Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 6

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 6
4 MÆÐRABLABIf) Umkomulausir íslendingar Mæðrablaðið hefir meðal annars þann tilgang að kynna lesendunum störf Mæðrastyrksnefndar og þau mál, sem hún hefur borið fyrir brjósti og látið til sín taka. í þessari grein verður lítilsháttar rætt um eitt þessara mála, en það er aðstaða þeirra kvenna, sem átt hafa börn með setuliðsmönnum á undanförnum árum, og um við- horf okkar allra sem einstaklinga og samborgara til þessara barna, sem komin eru inn í þjóðfélag okkar, að því er virðist í óþökk svo margra. En þessi börn eiga framtíðargæfu eða ógæfu sína undir því, af hvað mikilli mannúð, drenglyndi og heil- brigðri skynsemi við, sem eldri ei*- um, tökum á málum þeirra. Rétt er að vekja þegar athygli á því, að hér er ekki um smámál að ræða, sem aðeins snertirnokkrarum- komulitlar stúlkur, sem öllum megi standa á sama um, og varnarlausu börnin þeirra. Ef betur er að gætt virðist meðferð þessa máls og af- greiðsla frá því fyrsta, koma okkur öllum við sem íslendingum. Flestum mun okkur svo farið að okkur hleypur nokkurt kapp í kinn, þegar við heyrum, að erlendir menn geri að ósekju á hluta okkar Lslend- inga, hvort sem heldur er hér á landi, eða úti í löndum þar sem leiðir íslendinga kunna að liggja. Þarf ekld annað en minna á, hvernig okkur hefir líkað, þó ekki hafi ver- ið höfð um það mörg orð, þegar er- lendir menn hafa vegið íslendinga. Þegar við hugsum um það, skilst okk- ur að það er eitt af sjálfstæðismálum Islendinga að geta veitt börnum landsins sem besta vernd og að sæmd íslands út á við krefst þess að ríkis- valdið geri sitt ýtrasta til þess að láta ekki traðka á rétti þeirra. Sérstaklega virðist þörf á að standa vel á verði fyrir þá, sem umkomulausastir eru og síst færir um af eigin rammleik að koma fram rétti sínum í viðskiptunum við út- lendingana. En gangur barnsfaðernismála á hendur hinum erlendu mönn- um hefir í stuttu máli verið þessi: Eftir að stúlkurnar höfðu snúið sér til íslenzks yfirvalds (hér í Reykja- vík til sakadómara) og gefið skýrslu um málið, var réttum hern- aðaryfirvöldum tilkynnt, og þau önn- uðust svo um að viðkomandi maður væri yfirheyrður og spurður um hvort hann vildi liannast við fað- ernið og greiða meðlag til barnsins. Varla er annað hægt að segja en að þessa ryfirheyrslur hafi verið nokkuð losaralegar og fremur til málamyndar, en til þess að leiða sannleikann í ljós. Jafnvel þótt mað- urinn þrætti ekki fyrir samfarir við stúlkuna á getnaðartíma barns- ins, virðist neitun hans á faðerninu hafa verið athugasemdalaust tekin gild, og yfirleitt virðist alls ekkert tillit hafa verið teliið til þess, þó að stúlkan gæti stutt mál sitt með sterkum líkum. I mjög möfg- um málum, þar sem máls- atvik voru slík, að maðurinn hefði samkvæmt íslenzkum lögum og rétt- arvenjum verið dæmdur faðir barns- ins, eða stúlkunni að minnsta kosti dæmdur fyllingareiður, varð tóma- hljóðsleg neitun hins erlenda manns síðasta orðið á réttarfarslegum vett- vangi. Dæmi eru meira að segja til þess, að manni, sem viðurkennt hafði faðernið fyrir presti hér heima og sjálfur haldið barninu undir skírn, hélst uppi, þegar út var komið, að þræta fyrir faðernið. Vafalaust liafa íslenzk yfirvöld átt erfitt með að liafa nægilega sterka hönd í bagga um þessi mál, enda virðist vanta mikið á að kapp hafi frá byrjun verið lagt á það; mátti það þó gjarnan vera okkur nokkurt metnaðarmál, að orð og eiðar hins íslenzka málsaðila yrðu ekki minna vert en útlendingsins, og það engu að síður þó að oftast ættu í hlut snauðar og umliomulausar stúlkur. Virðing íslands hefði ekki orðið minni þó að viðkomandi mönnum hefði einarðlega verið komið í skiln- ing um að hér væri mannúðleg og skynsamleg löggjöf um þessi mál, og að við vildum ganga ríkt eftir að okkar lög og réttarvenjur væru í heiðri hafðar. Enda stríðir það á móti siðgæðishugmyndum allra sæmi- legra íslendinga, að menn gerist þeir ódrengir að þræta fyrir sín eigin af- kvæmi. Almenningsálitið liefir dæmt rangan eið í þeim sökum, sem eitt hið versta verk og skuggi hans hefir fylgt lítilmenninu fram á grafar- bakkann. Sumir munu líta svo á, að hér sé um hégómamál eitt að ræða, engu skipti fyrir neinn, hvort frásögn barnsmóður um faðernið sé tekin trúanleg eða ekki, það sé alveg nóg, ef þær fái einhversstaðar að, greiðslu með barninu, sem svarar föðurmeðlagi. Því er þá fyrst til að svara að engum sæmilegum manni er sama um hvort orð hans eru rengd og enginn fáist til að trúa honum, þegar hann segir það eitt, sem satt er. En auk þess eru barnsfaðernis- málin tilfinningamál fyrir móður- ina, viðkvæmari og sárari en flest önnur geta verið. Fyrr á öldum, þeg- ar réttarfar var á allt aðra lund en nú, bar oft við að konur fóru land úr landi og legðu á sig hverskonar þrautir og erfiðleika til' þess að sanna faðerni barna sinna. Við Is- lendingar höfum ekki gleymt Hákoni gamla Hákonarsyni Noregskonungi,

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.