Eining - 01.08.1954, Side 5
EINING
5
bezta skemmtun. Nýja ávexti og súkku-
laði hafði bæjarstjómin í nesti handa
gestum sínum. Beztu þakkir okkar allra
hlaut hún fyrir gestrisni og ánægjulega
stund.
Að kvöldi þessa sama dags héldu svo
templarar á ísafirði okkur matarveizlu.
Eg er útásetningasamurmaður, en eg
fullyrði, að þessi veizla var fyrsta flokks
og veitendum til stórsóma. Á annað
hundrað manns sat veizluna, þar á
meðal ýmsir embættismenn og ráða-
menn bæjarins, og frúr þeirra. Setið
var undir borðum til miðnættis, ýmis-
legt var til skemmtunar, söngur, hljóð-
færasláttur og svo allmargar borðræð-
ur, en yfirleitt voru þær stuttar og ekki
þreytandi.
Þegar gengið var að borði, settist eg
einn míns liðs og beið þess, að einhverjir
af hinni öldruðu sveit kæmu og setcust
á auðu stólana mér til beggja handa,
því að sagt er, að hvað elski sér líkt,
en ungur kennari var mér þá svo vel-
viljaður að koma með hóp ungmenna
og setja umhverfis mig, og kunni eg
þeim félagsskap mæta vel, en auðvitað
er vafamál, að þeim hafi fundizt hið
sama.
Þegar staðið var upp frá borðum,
hófst dansinn, en þá hvarf eg af því
þingi. Kvöldið hafði verið hið ánægju-
legasta, og fengu ísfirðingar aðdáun
okkar gestanna allra og þakkir fyrir
gestrisni og mikla rausn.
Næsta morgunn, en þá var sunnu-
dagur, ók einn úr bæjarstjórn Isafjarð-
ar, Marselíus Bernhardsson skipasmið-
ur, með mig upp á Breiðdalsheiði, en
eg hafði ákveðið að veita mér þá nautn,
að ganga einn niður dalinn að vestan-
verðu, en þeim megin fjallsins beið kon-
an mín hjá systkinum sínum og venzla-
fólki. Þegar niður í Skógarbrekkurnar
kom, streymdi mér í fang reyrangan og
gróðurilmur, en hér og þar niðuðu silf-
urtæru lækjarsprænurnar. Heilsusam-
legt var að vera þarna einn á ferð uppi
í glaðlofti fjallanna.
En lengri ferðasögu má eg ekki flétta
inn í þetta spjall um stórstúkuþingið,
að þessu sinni. Eftir var að geta þess,
að nokkur breyting varð á framkvæmda-
nefndinni. Ritaraembætti stórstúkunnar
tók við af Jóh. Ogm. Oddssyni Jens
Níelsson, kennari, sem undanfarin ár
hefur verið vararitari. Gæzlu unglinga-
starfsins tók við af frú Þóru Jónsdóttur
Gissur Pálsson, rafvirkjameistari. Séra
Björn Magnússon, próf., hafði afráðið
að gefa ekki kost á sér í stórtemplars-
embættið framvegis, en flestir þingfull-
trúanna sendu honum skriflega áskorun
um að vera í kjöri og er hann því stór-
templar áfram. Hinir framkvæmda-
nefndarmennirnir eru:
Sverrir Jónsson fulltrúi, frú Sigþrúð-
ur Pétursdóttir, Jens E. Níelsson kenn-
ari, Jón Hafliðason fulltrúi, Gissur
Pálsson rafvirkjameistari, Haraldur S.
Norðdahl tollvörður, Hannes J. Magnús-
Ávarp
§11 Dr. Ráehards Beck
eftir Harald Leósson
Sungið af Karlakór ísafjarðar í Alþýðu-
húsinu á ísafirði á afmælisdegi dr. Rich-
ards Beck, 9. júní 1954.
Kom þú heill yfir sœ
nú, er blíðasta blœ
hefur blásalur himins af nað sinni veitt.
Snemma vestur um sund
bar þig víkings lund.
Sértu velkominn, fóstra vor ann þér
enn heitt.
Þegar rödd þín barst heim,
bar hún hánorSurs hreim,
því að hartaó er íslenzkt og norrœnt
Þú varst fulltrúi vor \ þitt orð.
áttir þreklund og þor
og varst jbjoð vorri sómi á vestrœnni
sforð.
Og með stórhug og trú
reistir bandalags brú
milli brœóra hér eystra og vestan oið
Því skal þakkir tjá þér, ! höf.
því skal heiðra þig hér,
og þín heimsókn er oss sem hin
dýrasta gjöf.
son skólastj., Akureyri; Kristinn Magn-
ússon, málaram., Hafnarfirði; Gísli Sig-
urgeirsson skrifstofum., Hafnarfirði,
og séra Kristinn Stefánsson, fyrrv., stór-
templar.
* * * *
Stórstúkuþingið samþykkti eftir-
farandi tillögur
1. 54. þing Stórstúku íslands þakkar
þeim alþm. og öðrum, sem sinn ríka
þátt áttu í því á síðasta Alþingi, að
endanleg afgreiðsla áfengislaganna varð
þó ekki verri en raun ber vitni. Um leið
og þetta er metið að verðleikum, von-
ar þingið, að þeir hinir sömu menn
vinni áfram að umbótum á hinni mikil-
vægu löggjöf, en þess er mikil þörf.
2. Stórstúkuþingið hefur fullgildar
sannanir fyrir því, hversu hin borgfirzka
héraðslögregla hefur haft gagngerð
áhrif til bóta í bættri skemmtanamenn-
ingu héraðsins í heild. Um leið og þing-
ið þakkar þetta giftudrjúga spor, til að
hefta áfengi og ómenningu á samkom-
um, skorar það á önnur héruð landsins
og sýslufélög að taka upp þenna sama
hátt, sem gefizt hefur svo vel sem raun
ber vitni.
3. Enn einu sinni skorar Stórstúku-
þingið á stjórn landsins, sveitar- og bæj-
arstjórnir, að hafa aldrei áfengisveiting-
ar í veizlum sínum eða samkomum.
4. Stórstúkuþingið skorar á ríkis-
stjórnina, að gera ráðstafanir í þá átt,
að Áfengisverzlun ríkisins afhendi ekki
birgðir af áfengi til einstaklinga né ann-
arra, þegar líkur eru til þess, að þau
áfengiskaup séu í sambandi við leyni-
vínsölu.
5. Stórstúkuþingið leyfir sér, að skora
á dómsmálastjórnina, að taka eftirfar-
andi atriði til greina, við samningu
reglugerðar, um sölu áfengis á veitinga-
húsum, er sett verður samkv. áfengis-
lögunum.
Að vínveitingar samkv. 12. gr. séu
að minnsta kosti ekki leyfðar nema 5
—6 daga vikunnar eins og víða tíðkazt
í nágrannalöndum vorum.
Að sérstakur eftirlitsmaður sé ráð-
inn við hvert vínveitingahús, og þeir séu
algerir bindindismenn.
Að ríkt sé fylgt eftir þeim ákvæðum
áfengislaganna, að ekki sé selt eða veitt
áfengi ,,yngri mönnum en 21 árs“.
6. Stórstúkuþingið samþykkir að
leggja aðaláherzlu á útbreiðslustarf
innan Unglingareglunnar á þessu ári.
7. Stórstúkuþingið samþykkir að
beina því til framkvæmdanefndarinnar
að halda uppi sem öflugastri sókn og
vörn í blöðum og tímaritum fyrir starfi
og stefnu Reglunnar. Jafnframt þakk-
ar Stórstúkuþingið læknum og öðrum
þeim, sem skrifað hafa í blöð og tímarit
til stuðnings bindindisbaráttunni í land-
inu.
8. Stórstúkuþingið skorar á útvarps-
ráð: a) að veita Góðtemplarareglunni
tíma í útvarpinu til erindaflutnings um
bindindismál og skaðsemi áfengis. —
b) Reglan fái komið að í útvarpinu
fræðslu og skemmtiþáttum í kvöldvöku-
formi, t. d. einu sinni í mánuði.
Þingið lýsti og ánægju sinni yfir
stofnun hins nýja félags fyrrverandi
áfengissjúklinga, en slík félög starfa nú
í ýmsum löndum, og er þekktast þeirra
Alcoholic Anonymous (A. A.) í Amer-
íku. Skoraði þingið á Góðtemplararegl-
una að styðja viðleitni þessa nýstofnaða
félags hér á landi. P. S.