Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 3
íþróttablaðið. í. S. f. , í. R. Meistaramót í. S. I. heldur Iþróttafélag Reykjavíkur dagana 6.—10. ágúst næstkomandi. Keppt verður í íþróttagreinum nr. 1 —16 og 22 í ákvæðum um Meistaramótið, sem prentaður er útdráttur úr annarsstaðar hér í blaðinu. Þrenn verðlaun verða veitt í hverri íþrótt. Auk þess sérstök verðlaun fyrir met. Keppendur gefi sig fram við undirritaða í allra síðasta lagi fyrir 31. júlí. Stjórn íþróttafélags Reykjavíkur. — Pósthólf 802. — Útdráttur úr ákvæðum, er snerta ísl. meist- aramót, sem nú skal halda fyrsta sinn samkvæmt augl. hér í blaðinu. Utn íslenzk meistaramót. Leikmót fyrir íslenzkt meistarastig skal halda árlega í eftirtöldum íþrótt- um: 1. Hlaup 100 metra. 2. — 200 — 3. — 400 — 4. — 800 — 5. — 1500 — 6. — 5000 — 7. — 10000 — 8. Grindahlaup 110 metra. 9. Hástökk með atrennu. 10. Langstökk með atrennu. 11. Þrístökk. 12. Stangarstökk. 13. Kringlukast beggja handa. 14. Spjótkast — — 15. Kúluvarp — — 16. Boðhlaup 4X100 metra. 17. Víðvangshlaup bæði einstaklinga og 3. manna sveita. 18. Hástökk án atrennu. 19. Langstökk án atrennu. 20. Lóðrétt stökk bæði utan og innan handa. 21. Þjófastökk. 22. Fimtarþraut. Rétt til að taka þátt í íslenzku meistaramóti hefur hver sá íþróttamaður, sem er íslenzkur borg- ari, er orðinn eða verður á því ári fullra 17 ára, og er í íþróttafélagi innan í. S. í. í. S. í. sér um mótið eða fær félag innan sinna vébanda til að halda það. Keppa skal í þeim íþróttum, sem hér voru taldar 1. til 16., um eða upp úr mánaðamótunum júlí—ágúst, í 18. til 21. innanhúss á vorin og í 17. og 22. þegar í. S. í. ákveður, þó að jafnaði áður en að- almótið fer fram. Félag það, sem heldur meistaramótið, skal kosta það að öllu leyti. Verði ágóði af mótinu, skal skifta honum á milli félagsins og I. S. I. þannig að fé- lagið fær 3/s og í. S. í. 2/s hluta. Hverri þátttökubeiðni skal fylgja 5 krónur fyrir hvern mann, sem tryggingarfé. Er það jafnt hvort sem hlutaðeigandi tekur þátt i fleiri eða færri í- þróttum. Skal endurgreiða hlutaðeiganda 4 kr., ef hann mætir til leikanna og tekur þátt í þeim eða annar maður frá sama félagi í hans stað, en 1 kr. rennur ætíð til I. S. í. Ákvædi um íþróttamenn, sem ekki mæta til leika, sem þeir eru skráðir til. íþróttamann, sem ekki mætir til kappleiks, sem hann er skráður til að taka þátt í, og ekki hefur tilkynt fullgild forföll, getur í. S. í. dæmt í sekt eða útilokað frá kappleikum alt að árlangt. Ef starfsmaður í stjórn þess íþróttafélags, sem hlutaðeigandi íþróttamaður er í, veldur því, að hann ekki mætir, skal hann þegar fara úr stjórn félagsins eða félagið missir kapprétt sinn alt að árlangt. Eigi annar félagsmaður sökina, skal sá gjalda hina dæmdu sekt eða vera árlangt úr fé- laginu. Umsóknir. Umsóknir um að keppa á leikmóti eiga að vera skriflegar og gerðar af félagi hlut- aðeigandi í íþróttamanna, og undirritaðar jafnframt af keppendunum sjálfum. I allar umsóknir skal rita nafn íþróttamannanna fullum stöfum, og skulu þau rituð þannig á leik- skrá. Sama gildir þótt maðurinn taki að eins þátt í boðhlaupi eða annari slíkri sveitakepni. Sé um erlenda íþróttamenn að ræða skal fylgja vottorð frá viðkomandi íþróttafélags-sambandi.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.