Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Vorþing umdæmissftúku Suðurlands stóð dagana 25. og 26. maí sl. Hófst kl. 2 eftir hádegi, í Hafnarfirði, í elzta templarahúsi landsins. Umdæmistempl- ar, Þorsteinn J. Sigurðsson, kaupmaður, setti þingið og fór því næst fram stig- veiting. Sjö tóku umdæmisstigið. Þá var lögð fram ársskýrsla umdæm- istemplars, en í henni eru einnig skýrsla um æskulýðsstarfið í umdæminu, nám- skeiðin og starfsemina að Jaðri, einnig barnaheimilið og svo reikningar. Skýrslan sýnir, að útbreiðslustarfið hefur verið allumfangsmikið. Ymist hef- ur framkvæmdanefnd umdæmisstúkunn- ar skipulagt hópferðir til nokkurra staða og efnt þar til velheppnaðra útbreiðslu- funda, svo sem í Hafnarfirði, Keflavík, Ólafsvík, Stykkishólmi, Garði eða ein- stakir menn á vegum umdæmisstúkunn- ar hafa farið um viss svæði, svo sem Vestur-Skaftafellssýslu, Arnessýslu og víðar. Frá ýmsu af þessu hefur verið sagt áður hér í blaðinu, en einn er sá þáttur í starfsemi umdæmisstúkunnar, sem Eining hefur lengi beðið eftir að geta skýrt frá. Það er barnaheimilið að Skálatúni í Mosfellssveit, og birtist því hér skýrsla stjórnarformanns heimilis- ins, Jóns Gunnlaugssonar, stjórnarráðs- fulltrúa, eins og hún er í ársskýrslu um- dæmistemplars. Jón Gunnlaugsson er einmitt maðurinn, sem hrundið hefur þessu merka fyrirtæki í framkvæmd og byggt það upp með aðstoð góðra sam- starfsmanna og góðvildar ýmissa aðilja þannig, að mjög svo lofsvert er. Skýrsla formanns: Það er nú í 14. sinni, sem reikningar barnaheimilisins eru sendir, og í 3. sinni síðan Skálatúnsheimilið tók til starfa. Börnin í Skálatúni hafa aldrei verið eins mörg og þau eru nú, eða 26 talsins, og verð- ur það að teljast hagur fyrir reksturinn. En starfsfólkið liefur einnig aukizt og eru nú 11 starfsstúlkur og 3 karlmenn, og allir virðast hafa nóg að gera. Verið er nú að undirbúa sáningu á 5 ha. nýrækt í viðbót við þá ræktun í Skálatúni, sem áður er gerð. Er þá langt komið með að rækta það af Skálatúnslandinu, sem óræktað var þegar við tókum við því. Bústofninn hefur aukizt, eru nú rúmlega 40 kýr og kýrefni, en þó hafa ekki borið í vetur og vor nema 22 kýr. Ekki er enn ráðið hvað gera verður við Kumbaravog, en Reykjavíkurbær skilar hon- um nú í næstu fardögum, er hann og í bezta lagi að öllu leyti, og að ýmsu leyti betri en liann hefur verið nokkurn tíma áður. T. d. er túnið komið í ágæta rækt og er vel girt með sauðheldri girðingu. Þessar gjafir og styrkir hafa lieimilinu borizt: Frá Einari á Freyjugötu ........... kr. 500,00 Ingibjörgu og Bjarna Péturss. — 1.000,00 Barnavinafélagi Reykjavíkur í ýmsum vörum .................. — 23.891,41 Ónefndum — jólaglaðningur . . — 200,00 Halldóri Halldórssyni, arkitekt — 500,00 Ríkissj.: Af byggingarst. 1957 — 15.000,00 kr. 41.091,41 Áður ótilf.: Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði, kvikmyndasýningarvél .... — 7.600,00 kr. 48.691,41 Frá dregst: Tvífært 1955 .... — 1.000,00 Kr. 47.691,41 Enn fremur hafa heimilinu borizt, fyrir milligöngu Páls Kolbeins stjórnarnefndar- manns, kæliskápur og jólaglaðningur og frá þremur bandarískum konum vönduð leikföng. Að síðustu minnist ég þess með þakklæti að umdæmisstúkan hefur sent börnunum eins og áður ríflegan jólaglaðning, „jóla- gjafasjóður stóru barnanna" um hendur frú Ragnhildar læknis Ingibergsdóttur í Kópa- vogi og frá bandaríska varnarliðinu um hendur lögreglustjórans á Keflavíkurflug- velli. Megi þessi stofnun eflast vel og stækka, því mikil er þörfin, og eru nú 12 börn á biðlista, sem engan samastað eiga. Búið er að teikna viðbót við heimilið en stjórnin sér sér ekki fært að hefja byggingaraðgerð- ír enn. Jón Gunnlaugsson. Skýrslunni fylgir reksturs- og efna- hagsreikningur barnaheimilisins árið 1956. Varðandi hann skal þess hér að- eins minnst, að skuldlaus eign heim- ilisins er talin: kr. 726,463,00, en niðurstöðutala reikningsins er: kr. 1,573,463,00. Þetta er því allmikill bú- skapur og til fyrirmyndar. Nokkrar umræður urðu á þinginu um skýrslurnar, en þó mestar um nokkr- ar tillögur, og ályktanir, sem fram voru bornar og einróma samþykktar. Þær voru þessar: 1. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1, hald- ið í Hafnarfirði dagana 25. og 26. maí 1957, lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti til biskups íslands, herra Ásmundar Guð- mundssonar, fyrir forgöngu hans um fjár- söfnun til hjálpar drykkjusjúkum heimilis- leysingjum í Reykjavík. 2. Þingið telur, að drykkjumannahæli þau, sem ríkið hefur komið á fót, sé viðurkenn- ingarvert spor í rétta átt, einnig að lijúkr- unarheimili Bláa bandsins í Reykjavík sé mjög til bóta, en samt sé þetta ónógur hælis- kostur. Þörfin sé mjög brýn á langtum meira húsrými vegna þessara sjúklinga. Þess vegna skorar þingið á framkvæmdanefnd sína, að athuga, hvort unnt muni vera að hún komi upp stofnun fyrir slíka menn og starfræki liana á sínum vegum. 3. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að framkvæmdanefndin skuli hafa tekið upp samstarf við kirkju landsins og presta henn- ar, svo og skólastjóra og nemendur gagn- fræðaskólastigsins, og lætur í Ijós ósk um, að framhald verði á slíku samstarfi. 4. Þingið vottar Jóni Gunnlaugssyni og stjórn Barnaheimilis templara í Skálatúni virðingu og þakklæti fyrir frábært starf í þágu heimilisins. 5. Þingið ítrekar áskorun sína til bæjar- stjórnar Reykjavíkur um að hætta áfengis- veitingum í veizlum og samkomum á veg- um bæjaryfirvaldanna. 6. Þingið beinir þeirri ósk til fram- kvæmdanefndar Stórstúku íslands, að hún beiti sér fyrir fjölmennu allsherjar móti íslenzkra bindindismanna, nú þegar í sumar. Ef sýnt þykir, áður langt líður, að ekki muni takast að koma á slíku allsherjar móti, þá felur umdæmisstúkuþingið fram- kvæmdanefnd sinni, að gangast fyrir því, að sem flestir bindindismenn í umdæmi lienn- ar geti komið saman til fundar fyrir næsta haust, — á Jaðri, Þingvelli eða annars stað- ar þar, sem bezt þykir henta. A síðari degi þingsins — sunnudegi, hinum almenna bænadegi kirkjunnar, gekk þingheimur til kirkju og hlýddi messu í Fríkirkju Hafnarfjarðar. Séra Kristinn Stefánsson flutti ágæta ræðu um efni dagsins, og bað einnig umdæm- isstúkuþinginu og störfum þess blessun- ar drottins. Eftir messu var setzt að kaffidrykkju í templarahúsinu, í boði templara í Hafnarfirði, var þar rúmt hundrað manns. Þegar flest var á þingi, voru full- trúar og gestir 115, fulltrúarnir 83 frá stúkunum í umdæminu, þar á meðal þingstúkum og barna- og ungmenna- stúkum. Þegar þingfundur hófst á ný, flutti Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri Flens- borgarskólans, snjallt og ágætt erindi um félagsleg vandamál í sambandi við æskulýðsstarfsemi. Öll framkvæmdanefnd umdæmisstúk- unnar var endurkosin. Þingið fór mjög vel fram að öllu leyti og sýndi, að enn vaka áhugamenn. * ' Avarp biskups Vissulega munu bindindismenn í landinu taka heilhuga undir áskorun biskups frá 13. maí sl., um a?S hefja fjársöfnun til þess aíJ unnt veríSi hi?S brátSasta atS búa aíS minnsta kosti næturskjól þeim bágstöddu mönnum, sem hvergi eiga höfÖi sínu aíS aíS halla. Raunalegt er aíS svo skuli vera ástatt um nokkra menn hjá siíSmenntuíSum þjótSum, og raunalegast þó af öllu, atS ríkicS sjálft skuli selja nautnameðal, er ræktar þann sjúkdóm er einna verst leikur menn, gerir þá ósjálf- bjarga og þunga byríi sjálfum sér og ö’Srum. Líklega er áfengisböliS eini sjúkdómurinn sem menn rækta vitandi vits. Kröfu verSur aS gera til þess aS á slíku verSi breyting, og þá þurfa einnig forustumenn þjóSarinnar aS taka hreina afstöSu til áfengisvandamálsins og af- neita áfengistízkunni algerlega. Sjálfsagt er aS bjarga þeim, sem í brunninn eru fallnir, en engu síSur aSkallandi aS byrgja hann svo, aS ekki fari aSrir sömu leiS. --------ooóoo-------- Abstraktlistin okkur sýnir andlit sálar. Málarinn sinn hugarheim og hjarta málar. Abstraktlistar undri mundu allir trúa, ef þeim tækist innyflunum út að snúa. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.