Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTABLAÐlí)
65
Aöalfundur I. S. I. 1927,
hófst í Kaupþingssalnum 29. júní kl. 520 e. h. Setti
forseti, ,Ben. G. Waage hann og mintist tveggja
látinna styrktarmanna sambandsins, þeirra Bjarna
alþm. ]ónssonar, frá Vogi og Egils kaupm. ]acob-
sens. Tóku fundarmenn undir með því að standa upp.
Fundarstjóri var kosinn Guðm. landl. Björnson
í einu hljóði og ritari tilnefndur Steind. Björnsson.
A fundinn komu fulltrúar frá þessum félögum:
Frá Sundfélagi Reykjavíkur.... 1
— íþrótafél. .................. 5
— Glímufél. Ármann............. 4
— U. M. F. »Reykhverfingur« . 1
— Knattspyrnufél. »Valur« .... 4
— ----- »Fram« .... 4
— ----- Reykjavíkur . 4
— ----- »Víkingur« . . 1
— Skátafél. »Ernir«.............. 1
— U. M. F. Eyrarbakka........ 1
og síðar á fundinn
— U. M. F. »Efling«........... 1
Þetta er alls 27 fulltrúar; en á kjörbréfum þeim,
sem fyrir fundinum láu, sást að af kosnum full-
trúum vantaði 20.
Auk þessa voru á fundinum 9 æfifélagar; af
þeim 4 í stjórn sambandsins og 1 heiðursfélagi, —
fyrv. forseti Axel V. Tuliníus. — Svo tveir gestir:
Gunnar Akselsen og Júlíus Magnússon.
í sambandi við stjórnarskýrslu Sambandsins gat
forseti þess, að þessar spurningar hefðu verið send-
ar út og lagðar fyrir þingmannaefni þau, sem nú
væru í kjöri til Alþingis:
1. ) Vill þingmannsefnið styðja að því, að sund-
höll verði reist í Reykjavík fyrir 1930, með því að
samþykkja fjárframlag til hennar að hálfu á móti
Reykjavíkurbæ?
2. ) Vill þingmannsefnið veita fjárstyrk til þess,
að íþróttamenn verði sendir héðan á næstu Olympíu-
leika, sem heyja á í Hollandi 1928?
3. ) Vill þingmannsefnið beita sér fyrir því, að
heimildarlög verði sett um að líkamsíþróttir verði
skyldunámsgrein við alla skóla landsins þar sem
hægt er að koma því við vegna staðhátta?
Um svör var enn ókunnugt.
Reikningar sambandsins voru samþyktir í einu
hljóði.
Forseti, Benedikt G. Waage var endurkosinn
með 29 atkv. gegn 1. Einnig meðstjórnendurnir,
Pétur Sigurðsson með 26 atkv. og Guðm. Kr.
Guðmundsson með 25 atkv. Varamenn kosnir Erl.
Pétursson með 22 atkv. og Erlingur Pálsson með
16 atkv.
Þessar tillögur voru samþyktar:
1. ) Aðalfundur í. S. í. 1927 samþykkir að íþrótta-
samband Islands gangi í Alþjóðasamband íþrótta-
manna (International Amateur Athletic Federation
— I. A. A. F.) og önnur alþjóða-íþróttasambönd,
sem I. S. I. hefir hagnað af að vera í.
2. ) Aðalf. í. S. í. 1927 skorar á Alþingi og
bæjarstjórn Reykjavíkur að láta reisa sundhöll í
Reykjavík, sem fullger sé árið 1930.
3. ) Þar sem neðangreind sambandsfélög hafa
hvorki sent skatt né skýrslur og eigi svarað bréf-
um sambandsstjórnarinnar, en stjórnin hefir sann-
frétt að. þau starfi ekki lengur, samþykkir fundurinn
að þau séu strykuð út af félagaskrá sambandsins:
íþróttafél. »EgiII«, Borgarnesi, U. M. F. »Stór-
ólfur«, Garðsauka, íþróttafél. »Gáinn«, Reykjavík,
Iþróttafél. »Kári«, Reykjavík, Skandinavisk. Fod-
boldklubb, Rvík., U. M. F. »Skarphéðinn«, Vík,
Mýrdal, og Knattspyrnufél. Vestmannaeyinga.
4. ) Aðalfundur í. S. í. 1927, skorar á Alþingi
að veita 25 þús. kr. til að senda íþróttaflokka
karla og kvenna á Olympíuleikana í Amsterdam
1928.
5. ) Aðalfundur í. S. í. 1927, skorar á Alþingi
að hækka hina árlegu fjárveitingu til íþróttasam-
bands íslands upp í 10 þús. kr., vegna undirbún-
ings íþróttasýninga á Alþingishátíðinni 1930.
6. ) Fundurinn skorar á stjórn í. S. í. að kalla
saman aukafund í í. S. í. fyrir lok þessa árs, til
að ræða um íþróttamál 1930.
7. ) Um leið og aðalfundur í. S. í. 1927 þakkar
bæjarstjórn Reykjavíkur fyrir hinn nýja íþróttavöll,
og það traust, er hún hefir sýnt í. S. í., meðreglu-
gerð vallarins, þar sem sambandinu eru fengin
umráð hans, skorar fundurinn á bæjarstjórnina að
láta fullgera Iþróttavöllinn í sumar.
Kosin var 3 manna nefnd, þeir Sigurjón Pjeturs-
son, ]ón Þorsteinsson og Jón Kaldal, til þess með
stjórninni að undirbúa fundarhald samkv. 6. till.
hjer á undan.
8. ) Fundurinn skorar á í. S. I. að beita sér