Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 6

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 6
6 EINING Rifthöfundar og skáld drykkjumenn llmikið eru menn búnir að velta vöngum yfir því, hvers vegna margir rit- höfundar og meirihátt- ar skáld eru drykkju- menn. Þeir menn, sem enn dýrka áfengispúkann hafa reynt að skýra þetta þannig, að innblásturinn fá þessi skáld frá púkanum, sem þeir dýrki. Afengið fari eldi um sálir þeirra og komi andinn þá yfir þá. Áreiðanlega er þetta alröng og heimskuleg túlkun. Sennilega eru flest eða öll mikil skáld eitthvað ,,abnormalir“ menn, og sökum þess að þeir eru abnormalir drekka þeir. Líklega þurfa menn að vera eitthvað öðruvísi en aðrir menn, eigum við að halda okkur að þessu orði abnormalir? til þess að geta verið mikil skáld. Skáld- skapur er hugmyndaflug, og markalín- an milli hugmyndaflugs, hugaróra, skringilegra heilabrota, og rugls hins andlega vanskapaða manns, hvort sem hann á að kallast ,,abnormal“ eða ,,subnormal“, er oft mjög óskýr og erfitt að greina, hvar vit tekur við af óviti eða óvit af viti. Vafalaust hefur oft munað litlu hjá náttúrunni, að gáfna- Ijósið og snillingurinn yrði í sköpuninni fábjáni eða fábjáninn gáfnaljós og snill- ingur. Snillingurinn er stundum einmitt slík manntegund, að hann er ofurmenni á sumum sviðum' en undirmálsmaður á öðrum. Hann er andlega haltur, en get- ur þó verið mikilmenni. Til þess að bæta sér upp þenna ágalla drekkur hann. Sumt af sálarkröftum hans er fyrir ofan þessa venjulegu gáfnalínu og sumt fyrir neðan. Þar er jafnvægisskortur, sem er truflandi og sú truflun veldur vanlíðan, sem reynt er að leyna, en þó einkum að kæfa í áfengisneyzlu. Það er ekki áfengisneyzlan, sem ger- ir menn að stórskáldum, en sum stór- skáld drekka, af því að þeir eru svo gerðir, sem hér hefur verið lýst. Ameriska nóbelsverðlauna skáldið, Eugene O’Neill, hefur sagt: „Ég orka ekki að skrifa eina línu, þegar ég er ekki algáður. Það er trú mín, að enginn maður hafi nokkru sinni skrifað neitt það, sem vert var að lesa' er hann var í ölvunarástandi. Þetta er engin siðaprédikun. Það er eðlisfræði“. Áfengisdýrkendur hafa oft gert sig að fíflum í daðri þeirra með áfengið fram- an í listinni. Sænskur rithöfundur segir frá því, að þegar vitað var að Ernest Hemingway fengi nóbelsverðlaunin, þá hafi stórt sænskt tímarit sent mann flug- leiðis alla leið til Havana á Kúbu, til þess að færa honum eina flösku af sænsku kornbrennivíni, en skáldið lá þá þar eftir flugslys. Gert var allmikið úr þessu afreki. Ég er að lesa mikla bók um mikið skáld og mikinn drykkjumann, sem auð- vitað drakk sig í hel. Bókina hefur ritað skáld, John Malcolm Brinninn. Hún heitir Dylan Thomas in America. Bókin var mér af góðum gefin, en mér varð að hugsa: á ég að lesa 300 bls. bók um drykkjumann. Myndin af skáldinu á kápu bókarinnar er slík, að ætla mætti að maðurinn hefði legið ævilangt í bleyti í áfengi. Sennilega lýk ég aldrei við bókina, en þessi einkennilegi drykkju- maður hlýtur fljótt samúð lesarans. Hann er mikið ljóðskáld, vafalaust sök- um þess, að hann er mikill tilfinninga- maður. Á ferðalögum sínum um þvera og endilanga Ameríku les hann eftir pöntun, í háskólum og alls konar skól- um, einnig fyrir fjölmenni á öðrum stöð- um, ljóð sín og annarra' fyrir fjöldann, en hann á ekki samleið með fjöldanum. Hann er í eðli sínu einmana og drekk- ur til þess að geta umgengist fólk, til þess að hann, gáður, skuli ekki líta út í augum annara eins og væri hann ölvað- ur. Eitthvað nálægt þessu síðasta, er skýring bókarhöfundar á drykkjuskap Dylans, en höfundur bókarinnar var eins konar verndarengill og fjárhaldsmaður Dylans um dvalartíma hans í Bandaríkj- unum. Hvarvetna hreif hann fólk og hneykslaði. Sem upplesari var hann alls staðar dáður og dýrkaður, en í sam- kvæmum var hann oft hneykslunarhell- an. Fólk sagði: „Hvernig gat slíkur maður samið þessi dásamlegu ljóð.“ Framhjá knæpu gat hann helzt aldrei farið. Stundum var hann að hósta og kúgast á bak við tjöldin síðustu mínút- urnar áður en hann átti að stíga fram á sjónarsviðið, en á hinu tiltekna augna bliki steig sterkur og hressilegur maður fram og las upp af mestu snilld, og merkti þá enginn lasburða drykkju- mann. Oft sveikst hann um að koma í boð sem haldin voru honum til heiðurs, og oft var hann á eftir tímanum. Aðdá- un fólksins virtist ekki hafa hin minnstu áhrif á hann. Af frásögn bókarhöfundar, sem kynntist Dylan til hlýtar og taldi hann í raun og veru aðdáunarverða sál, er það ekki vandskilið, að maðurinn er ekki neinn venjulegur maður. Hann er vissu- lega eitthvað ',abnormal“ og þess vegna drekkur hann og þess vegna er hann slíkt skáld, að það var fólkinu ráðgáta, að slíkur maður gat samið svo dásam- leg ljóð. Til Hollywood þráði hann að koma, aðeins til þess að hitta Chaplin og kynn- ast einhverri ljóshærðri ,,stjörnu“. Honum veittist hvort tveggja, stjarnan gat ekki orðið við öllum óskum hans og varð hlutskipti hennar því ofurlítið óþægilegra sem borðdömu hans síðar um kvöldið. Sjálfsagt hefur ástin átt töluverð ítök í þessu tilfinningaskáldi, engu síður en ölið. 1 Californíu kynntist hann 18 ára stúlku, sem honum leizt vel á, hann var reyndar giftur og átti tvö börn, en þessi unga, vel menntaða og greinda snót, sem alizt hafði upp með „hundum og hestum“, gerði honum það freistandi tilboð’ að ef hann vildi bíða í tvö ár og giftast sér, þá fengi hún nokkr- ar milljónir dollara og gætu þau þá lif- að og leikið sér eins og þau vildu hvar sem helzt í heiminum. Sjálfsagt hefur Dylan litizt vel á tilboðið, en sinnti því þó ekki. Á öllu ferðalagi sínu um Bandaríkin ritaði hann aðeins eitt bréf. Það var til aldraðra foreldra hans, og er bréfið all- merkilegt. Það var aldrei sent, en fannst í fórum hans eftir að hann var dáinn. Bréfið er allathyglisvert og sýnir glöggt sálarlíf og sjálfsblekkingar drykkju- mannsins. Hann telur sig ekki hafa tíma til að skrifa konu né foreldrum, en hangir þó flesta daga tímum saman á einhverjum knæpum. Hann segir: „Ég hef næstum aldrei haft stund til minna eigin ráða, nema þegar ég hef verið í rúminu, uppgefinn og óhæfur til starfa“. Hann hefur heimsótt „fjörutíu háskóla, menntaskóla og ýmsa aðra skóla“ og ferðast víðs vegar um landið. Hann tal- ar af viðkvæmni um foreldra sína, en bréfið komst ekki þeim í hendur. Vinur hans og hjálparhella, bókar- höfundurinn, hefur miklar áhyggjur út af fjármálum hans. Dylan hefur unnið sér inn þúsundir dollara en Malcolm Brinnin skilur ekki, hvers vegna hann þarf að eyða um 50 dollurum dag hvern, og konu sinni „sendir hann aðeins af og til smáupphæðir". Hann virðist eng- an skilning hafa á fjármálum og er í því líkur öðrum drykkjumönnum. Meira verður ekki sagt um þetta ein- kennilega skáld og drykkjumann, að svo stöddu, en hann varpar nokkru ljósi yfir það ígrundunarefni, hvers vegna góðskáld eru oft drykkjumenn. Þeir eru ,,abnormalir“ og þess vegna góð skáld og þess vegna líka drykkjumenn, en ekki góð skáld sökum þess að þeir eru drykkjumenn. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.