Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 15

Eining - 01.06.1957, Blaðsíða 15
EINING 15 18.000 menn dóu i Frakklandi úr áfengissýki á einu ári Á sínum tíma skipaði Mendes France nefnd til þess að rannsaka ástandið í áfengismálum þjóðarinnar. I nefnd þess- ari voru fjórir læknar, tveir háskólapró- fessorar, fjórir þingmenn, einn blaða- maður, einn háttsettur embættismaður í hernum, einn bóndi, einn iðnaðarmað- ur og einn úr verkalýðsfélagi. jpessi nefnd lagði fram skýrslu á al- þjóðabindindisþinginu í Istanbul í sept. s.I., og það var „skuggaleg skýrsla“ segir norska blaðið Folket. Nefndinni var veitt 150 milljónir franka síðari hluta ársins 1955, og 300 milljónir árið 1956. Meðal annars er þess getið í skýrslu nefndarinnar, að árið 1954 hafi dáið 18.000 manns í Frakklandi úr áfengis- sýki, en á stríðsárunum, þegar mjög sterkar hömlur voru á áfengissölunni í landinu, voru þessi dauðsföll aðeins 3500 til 4000. Með algerlega frjálsri sölu hefur þetta næstum fimmfaldast. Áfengissýkin í Frakklandi drepur þannig helmingi fleiri en farast í umferðarslys- um, og hún drepur fleiri en tæringin. En nú eru Frakkar líka að vakna til með- vitundar um þann voða, sem áfengis- neyzlan býr þeim. Þeir standa þar and- spænis mjög erfiðu vandamáli. Þá halda fréttirnar frá Svíþjóð áfram að vera mjög óglæsilegar. Fréttir frá Stokkhólmi (NTB's korrespondent) herma að frjálsa áfengið“ eyðileggi nú þúsundir heimila. Þingmaður í Malmö hafði boðið til fundar um þetta vanda mál og komu þar fróðir menn á þessu sviði frá mestum hluta Suður-Svíþjóð- ar. Þar fullyrtu læknar, lögreglumenn, og starfsmenn félagsmála, að frjálsa áfengissalan væri nú að eyðileggja þús- undir heimila í landinu. Breytingin á áfengismálalöggjöfinni hafi haft verri afleiðingar en hinir bölsýnustu bjuggust við, og er þá mikið sagt. Ölæði fari einn- ig mjög í vöxt. Almennur drykkjuskap- ur hafi aukizt og orðið ruddalegri, áfeng- isvarnirnar séu gersamlega ófullnægj- andi. ,,Margt bendir til þess“, segir blaðið, að ,,þessi ofdrykkjufaraldur sé ekkert stundar fyrirbæri“. Því spáðum við löngu fyrirfram. Allir bindindismenn vita af reynslu manna á undanförnum öldum, að þeim mun frjálsari sem áfengissalan er, því meiri og grófari verður drykkjuskapurinn. Yf- irstandandi ástand, ekki aðeins Svía, heldur og Frakka, Ameríkumanna og fleiri þjóða, er augljóst dæmi. Aðeins andlegur þroski, ræktaður af siðbætandi og göfgandi trúarlífi, getur verið ein- staklingnum nægilega sterk vörn gegn áfenginu, en eigi einstaklingar eða þjóðaheildir ekki til það siðgæðisþrek og þann andlega þroska, er róttæk lög- gjöf hið eina, sem að haldi kemur. Hin almenna svo kallaða menning nægir ekki. Það er margreynt og sannað. I þessu máli þurfa menn að vera raun sæir. -------ooOoo-----— Þegar saíi er sagi Grófum ósannindum og óhróðri um áfengisbannið í Ameriku svaraði fyrir nokkru danskur prestaöldungur, L. C. Larsen, á þessa leið: „Ég heimsótti Bandaríkin árið 1912. Hafði þá samt lítinn tíma afgangs frá þingstörfum. Þó notuðum við tveir mest- an hluta einnar nætur til þess að skoða ,,Bowery“-svæðið í New York. Við komum á marga staði og vissulega mátti sjá þar átakanlega sjón. Mér var allvel kunnugt um lífið í skuggahverfi Kaupmannahafnar, en hvað var það til samanburðar því, er séð varð í New York. Árið 1926 fórum við hjónin svo aftur til Bandaríkjanna, og dvöldum þar þá allengi, vorið og sumarið. Þá var áfengisbann í landinu.. Við töluðum um, að líta aftur á skuggahverfi New Yorkborgar, en kunnugir sögðu okkur, að þar mundi nú ekki vera neitt sérlega markvert að sjá. Þessa sumarmánuði ferðuðumst við víðs vegar um Bandaríkin. Við fórum frá New York til Seattle, vestur að hafi. Þaðan aftur til Los Angeles, og nýjar leiðir þaðan til New York. Við ferðuð- umst með alls konar farartækum og gist- um margs konar hótel. Við dvöldum í stórborgum og litlum sveitarborgum, og við vorum úti á öllum stundum dagsins og kvöldum. I fyrra skiptið, er ég kom til Ameriku, varð ég allvel var við ölv- aða betlara. En á öllu þessu ferðalagi okkar hjónanna víðs vegar um ríkin og undir margs konar kringumstæðum, sáum við einn — aðeins einn ölvaðan mann. Við vorum aldrei sjónarvottar að drykkjuskap, hvorki á einkaheimil- um né hótelum. Okkur tókst aldrei að rekast á neitt af þessum „milljónum heimila“, sem sagt var að svölluðu í leynibruggí. Við heimsóttum danskan mjólkurbúsforstjóra, sem átti að veita áfenga drykki, en ekki var þar á boð- stólum annað en gosdrykkur. Öllum drykkjumönnum virtist auðvelt að snið- ganga okkur. Við leituðum þeirra ekki, en við gengum heldur ekki úr vegi fyrir þeim. Svo var það, að við fengum nokkuð til samanburðar. Kvöld eitt átti ég að tala í Vancouver í Canada. Einn vina minna, guðfræðiprófessor, ók með okk- ur frá Seattle til Vancouver. Á hinni stuttu leið frá Iandamærunum Canada- megin sáum við sex sinnum drukkna menn, og á hótelinu, sem við gistum, var svo mikil óregla á hótelgestunum, að prófessorinn sagðist ekki hafa fengið svefnfrið. Þannig kynntumst við á örfá- um klukkustundum lífinu, sem við tók, er komið var út úr bannlandinu“. Þannig segir danski klerkaöldungur- inn sögu sína. Oft hef ég sagt frá reynslu minni, og reynt að segja satt, eftir að ég kom heim frá Ameríku 1930 og ferð- aðist þá hvað eftir annað hringferðir um landið, bæði á landi og sjó, og varð þá sjaldan var mikillar óreglu, þótt spán- arvínin væru þá komin. Svo keyrði um þverbak, er bannið var afnumið og sterku drykkirnir tóku einnig að flæða. Þá var ekki svefnfriður um borð í far- þegaskipum, né á hótelum hér og þar fyrir drykkjulátum ýmist úti eða inni. Hið mikla „spillingar og leynibruggs- flóð“ í Bandaríkjunum á bannárunum, streymdi fyrst og fremst og að mestu leti úr lygapennum þeirra, sem þurftu að græða á afnámi bannsins, en það voru áfengisframleiðendur, áfengissalar og auðmenn, er þurftu að velta af sér skattabyrði. Þetta er sannleikurinn um- búðalaus. Hitt vita svo allir, að bann- lögin voru brotin eins og önnur lög. P. S. ■----——ooOoo-------- Kvöld eitt, er myrkt var orðið, kom vinnumaður til húsbónda síns og bað hann að lána sér ljósker. „Ljósker“, sagði húsbóndinn, „tilhvers þarftu þess?“ „Eg ætla að fara að heimsækja kærustuna“. „Heimsækja kærustuna“, svaraði húsbóndinn. „Þú þarft nú líklega ekki ljós til þess. Ævinlega fór eg þeirra erinda í myrkrinu“. „Já, en sjáðu líka, hvað þú hefur hreppt“, svaraði vinnumaður. --------ooOoo------- Það gerir Englendinginn áhyggjufull- an að verða skollóttur, en þá selur Skot- inn hárburstann sinn. --------ooOoo-------- Einhver spurði unga stúlku, hvers vegna hún ætlaði að að giftast lögreglu- þjóninum. „Þú veizt“, svaraði hún, „að það er á móti lögum að óhlýðnast lög- reglunni.“ -——-----ooOoo------- Prestur nokkur spurði mann, hvers vegna hann kæmi aldrei í kirkju. „Vegna þess“, svaraði maðurinn, “að í fyrsta skipti, er eg kom þangað var skett vatni framan í mig. Næsta skipti var eg rígbundinn kvenmanni, sem mér hefur aldrei tekizt að Iosna við.“ „Og þegar þú kemur í þriðja sinni“, sagði klerkurinn, „verður sjálfsagt mok- að mold á þig“.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.