Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 24
80 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Svona lítur opinbera auglýsingin um Olympíu- leikana í Amsterdam út, sem nú er send um öll lönd. A henni sést þolhlauparinn renna um löndin, en til hliðar við hann sést Maraþonsstólpinn og Olympíu-fáninn með hringunum fimm, sem eru í- mynd heimsálfanna. Myndina hefir hollenskur lista- maður, Kees Roovers, gert. fAun nokkur íslendingur leika undir þessu merki? Álafosshlaupið var háð sunnud. 10. júlí. Þátttakendur voru aðeins 5. Hlaupið byrjaði, frá Alafossi eins og vant er, kl. 11,20 f. h. og lauk á venjulegan hátt á íþótta- vellinum. 1. Magnús Guðbjörnsson á 1 klt. 11' 59" 2. Stefán Runólfsson - 1 — 13' 43" 3. Ingimar Jónsson - 1 — 17' 9,6" Hinir 2, Helgi Guðmundsson og Björn Hall- dórsson, urðu að hætta seinni partinn á hlaupinu. Guðm. landlæknir Björnson skoðaði hlauparana bæði fyrir og eftir hlaupið. Nú var Magnúsi afhentur nýr bikar, mjög falleg- ur, smíðaður af Ríkarði Jónssyni úr ísl. birki úr Hallormsstaðaskógi, er sendiherra Böggild hefir gefið. Ýmislegt. Knattskpyrnufélag Reykjavíkur hefir gefið í. S. í. fallegan og stóran silfurbikar, sem keppa á um í reipdrætti árlega, á milli austurbæinga og vesturbæinga. Er gert ráð fyrir að kept verði um þennan bikar 17. júní n. k. og mun reglugerð fyrir bikarinn birtast síðar hér í blaðinu ásamt mynd af honum, og myndir af Álafossbikarnum nýja, sem J. E. Böggild sendiherra gaf í. S. í. Umsóknir um námskeið Jóns Þorsteinssonar, samkv. auglýsingu hans hér í blaðinu, ættu þeir, er nota ætla, að senda honum sem allra fyrst. Kvenna-íþróttafélag hafa 30 stúlkur í Rau- foss í Noregi stofnað og gengið í héraðssambandið. Segir »Idrettsliv* 23. maí síðast, að þær hafi starf- að þegar í 5 mánuði og orðið vel ágengt. Hvenær koma íslenzku stúlkurnar? Árskýrslur, mótaskýrslur og metaskýrsl- ur svo og skatt, eru þau félögin, sem ekki hafa þegar gert það, beðin að muna að senda til I. S. I. Baksundsmet J. Weissmullers á 150 yards segir »Chicago Daily Tribune« frá 7. apríl s. 1. að 17 ára unglingur, George Kajac frá New Vork, hafi hrundið þá kvöldið áður. Um tímann er ekki getið. — Sjá mynd í glugga versl. »Áfram« Laugaveg 18. Ýms met segja Amerísk blöð frá í apríl að bætt hafi verið á leikmótum sem þar hafa verið haldin, þar á meðal í stangarstökki, 440 yards hlaupi og fleiri íþróttagreinum. — Sjá myndir í glugga versl. »Áfram«, Laugaveg 18. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steindór Björnsson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.