Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 3
EINING & Frú Engilborg Helga Sigurðardóttir „Minning, sem vorbjartar vonir glœ<$ir, vakir í huga, er stormur nœóir", R. B. Hún Borga er dáin! Þessi orð settu okkur hljóða, vini hennar og félaga í stúkunni Iþöku, er við fréttum, að hún væri dain eftir löng og ströng veikindi. Fullu nafni hét hún Engilborg Helga Sigurðardóttir, en vinum og kunningj- um hennar var tamast að kalla hana Borgu. Engilborg var fædd 19. maí 1896 að Ölvaldsholti í Borgarhreppi. Foreldr- ar: Sigurður Sigvaldason og Guðfinna Þorvaldsdóttir. Föður ættin Húnversk, en móðurættin af Mýrum vestur. Fjög- urra ára fluttist hún með foreldrum sín- um til Reykjavíkur og var því sannur Reykvíkingur, alin hér upp og búsett til æviloka. Tæplega tvítug giftist hún Helga Guðmundssyni, fyrrum aktýgja- smið og síðar umsjónarmanni Fossvogs- kapellu, 9. október 1915. Þeim varð sjö barna auðið og eru þau nú öll upp- komin og hið myndarlegasta fólk. prúður. Hann vill láta gott eitt af öllu starfi sínu leiða og ganga dyggðanna veg í drottins nafni." Það verður aldrei of oft skrifað um þenna góða vin minn og mæta mann. Hann hefur verið eins og sólskinsblett- ur á leið minni og vonandi verður hann það alla tíð meðan lífið endist hérna megin. Megi ævikvöldið hans verða eins fag- urt og Steingrímur lýsir því bezt í ljóð- um sínum. J. Gunnl. Á bernskuárum gekk Engilborg í barnastúkuna Svöfu, og 1910 gerðist hún félagi í stúkunni Skjaldbreið, en síðar í st. Iþöku, sem stofnuð var 1924. I þeirri stúku var hún til æviloka. Öll stig reglunnar hafði hún tekið, umdæm- isstúkustigið 1915, stórstúkust. 1918, hástúkustigið 1922 og þingstúkustigið eftir að það kemur til sögunnar 1926. Á öllum stigum reglunnar rétti hún fram örláta, styrka og vinnuhæfa hönd til hjálpar og skemmtunar. Frú Engilborg andaðist 29. marz sl. eftir þunga sjúkdómslegu, er hún bar með aðdáunarverðri hógværð og skap- festu. Minnisstætt er mér samstarfið við str. Borgu í stúkunum Skjaldbreið og Iþöku allt frá árinu 1919, en þá voru taugar þjóðlífsins enn ekki svo þandar, að menn gætu ekki andað án þess að blása af mæði. Þá gátu menn glaðst og skemmt sér, án þess að það væri gleymt dag- inn eftir. Þá var fremur notast við inn- byrðis skemmti- og starfskrafta en nú tíðkazt. Þá reyndi oft á hugkvæmni, dugnað og úthald félaganna. Str. Borga var ein af hinum ágætustu félaganna, er á þetta reyndi. Fórnfús til verka, hóg- vær og hjartahlý í umgengni, æðrulaus og skapstillt, hvað sem að höndum bar, Þetta eru ómetanlegir kostir í öllu félags starfi. Man eg ýmsar félagsferðir í nær liggandi sveitir. Stundum var farið gang andi, vistir ef til vill fluttir á bakinu eldur var kveiktur í opnum hlóðum, ýmsu þurfti að hagræða og í mörgu að snúast, en þar var Borga ávalt hin lið- tækasta í samstarfinu við félagssystur sínar. Það var ánægjulegt í þessum feriðalögum, og hlýjar milnningar um þær hafa geymst áratugum saman. Ef vinna þurfti að saumum, hirðingu og snyrtingu ýmissa hluta fyrir stúkurnar, var Borga ævinlega þar meðal hinna þjónustufúsu félagssystra og lagði hug og gerva hönd að verkunum. Þannig var frú Engilborg í starfi út á við og þannig var hún einnig við stjórn bús og uppeldi barna sinna. Hún sýndi hið gullvæga fordæmi. Allt þetta þakkar góðtemplarareglan, og sérstaklega fær- ir stúkan hennar, íþaka, henni þakkir fyrir allt samstarfið og samvistir. Við félagar hennar höfum mikils misst, en þó mest eiginmaður hennar og böm. I fjölskyldu lífi þeirra var fagurt samræmi. Á heimilinu var jafnan mannmargt og samhennt voru hjónin við að koma upp stórum barnahóp til manndóms og sjálf- stæðis. Við vottum öllum vandamönnum og vinum str. Engilborgar samúð og sam- hryggð okkar, en meðal þeirra mun minningin um hana ávallt vara og vera blessuð. Har. S. Norðdahl. Fjóstrú Konungshöllin á Drottninghólm, Svíþjób. Verst er af öllu villan sú, vonar og kærleikslaust á engu að hafa æðra trú, en allt í heimi traust, fyrir sálina' að setja lás, en safna magakeis, og á vel tyrfðum bundinn bás baula' eftir töðumeis. Grímur Thomsen. Vísa þessi gæti nú verið ærið um- hugsunarefni ýmsum þeim á landi hér, sem í seinni tíð hafa baulað svo hátt og þráfaldlega á töðumeis, að hey eru nú þroti næst. Fá menn nokkru sinni svo góð kjör, ef settur er lás fyrir sálina, eins og segir í vísunni, að þeir snúi frá kröfugöngupólitík, en efli réttlæti og heiðarleik í landinu?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.