Eining - 01.08.1954, Blaðsíða 9
EINING
9
^Jlin heiíciaci aíóÉ...
Fær þú eigi úr stað landamerki ekkjunnar
og gakk þú eigi inn á akra munaðarleysingjanna.
Því að lausnari þeirra er sterkur —
hann mun flytja mál þeirra gegn þér.
Snú þú hjarta þínu að umvöndun,
og eyrum þínum að vísdómsorðum.
Spara eigi aga við sveininn, því að ekki deyr
hann, þótt þú sláir hann með vendinum, en þú
frelsar líf hans frá helju.
Son minn, þegar hjarta þitt verður viturt,
þá gleðst eg líka í hjarta mínu, og nýru mín
fagna, er varir þínar mæla það, sem rétt er.
Lát hjarta þitt eigi verða vandlætingasamt vegna
syndaranna, heldur ævinlega vegna ótta drott-
ins. Því að vissulega er enn framtíð fyrir hendi
og von þín mun eigi að engu verða.
Heyr þú, son minn, og ver vitur, og stýr hjarta
þínu rétta leið.
Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim,
sem hvoma í sig kjöt, því að drykkjurútar og
mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í
tötra. Orðskv. 23, 10—21.
stjórinn í Reylkjavík yfir því, að þá fengi ekkert heimili í bænum
fátækrastyrk vegna drykkjuskapar heimilisföður. En 1923, þegar
Spánarvínin höfðu verið á boðstólum í eitt ár, var óreglan orðin
svo mögnuð í Reykjavík, að bæjarstjórnin kaus 5 manna nefnd
til þess að athuga á hvern hátt væri unnt að draga úr áfengis-
bölinu í bænum.
Árið 1935 er svo leyft að flytja inn sterk vín, og þá setti Alþingi
þau áfengislög, er gilt hafa fram að þessu.
Þrátt fyrir afnám bannsins má glöggt á lögunum sjá. og þó
enn betur á þeim reglugerðum, er settar voru samkvæmt þeim,
að enn átti að fylgja þeirri stefnu að takmarka sem mest fram-
boð á áfengum drykkjum. Og í lögunum er harðlega bannað að
selja eða veita eða útvega áfengi unglingum innan 21 árs aldurs.
Gagnsemi allra laga, hverju nafni sem nefnast og um hvað sem
þau eru, hlýtur að miðast við, hvernig þeim er framfylgt af ríkis-
valdinu. Aldrei er hægt að reiða sig á þegnskap allra. Menn brjóta
lög, sem ríkisvaldið hefur sett þegnunum til verndar. En lögbrot
eru enginn mælikvarði á það, að lögin sé ekki réttlát og þjóð-
félaginu nauðsynleg. Það verður aðeins að hafa mismunandi
mikið fyrir því að halda þeim í heiðri.
Um áfengislögin, sem gilt hafa að undanförnu, verður það
fremur sagt að þeim hafi verið slælega framfylgt, heldur en að
þau hafi verið svo meingölluð, sem margur vildi vera láta. Þetta
sést bezt á því, að æskan, sem lögin áttu að vernda, hefur lent
inn á ógæfubraut áfengisneyzlunnar. Nú er það fólk innan við
tvítugt, bæði piltar og stúlkur, sem drekkur mest og drekkur
verst. Það getur ekki hjá því farið, að slælega hefur verið haldið
á lögunum áður en svo illa var komið.
Áfengismálið er ekki neitt einkamál manna, og ekki heldur
flokka né félaga.
Það er alþjóðar vandamál, sem snertir hvern einasta þjóðfélags-
þegn, mál sem við verðum að hjálpast að til að leysa með forgöngu
löggjaf arvaldsins.
En hér er sem oftar að menn eru ekki sammála. Menn líta á
hlutina frá mismunandi sjónarmiðum, og þess vegna blasa þeir
við þeim á mismunandi hátt.
Nú er það sjónarmið sumra að bezt sé að gefa allt frjálst, þá
sé ekkert áfengis vandamál til lengur. Á sama hátt mætti segja
að bezta ráðið til þess að afnema svik, væri að afnema löggjöf
um þau, því að þá væri svikin ekki lengur saknæm, — afbrotin
afmáð með því að segja að þau væri ekki afbrot lengur. Þetta
sjónarmið er þess vegna villusjónarmið, sem ekki ber að taka
neitt mark á.
Eigi má heldur taka mark á eigin hagsmuna sjónarmiðum. En
það eru sjónarmið þeirra, sem hyggjast munu græða á því, að
sem minnstar hömlur sé á áfengisverzlun. Þegar fyrir aldamót
hafði almenningsálitið kveðið upp sinn úrskurð um, að áfengis-
verzlun væri óheiðarlegur atvinnuvegur í höndum einstakra manna.
Og Alþingi úrskurðaði þann dóm réttan 1922, er það vildi ekki
láta áfengissöluna í hendur einstakra manna.
Þriðja sjónarmiðið er, að læra af reynslunni. Það er heilbrigt
sjónarmið og viðhlítandi.
Við höfum áður fengið reynslu af því, hvernig fer þegar áfengi
er selt í hverri búð og veitingastaðirnir margir. Þá reynslu höfð-
um við fram undir aldamót. Enn eru lifandi menn, sem muna þá
reynslu, en fyrir hina geta tölur um áfengisinnflutning á þeim
tíma verið sæmileg leiðbeining um, að slíkt ástand sem þá var í
þessum málum sé ekki æskilegt.
Svo höfum við reynslu af löggjöf Alþingis í þessum málum. Hún
bendir að minnsta kosti ótvírætt til þess, að það er ekki aukið
framboð áfengis, sem er líklegasta bjargráðið.
Eitt er það, sem menn gæta ekki svo vel sem skyldi, þegar um
áfengismálin er rætt, en það er hvað tímarnir hafa breytzt, sú
bylting, sem hér hefur orðið á seinustu áratugum. Vélamenningin,
sem var óþekkt fyrirbæri fyrir aldamót, er nú orðin ráðandi á
öllum sviðum þjóðlífsins. Áður fyrr drukku menn sig í hel og
fóru sér að voða einn og einn, en nú getur einn ölvaður maður
orðið fjölda manna að bana með gáleysi sínu.
Þar er nýtt viðhorf og ekki hið þýðingarminnsta.
En hér koma fleiri sjónarmið til greina. Það er nú t. d. sjónar-
mið heimilanna, sem áfengið hefur lagt í auðn. Hagfræðingar
gætu sjálfsagt frætt okkur bezt um það og þeir gætu einnig upp-
lýst, hvílíkur búhnykkur þjóðinni er að því að tugþúsundir vinnu-
daga fara forgörðum vegna drykkjuskapar, að bátar geta ekki
róið um hábjargræðistímann vegna ölvunar háseta o. s. frv.
Svo er sjónarmið drykkjusúklinganna, sem álitið er að muni
vera orðnir um 1500 í landinu. Heilbrigðisyfirvöldin geta frætt
oss um, hve æskileg er slík þróun málanna, og hver áhrif drykkju-
skapur hefur yfirleitt á heilsufar landsmanna.
Þá er sjónarmið vátryggingarfélaganna — bílslysin, íkveikjur
og alls konar slys.
Nefna mætti og sjónarmið lögreglunnar. Eftir því sem for-
maður fangahjálparinnar skýrði frá í útvarpserindi í vetur, þá
eru 90% af öllum afbrotum framin í ölvun. Fróðlegt væri og að
fá svör lögreglunnar í Reykjavík við því, hvernig á því stóð að
hún skyldi verða atvinnulaus meðan vínverzlunin var lokuð á
stríðsárunum.
Svo er viðhorf bindindismanna. Þeir telja, að ekki sé hægt að
lækna meinsemd nema því aðeins að orsök hennar sé fundin. Og
þegar orsökin sé fundin, þá eigi að útrýma henni. Orsök flestra
meinsemda og skakkafalla í þjóðfélaginu er áfengið, að þeirra
dómi. Þess vegna vilja þeir útrýma því.
Þeir vita hvað reynslan hefur kennt okkur. Þeir vita, að áfengis-
neyzla þjóðarinnar hefur minnkað mikið sökum þess, að tak-
markað var framboð á áfengi. Þeir vita, að bannlögin reyndust
vel, þrátt fyrir það að rétt áður en þau gengu í gildi, skall fyrri
heimsstyrjöldin á og kom öllu í upplausn. Þeir vita — og það vita
allir, sem hafa kynnt sér það, að engin áfengislög hafa gefizt jafn
vel í þessu landi eins og bannlögin.