Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 8

Mæðrablaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 8
6 MÆÐRABLAÐIÐ Ný tiggfí um almannatryggingar ' Einn af verstu óvinum hins öreiga manns er öryggisleysið; óttinn við skortinn. I dag' hefir hann heilsu og atvinnu og er sjálfbjarga. Hvernig það verður á morgun? er hin kvíðafulla spurning. Mun atvinn- an haldast? Mun heilsan og lífið endast til að sjá heimili og börn- um farborða á meðan þörf gerist? Hvernig fer ef ómegðin vex? eða ef heilsan bilar eða lífið endist ekki, hvað tekur þá við fyrir konuna og börnin? Hvað tekur við fyrir honum sjálfum þegar hann hættir að geta unnið? Allar þessar spurningar valda hinum efnalausa manni, sem hefir ábyrgðartilfinningu, áhyggjum og kvíða, og ekki að ástæðulausu. Þau hafa ekki verið tilhlökkunar- efni, kjörin sem biðu þeirra, sem ekki voru megnugir sjálfir, að sjá fyrir nauðþurftum sínum. Það er því eðlilegt að ekkert liggi heim- ilisföður þyngra á hjarta en það, hvernig væri hægt að búa svo um, að ekkert væri að óttast, hvorki at- vinnuleysi né skort á meðan heilsa og líf entist og þó hvorutveggja þryti, þá væri konu og börnum borg- ið fullkomlega. Og ekki væri minni ástæða til að konan, móðirin, hefði áhuga fyrir að slíkt öryggi væri fyr- ir hendi, fyrir hana sjálfa og börn hennar. Menn reyna að skapa sér og sínum þetta öryggi, með því að aura saman. En sá sem ekkert á nema vinnu sína, kemst fljótt að raun um hve vonlaust það er að hægt sé að skapa sér öryggi á þann hátt. Hver dagur étur annan upp eins og kýrn- ar hans Faraós. Það er því engin lausn til, önnur en að allir þessir mörgu, sem eins er ástatt um, geri samfélagið þannig úr garði að það veiti hverju mannsbarni það öryggi sem hver einstakur þráir fyrir sig og sína. Almannatryggingarnar eru til- raun til að skapa slíkt þjóðfélagslegt öryggi. Það má því telja, að frum- varp það um almannatryggingar sem lá fyrir síðasta alþingi, og nú er orð- ið að lögum hafi verið eitt af merk- ustu málum þingsins. Spurningin er hversu mikið öryggi lögin veita. Tvímælalaust er mikill fengur í þessari löggjöf, því hún hefur vissu- lega inni að halda mörg nýmæli, sem veita almenningi aukin réttindi og öryggi. Ber þá fyrst að telja það, að samkvæmt hinni nýju löggjöf eiga öll meðlög að greiðast af tryggingun- um, sem síðan innheimtir þau hjá hinum meðlagsskylda föður, ef hann er á lífi, sé hann dáinn greiðir trygg ingin meðlagið engu að síður. Hingað til hafa bæja- og sveitafélög iiaft allar meðlagsgreiðslur í sínum höndum, og hefir það valdið margs- kopar óþægindum fyrir mæðurnar, ekki hvað síst hefir það torveldað ekkjum í fámennari plássum að ná rétti sínum til meðlags. Þá er það mikils um vert að elli- laun verða fullkominn réttur við 67 ára aldur og er þar með úr sögunni hið illræmda mat framfærslunefnda á styrlcþörf gamalmenna. Sami rétt- ur tilheyrir einnig öryrkjum, sem misst hafa 75 % af starfsorku sinni. Þá er og mikilsvert að konur ör- yrkja og manna, sem dæmdir eru til fangelsisvistar eða á drykkju- mannahæli og aði'ar hliðstæðar stofnanir eiga nú rétt til barnalíf- eyris (þ.e. meðlaga) á sama hátt og ekkjur. Fæðingarstyrkirnir eru einnig merkilegt nýmæli. Á hver móðir nú rétt á styrk er hún fæðir barn, nem- ur hann kr. 200 fyrir konur, sem vinna á heimilum sínum, en vinni móðirin utan heimilis, þ. e., sé hún fyrirvinna þess að meira eða minna leyti, fær hún 140 kr. í viðbót, hvort- tveggja að viðbættri vísitölu. Og loks eru svo fjölskyldubæturn- ar. Samkvæmt lögunum eiga foreldr- ar rétt til fjölskyldubóta við fjórða barn og svo fyrir hvert barn sem er fram yfir þrjú. Bæturnar eru kr. 400 á ári (með vísitölu kr. 1140,oo) á fyrsta verðlagssvæði (það er í bæjum með yfir 2000 íbúa) og kr. 300,oo ( með vísitölu 855,oo) á öðru verðlagssvæði, þ.e. í minni bæjum og sveitum. Þá á og ekkja með börn á fram- færi, rétt til bóta í eitt ár eftir að hún missir manninn. Öll eru þessi ákvæði, sem talin hafa verið, merkilegar umbætur svo langt sem þær ná og í fullu samræmi við kröfur þær sem mæðrastyrks- nefndin í Reykjavík hefir frá upp- hafi gert í þessum efnum, svo og al- þýðusamtökin, og ber að fagna því sem áunnist hefur. Ástæða væri til að minnast á kaflann um sjúkrabætur og slysa- bætur þó rúm blaðsins leyfi ekki að farið sé ýtarlega út í það. Um sjúkratryggingarnar skal þess þó getið, að þær veita rétt til dagpen- inga, sem nema kr. 7,50 á dag (kr. 21,37 með vísit.) fyrir heimilisföð- ur, (þ.e. kvænta karla) en kr. 5,00 (14,25 með vísit.) fyrir einhleypt fólk. Ein stétt manna er þó alger- lega undanslcilin rétti til dagpeninga, en það eru giftar konur, sem vinna heimilisstörf og eiga vinnandi menn, Það er ekki mikið gert úr vinnu konunar á heimilinu, það er gamla sagan. En skildi ekki fátækur dag- launamaður finna að hún er nokk- urs virði í peningum, þegar hann þarf að fá launaða hjálp á heimilið í veikindaforföllum konunnar eða jafnvel sjálfur að sleppa vinnu sinni, til þess að annast heimili og börn, eins og oft á sér stað, þegar engin hjálp er fáanleg, hvaða kaup sem boðið er. Tryggingin ætti þvi að borga húsmðurinni liæstu dagpen- inga eða sama og heimilisföðurnum, að minnsta lcosti þegar í hlut á kona lágtekjumanns sem ein annast um öll heimilisstörf sín. Þá stingur það mjög í augun í hinni nýju tryggingarlöggjöf hvað slysabætur eru lágar, einkum þó

x

Mæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.