fór að taka þátt í kvenfélagastarfsemi bæjarins, þar sá ég Laufeyju Valdemarsdóttur fyrst og varð hún mér fljótt kær. Mér virtist hún, þótt lítið þekkti ég hana, bæði vitur kona og góðgjörn og auk þess leyndi það sér ekki, að hún var menntuð kona. Sú mynd af henni eða það viðhorf tii hennar, breytt- ist ekki, þó kynning mín af henni yrði nánari — aðeins skýrðist og stækkaði. Nánustu kynni mín af Laufeyju Valdemarsdóttur voru í sambandi við störf Mæðrastyrksnefndar. Þar unnum við saman í mörg ár. Þar sem annarsstaðar, var Laufey Valdemarsdóttir óþreytandi að vinna fyrir hina minni máttar. Þangað var komið með allskonar málefni og allra vandræði, hvaða tegundar sem voru, reyndi hún að leysa. Öllum, sem til hennar leituðu, hvernig sem þeir voru, rétti hún höndina með sömu ástúðinni og skilningnum og reyndi að greiða úr vand- ræðunum á þann hátt, sem best var. Móðureðlið var svo ríkt í henni að hún vildi hlynna að öllu, sem lífsanda dró, — ,,hvar sem lítið lautarblóm langaði til að gróa“ vildi hún hjálpa. Störf hennar í Mæðrastyrksnefndinni eru öll- um svo kunn að óþarft er að fara um þau mörgum orð- um. Eitt var það í skapgerð Laufeyjar sem ég dáðist mest að, og sem mig langar til að fara nokkrum orðum um, það var sáttfýsin, eða ef til vill væri réttara að segja, hinn djúpi skilningur hennar á manneðlinu og mikli mannkærleiki. Það fer aldrei hjá því að sitt sýnist hverjum, er marg- ir vinna saman, enda kom það ósjaldan fyrir í félögum þeim sem hún veitti forstöðu. En ætíð var það svo, ef sundurþykkja hafði risi ðmilli hennar og einhverra, og það jafnvel þó andstaðan gegn henni væri nokkuð hörð og óvægin, að þegar hún hafði tóm til, reyndi hún að hugsa málið, ekki í reiði eða óvildarhug, heldur í því skyni að skilja andstööuna. Hún setti sig í spor þess, er hún hafði deilt við og hugsaði málið frá hans sjónar- miði og viðhorfum og venjulega hætti hún ekki fyrr, en hún skildi andstæðinginn — og að skilja er að fyrirgefa — stendur einhversstaðar, enda var hún ætíð búin ao fyrirgefa andstæðingnum, er hún hafði slcilið hann, jafnvel var þá oft svo að heyra, sem henni þcctti vc:nt um hann. Ég hefi engan þekkt, sem komist hefur nær því erfiða takmarki, sem Kristur setti mönnunum með orð- unum: „Elskið óvini yðar o. s. frv.,“ en hana. Og nú ætla ég að segja ykkur ofurlitla sögu. Það var daginn sem andlátsfregn Laufeyjar Valdemarsdótt- ur barst um bæinn. Ég kom til konu hér í bænum. Hún er ekki ein þeirra, sem Laufey hefur hjálpað, en að sjálfsögðu þekkti hún lífsstarf Laufeyjar. Þegar, cr ég hafði heilsað henni, sagði hún og það var hiti og þróttur í röddinni: „Foringinn fallinn, — fallinn suður á Frakklandi, hvílíkt reiðarslag fyrir okkur íslenzku konurnar, það er eins og við höfum verið í striði. Hún (þ. e. L. V.) fór út í lönd til að vinna fyrir okkur, eins og hermenn annara þjóða fara að vinna fyrir sín lönd. Enginn -veit hve nærri sér hún hefur tekið þessa ferð. Aðrar þjóðir reisa sínum föllnu hetjum minnis- varða, nú eigum við íslenzku konurnar allar, hvar sem við eigum heima á landinu, að taka höndum saman og reisa Laufeyju Valdemarsdóttur minnisvarða. Og ef við erum nógu samtaka allar, þarf þetta ekki að vera svo mikið Grettistak.“ Þessum orðum konunnar vil ég beina til allra íslenzkra kvenna. Að endingu þakka ég Laufeyju Valdemarsdóttur allar samverustundirnar og bið henni blessunar Guðs. Steinunn Bjartmarsdóttir

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.