Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 7
EINING 7 Draumar Svo heitir mjög snotur, lítil ljóðabók, sem Einingu hefur borizt. Höfundurinn er Maríus Ólafsson, kaupmaður. Tvær ljóðabækur hafa komið út eftir hann áður, Við hafið (1940) og Holtagróð- ur (1950). Maríus er frá Eyrarbakka, eins og ýmsir aðrir þjóðkunnir ágætismenn, og þótt Eyrarbakki standi lágt, þá er hann umgirtur mikilfenglegri útsýn, voldugri til áhrifa, ekki sízt á huga barna og æskumanna. A aðra hönd er búsældar- leg og fangmjúk víðáttan og þar rís í fjarsýn ein hin tignasta og fegursta fjallasýn, sem getur að líta á landi hér og þótt víðar sé farið. Á hina hönd er svo hafið, stundum spegilslétt, sólmerl- að, breitt og blikandi, en stundum ógn- þrungið og hamslaust. Þá rís hár og hvítfyssandi ölduskaflinn með fram allri ströndinni við bæjarvegg Eyrarbakka. Á slíkum stað ættu að geta alizt upp bæði tónskáld, ljóðskáld og aðrir lista- menn. Nöfnin á ljóðabókum Maríusar Olafssonar: Við hafið, Holtagróður og Draumar, eru því mjög eðlileg. Engan þreytir Maríus með mælgi í ljóðum sínum. Ljóðin í þessari nýju bók hans, Draumar, eru fremur stutt og hnytmiðuð. Bókin er aðeins um 60 blað- síður og á sumum þeirra eru aðeins 4 eða 8 ljóðlínur. Það liggur við, að mér sé stundum dálítið uppsigað á slíkt ör- læti á pappír, en svo góðar geta fjórar ljóÖlínur auðvitað verið, að þær eigi skilið bjarta og rúmgóða umgjörð. Ein ferskeytla Maríusar, sér á blaði er þessi: Húmi andar haustið kalt, hverfur skýjaborgin. Götu dauðans gengur allt, gleðin jafnt og sorgin. Önnur: Ævin líður, árin hverfa í aldadjúpið. Öldur falla og öldur rísa, yfir hafið stjörnur lýsa. Og þriðja: Eins og fræ, sem ljóssins Ieitar, lifir innst í mannsins hjarta, trú á vorið, vorið bjarta, vökvuð tárum grafarreitar. I snotru, litlu ljóði um Jón Aðils, sagnfræðing, er eitt stefið á þessa leið: Sagan, lífið, land og þjóð, liðinna alda hjartablóð, boðskap þinn, hið bjarta mál, brenndi inn í þjóðarsál. Eitt veigamesta ljóðið í bókinni er Aldarafmæli barnaskólans á Eyrar- bakka. Síðasta stefið er á þessa leið: Mannsins þrá að skilja og skýra, skapa og fegra líf á jörð, bendir fram sem bjartur draumur, boðar þjóðum sáttargjörð. Boðar frelsi og bróðurvilja, boðar einlægt friðarmál. Vaki skólans æsku yfir andi Guðs í mannsins sál. Óþarft er að birta í Einingu fleiri sýn- ishorn af ljóðum Maríusar. Blaðið hef- ur birt áður ljóð eftir hann, og margir kaupendur blaðsins syngja oft á fundum sínum ljóð hans. Ekki leikur Maríus neinar atómald- arljóðabrellur. Hann heldur í heiðri og hreinu þjóðarinnar geðþekka ljóðaformi. Má meta mikils við hvern ljóðasmið og hagyrðing slíka þjóðrækni, sem forðar þeim frá glapstigum ræktarleysisins. Einnig í þessum efnum krefst nútíminn ofurlítillar festu og manndóms. Á það skortir ekkert hjá Maríusi Ólafssyni. P. S. FossbúSnn lieitir skólablað Skógaskóla. Pað er fjölrit- að og flytur ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar, bæði eftir nemendur og skóla- stjóra, einnig skýrslu skólans. Skólastjór- inn, Jón R. Hjálmarsson, á þar eftirfarandi grein, er heitir: Til íhugunar. íslenzkt æskufólk verður þegar á unga aldri að taka afstöðu til ýmissa vanda- mála, er á vegi þess verða. Eitt þessara vandamála er tóbaks- og áfengisnautnin. Neyzla þessara eitur- lyfja hefur færzt allmjög í vöxt með þjóðinni hin síðari ár og nokkuð er áber- andi, að fólk byrji nú yngra að venja sig á notkun þeirra en áður tíðkaðist. Nú er vitað mál, að eiturefnin eru marg- falt skaðlegri fyrir þá, sem ekki hafa tekið út fullan þroska, heldur en full- orðið fólk. Ekki skal áfengis- og tóbaks- neyzlu bót mælt hjá neinum, en sérstak- lega varað við henni hjá þeim, sem eru að vaxa andlega og Iíkamlega. Það er margt, sem ungt fólk í þessu landi verður að tileinka sér, áður en það verður fullkomlega hlutgengt til hinna margvíslegu starfa í þjóðfélaginu. Eftir því sem starfsgreinunum fjölgar og tæknin færist inn í atvinnulífið, gerast störfin vandasamari og krefjast meira öryggis og nákvæmni. Þorri æskumanna ver nú þroskaárunum til margvíslegs skólanáms og undirbúnings undir ævi- starfið. En sorglegt er til að vita, að nokkur hluti þessa fólks skuli stórlega draga úr hæfileikum sínum og þroska og spilla heilsu sinni með neyzlu eitur- efna á þeim árum, sem þýðingarmest eru til að búa í haginn fyrir framtíðina. Hver er sá ungur piltur eða ung stúlka, sem ekki kýs að eiga fagra og gæfuríka framtíð? Hver vill ekki heldur reisa musteri lífs síns á bjargi en sandi? Enginn! En þá er líka heppilegast að láta tóbak og áfengi eiga sig, meðan æskan varir. Ef svo tekst til, er senni- legt að komast megi hjá þessum óvana allt lífið. Fátt er svo fagurt og göfgandi sem bindindisheit gefið í æsku og hald- ið og varðveitt fram á ævikvöld. Annað vandamál, sem nú mætir upp- vaxandi kynslóð, er bókakostur sá, sem helzt er haldið að henni til aflestrar. Á bókamarkaðinum hin síðustu ár hefur kyngt niður ókjörum af lélegum tíma- ritum, þar sem helzt eru á borð bornar frásagnir af hinum viðbjóðslegustu glæpum og myrkraverkum. Með því að stjórnarvöld taka ekki í taumana og sporna við útbreiðslu rita þessara, má búast við, að ósómi þessi hafi víðtæk áhrif til að spilla hugarfari og siðferðis- vitund lesendanna. Vissulega er útgáfa þessara sorprita langt neðan virðingar fornrar og mikill- ar menningarþjóðar, sem Islendingar eru. En í skjóli afskiptaleysis fá fjár- plógsmenn að græða á þessum sora, er ekki einungis skemmir bókmennta- smekk, heldur og dregur úr almennu siðgæði. Hér er verkefni fyrir heilbrigða og menntaða æsku landsins að glíma við. Hinar sönnu og góðu bókmenntir, sem við erum auðug af, hafa betra að bjóða en hismi sorpritanna. Vandi æskunnar er í því fólginn að skilja hismið frá kjarn- anum. Ef henni tekst það, þá munu sorpritin brátt liggja ólesin og grotna niður. Hér er um að ræða að vernda íslenzk- an menningararf og færa hann skíran til komandi kynslóða. Hver vill ekki leggja sitt af mörkum til að svo megi verða? Jón R. Hjálmarsson. Frá Fœreyjum íbúar Færeyja eru 31,000. Af þeim eru 5000 í Þórshöfn. í eyjunum eru 9 góðtempl- arastúkur og í þeim 1200 félagar, auk þess ungmennastúka í Þórshöfn. Eyjarnar hafa og sína eigin stórstúku. Auk þessa eru svo ýms önnur samtök bindindismanna, t. d. Blái krossinn með 1000 félaga, og önnur er hafa 300 eða færri félaga. Blað bindindis- manna í Færeyjum heitir Gladustrok, og fær Eining það í skiptum. Blaðið sendir út 1200 eintök og gerir okkur hér á landi minnkun, þar sem við erum minnst fimm sinnum fleiri en Færeyingar og bindindismenn hér margir í landinu, en upplag Einingar inn- an við 2000, en er þó miklu efnismeira og fjölbreyttara blað. Ef til vill semur ekki öllum bindindismönnum við Einingu, þótt margir sæmdarmenn landsins gefi henni góðan vitnisburð, en undanförnum bindind- isblöðum hefur ekki vegnað betur. Sennilega erum við íslendingar illa samtaka á þessu sviði eins og mörgum öðrum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.