Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 69 spyrnunnar og K. R. sjálfs. Því þegar svo fer að einhver einstaklingur eða félag fer að bera ægishjálm yfir aðra í ein- hverri grein, svo að það virðist ósigrandi, þá fer svo í flestum tilfellum, að sækjendur gugna og hlut- aðeigandi sjálfur fer að slá af kröfunum við sig; framfarir í þeirri grein hætta. K. R. er vel komið að sigri sínum nú, og eng- in hætta á að það haldi ekki áfram að keppa fram í fremstu röðum, — að rninsta kosti á meðan það á þeim eða líkum forystu- mönnum á að skipa, sem það nú á. í. R. flokkarnir á skipsfjöl í Bergen. Noregsför f. R. 1927. Fimtud. 5. maí kl. 6 síðd. lét E/s. Lyra í haf með tvo fimleikaflokka frá íþróttafélagi Reykja- víkur, 13 stúlkur og 8 pilta, undir stjórn Björns Jakobssonar, leikfimiskennara, en fararstjóri var stofnandi félagsins: Andreas ]. Bertelsen, heildsali. Einn piltanna sneri aftur í Vestmannaeyjum, vegna lasleika, en hin héldu öll áfram förinni og farn- aðist vel. Fóru þau um Noreg og til Gautaborgar. Komu þau heim aftur með saina skipi 31. maí, glöð og ánægð, með nýja getu, nýja von og trú og traust á sjálfum sér og íþróttagetu okkar, Is- lendinga, sem fæst þeirra höfðu átt áður til, og yfirleitt sárfáir menn hér. Eg hefi oft séð þessa flokka bæði á æfingum og sýningum. Eg hefi alt af haft óbrigðula trú á stúlknaflokknum; hann hefir sýnt það bæði á sýn- ingum, og þó enn frekar á æfingum, að stúlkurnar voru með allan huga við það, sem þær voru að gera, að þær vissu hvað þær gátu og gerðu það altaf hiklaust hvort sem þær voru fyir margra eða fárra augum. Það sama get eg ekki sagt jafn-alment um piltaflokkinn. Þar var nóg getan, en ekki sama traustið á henni hjá iðkendum sjálfum, vel flestum, og því ekki eins mikil alúðin við æfingarnar né kröfuharkan um að vanda sig ætíð nógu mikil. Því var eg dálítið kvíðinn og efandi um þá. Eink- um styrktu síðustu æfingarnar, sem eg horfði á hjá báðum flokkunum, þessa skoðun mína. Nú hafa flokkarnir farið, séð, sýnt og sigrað, og eru heim komnir hrósi hlaðnir. Þeir hafa sýnt hér einu sinni síðan þeir komu heim. Stúlkurnar með sömu alúðinni og áður, þó sýnilega með enn tryggara trausti á getu sinni, en piltarnir nær gerbreyttir, auðvitað ekki hvað stíl og æfingar snertir, en vandvirknina, festuna og traustið. Einmitt undir þessu er mest komið: tiaust- inu og trúnni á að geta gert það, sem um er að ræða, viljanum á að gera það, vandvirkninni við það, bæði meðan verið er að læra og æfa engu síður en sýna, og kröfuhörkunni við sjálfan sig í smáu sem stóru, bæði á æfingum og utan æfinga. Sá, sem ætlar að ná langt á einhverju sviði, má aldrei slá slöku við, aldrei hvarfla frá stefnunni né missa sjónar á takmarkinu. Nú vita þessir fimleika-farar að við erum þegar

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.