Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 9
EINING 9 Konti hiirn vekjandi líisandi frá Guði ofandi er aflraunamaðurinn kraftajötuninn ekki af- kastameiri en hvítvoðungurinn í vöggunni. Mesti hugvitsmaður heimsins sofandi, er ekki vitrari en þorskurinn í sjónum, nema síður sé. Gáfuð og vel ættuð þjóð, er góð lífskjör hef- ur leikið svo, að fjöldi barna hennar verða latir og sérgóðir nautnaseggir, og andvaralausir léttúðargosar, er ekki betur á vegi stödd en þjóð, sem á marga heimskingja, er verða að heyja lífsbaráttu við hörð og óblíð kjör. Skrælnuð beinahrúga er ömurleg sjón, engu síður þótt þar séu bein mestu snillinga, andans manna, gáfnaljósa, lærdóms- og hugvitsmanna heimsins. Ekkert nema hinn eilífi sköpun- armáttur lífsins getur vakið neitt upp frá dauðum, ekki einu sinni blundandi sáðkorn í jörðu. Spámaðurinn horfði yfir dalinn, ,,en hann var fullur af beinum . . . Þau voru mjög skinin“. Og drottinn sagði við spámanninn: „Manns son, hvort munu bein þessi lifna við aftur? Ég svaraði (spámaðurinn): Drottinn Jahve, þú veizt það! Þá sagði hann við mig: Tala þú af guðmóði yfir bein- um þessum og seg við þau: Þér skinin bein, heyrið orð drott- ins! Svo segir drottinn við þessi bein: Sjá, ég læt lífsanda í yður koma, og þér skuluð lifna við. Og ég set sinar á yður, og þér skuluð lifna við, og þér skuluð viðurkenna, að ég er drottinn. Þá talaði ég af guðmóði, eins og mér var boðið. Og er eg mælti af guðmóði, kom þytur og skrjáf heyrðist, og beinin færðust saman, hvert að öðru. Og ég sá, hversu sinar komu á beinin og hold óx á og hörund drógst þar yfir, en enginn lífsandi var í þeim. Þá sagði hann við mig: Mæl þú í guðmóði til lífsandans, mæl þú í guðmóði, manns-son, og seg við lífsandann: Svo segir Drottinn Jahve: Kom þú, lífsandi, úr áttunum fjórum og anda á þenna val, að þeir megi lifna. Ég talaði nú í guðmóði, eins og hann hafði skipað mér, kom þá lífsandi í þá, svo að þeir lifnuðu við og risu á fætur, var það allmikill fjöldi“. Hœttan mesta Spámenn og skáld eru stundum kraftaskáld og mæla af guðmóði. Mál þeirra vekur og lífgar og boðskapur þeirra verður ódauðlegur. A þessari öld efnis- hyggju og mannadýrkunar, yrkja mörg skáld að- eins sér til frægðgar, en ekki þjóð sinni né heimi til lífs og bjargar. Verk þeirra eru launuð af þjóðum, sem sýktar eru af efnishyggju. Þar eru launþegi og launveitandi á sama hæð- arstigi, og gerast því engin undur, engin máttarverk. Skrælnuð beinin klæðast ekki á ný sinum, holdi, blóði og húð, og sízt af öllu vekur þar lífsandinn af svefni, andvaraleysi og dauða. ,,De lade ligger længe, helst i varme senge“, segir danskt kjarnyrði. Já, hægindin gera menn fremur værukæra en hin óblíðu kjör. íslandi er nú meiri hætta búin af dansinum í kring- um gullkálf þann, er reis á stalli í eyðimörku styrjaldarmenn- ingarinnar, heldur en af hafís, eldgosum og þrengingum hallærisáranna. Kjarni þjóðarinnar hélt þá velli, en nú er kjarna þjóðarinnar — æskulýð, sem hossað er og hampað, svínalinn og dekrað við og gefinn laus taumurinn, mikil hætta búin. Við trúum þó á góð örlög en ekki ill, trúum því, að enn muni lífsandi frá Guði strjúka blítt vanga blundandi sálna og vekja þær upp af værðarmóki velgengninnar og andvaraleys- isins, og skapa nýtt, yndislegt og fagurt vorlíf í þjóðfélaginu. Vonandi er einhvers staðar að alast upp á meðal okkar spá- mannsefni, sem talar á sínum tíma í guðmóði og vekur þjóð- ina til trúar á þann Guð, sem gerir mennina ráðvanda, rétt- láta og góða, og brennandi í andanum. Andlegrar vakningar þörfnumst við fremur flestu öðru, þessi kynslóð, sem nú hegðar sér næstum eins og rakkar, sem bítast um bein, rífast og skammast alla daga ársins út af þjóð- málum, eru í sífelldri kröfugöngu um hærra kaup, fleiri iðju- leysisdaga, meiri þægindi, sællífi, meiri skemmtanir, meiri nautnir, allt af sáldrepandi síngirni og sérplægni, án þess að láta sig varða þjóðarhaginn hið minnsta. Andleg vakning Við skulum biðja, að andi Guðs andi á skrælnuðu beinin og hjá þjóðinni verði sú andlega vakning, er magni allt menn- ingarstarf hennar anda og krafti, og klæði þjóðlífið fegurð og blóma. Þá myndi allt uppeldisstarf þjóðarinnar verða skap- andi, mótandi, vekjandi og göfgandi. Menn yrðu þá líka ráð- vandir, sanngjarnir, nægjusamir og bindindissamir. Þá yrði létt að vinna að bindindismálum. Þá myndi slíkt starf bera mikinn árangur. Þá yrðu sálir manna frjóar og fagnandi og þyrftu ekki æsilyf né deyfilyf. Augu manna yrðu leiftrandi af lífshamingju, starfsgleði og andlegu fjöri. Þá myndu kirkjur þjóðarinnar ekki standa hálftómar á messudögum. Þá myndi söfnuðurinn ekki haga sér eins og hann væri múlbundinn. Hann myndi syngja af hjartans lyst, hvort sem söngur hans væri lærður eða ekki, því að Guð hefði þá lagt honum ný ljóð í munn, lofsöng um drottin og dá- semdir lífsins. Hann mundi þá syngja Guði nýjan söng. Kenni- mennirnir myndu þá ,,mæla af guðmóði“, sendir af Guði, og telja það óviðeigandi að ,,þjóna fyrir borðum“ —- amstrast í alls konar veraldarvafstri og afrækja hið eina nauðsynlega. Já, þá myndi stormviðri andans, hvítasunnuþyturinn hreinsa til í þjóðlífinu, feykja mörgu óhreinu og óhollu á braut og færa þjóðinni endurlífgunartíma. Þá myndu leiðtogar þjóð- arinnar vera æskumönnum sönn fyrirmynd í sjálfsafneitun, hófsemd og grandvarleik í orðum og athöfnum. Slík máttar- verk myndu gerast, ef talað væri af guðmóði yfir skrælnuðu beinunum og lífsandinn frá Guði kæmi yfir þau, og vekti þau upp af svefni, andvaraleysi, drunga og dauða. Brölt er tímanna tákn Einkenni aldarinnar er brölt, mikil umsvif, hreyfing, marg- brotin félagsmálastörf. Alltaf eru stofnuð ný og ný félög, en allt er þunglamalegt og næstum fjörlaust. Við rembumst við að snúa ryðguðum hjólum, sem flestum og mestum, en kraft- inn vantar, aflið frá orkugjafanum mikla. Lífsandinn er ekki að verki með okkur í öllu þessu brölti. Við sóum kröftum á smáu tökin, af því að við erum of mikil smámenni til að virkja orku andans, nennum ekki eða höfum ekki áræði til að stíga sporið, sem leysir allan vanda, veitir næga orku til þess að setja öll hjól í hreyfingu. Við flokkum öll okkar störf í sér- greinar, teflum manni gegn manni, stétt gegn stétt, flokki gegn flokki og þjóð gegn þjóð, í stað þess í sannri trú á frið- arins Guð að efla bræðralag manna á jörðu. Við misbjóðum sálum barna og unglinga, stundum um áratugi, á hlífðarlausu stagli andlausra námsbóka og fræðirita, en höfum ekki brjóst- vit né hjartagöfgi til að kenna þeim gullnu regluna né hin guðinnblásnu vizkuorð fjallræðu Krists. Og hvert er svo förinni heitið með öllu okkar brölti og Stjórni ekki hinir réttlátu heiminum, þá steypa hinir ránglátu honum i glötun.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.