Eining - 01.08.1954, Side 1
12. árg.
Reykjavík, ágúst—september 1954.
8.-9. tbl.
W& JT • 1 • /
Bagmdi 1
„En æskumenn eiga nú svo bágt, á
svo sérkennilegan hátt, að allir koma
ekki auga á þau bágindi“.
Þannig komst skólastjórinn á Flat-
eyri, Sveinn Gunnlaugsson að orði í
ávarpi, er hann flutti af andagift og
hjartahita á stórstúkuþinginu á ísa-
firði. Hann hafði óskað þess, að fá að
koma með hóp ungmenna úr barna- og
unglingastúkum inn á stórstúkuþingið,
svo að þau gætu séð heimilisbraginn
þar. Þetta var auðvitað sjálfsagt, og var
því haldinn opinn stórstúkufundur til
móttöku þessum kærkomnu gestum. —
Avarpi skólastjórans fylgdi mjög hress-
andi andblær, og bað ritstjóri Eining-
ar hann því um ávarpið til birtingar í
blaðinu, og fer það hér á eftir:
Háttvirti stórtemplar, kæru systur og
bræður.
Við, sem höfum unnið mikið að
kennslu barna og unglinga, og alllengi
unnið unglingareglunni það gagn, sem
okkur hefur verið unnt og aðstæður hafa
leyft, erum máske glöggskyggnari en
allur almenningur á það, hvar skórinn
kreppir að í högum og hugum æsku-
manna.
Mikið er talað og ritað um, hve sorg-
lega og hrapalega margt æskufólk hafi
nú ratað á ýmsar óhappaleiðir. Um leið
og við heyrum og lesum slíkt, dylst okk-
ur ekki: að ekki eitthvað, heldur allt,
sem unnt er, verður að gera hér til úr-
bóta.
Eg met Regluna svo mikils og trúi
svo á getu hennar, að eg tel hana standa
fremst í þeirri viðleitni, sem á sér það
að markmiði að ala einstaklinga og
þjóðir upp samkvæmt hugsjón hins
hreina lífernis, sem er markmið hvers
mannsbarns, — hvers guðsbarns.
En æskan á nú svo bágt á svo sér-
kennilegan hátt, að allir koma ekki auga
á þau bágindi.
velsæld
in eina verður alltaf: hin útrétta bróður-
og kærleikshönd.
Bræður og systur. — Nú veit ég að
þið skiljið af hverju hún var sprottin
málaleitunin um, að æskan mætti sækja
hér ykkar fund í dag.
Bágindi nútíma æskunnar eru fólgin
í því, sem almennt lítur út fyrir að vera:
velgengni, velmegun og velsæld.
En nú skal með örfáum orðum rök-
styðja þetta.
Áður var æskan kreppt af einangrun.
Nú er hún í voða vegna of mikillrar
nálægðar og of náinnar snertingar við
hinn stóra heim.
Áður átti æskan oft bágt vegna þess
að hana skorti: mat, klæði, ljós, skemmt-
anir. Nú eru bágindin fólgin í ofgnótt
og óhófi matar, klæða og skemmtana.
Æskan átti áður bágt vegna erfiðra
aðstæðna til menntunar, og margt
mannsefnið varð ,,úti“ — einmitt vegna
þess. En nú á æskan bágt,
af því að leiðirnar að lind-
um menntanna eru svo
auðveldar, og jafnvel ligg-
ur við að sumir séu neydd-
ir á þær leiðir.
Áður átti æskan sjaldan
eyris ráð til brýnustu nauð-
synja. Nú er æskan stödd
í voða vegna ofmikilla pen-
ingaráða og allt mat verð-
mæta að verða henni
ókunnugt.
Eitthvað á þessa leið er
nú statt. — Nútímaæskan
á bágt. En alla daga var
og verður bezta björgin,
þeim, sem bágt eiga — af
hverjum toga, sem bág-
indin eru spunnin—björg-
Æskan þarf að eiga kærleiksríka
bræður og systur meira en í orði, það
er svo takmarkað gagn að því, ef það
er ekki líka á borði.
Bróðernið og systurþelið þarf að
koma svo fram að æskan finni það í
handtakinu, sjái það í svipnum og ljóma
augnanna, og heyri það í orðum og
ávarpi.
Bræður og systur. — Mörg ykkar er-
uð þjóðkunn sem merkisberar góðs mál-
efnis. Vegna þess óskaði ég að þessi
hópur æskufólks mætti sjá ykkur og
heyra ykkur, kynnast ykkur persónu-
lega, þótt ekki væri nema aðeins ör-
stutta stund.
Viðhafnarbúningur íslenzkra
kvenna skartar jafnt yngismeyj-
um sem viröulegum frúm. —
Unga stúlkan, sem ber búning-
inn að þessu sinni, heitir Anna
Sigfúsdóttir. — Hún er nú gift
kona og er með manni sínum,
er stundar nám í Bandaríkj-
unum.