Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 18
74 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Er þetta hið lengsta hlaup, sem hér hefir verið þreytt svo kunnugt sé, um 50 km. Er það Magn- úsi stórheiður að leysa þessa þolraun fyrstur manna og það svona vél. Mun það halda orðstír hans á lofti á meðan þolhlaup eru hér reynd. Var honum líka vel fagnað af öllum, sem á íþróttavellinum Magnús Guöbjörnsson. voru bæði utan girðinga og innan. Tóku þar á móti honum starfsmenn mótsins og 16 skrúðbúnir karlar, sem þarna sýndu í fyrsta sinn að þessu skifti, litklæði til hátíðabúnings að sið fornra manna. Er markmiðið að koma því í kring, að sem allra flestir verði til að taka upp slíka eða svipaða bún- inga og beri á hátíðum og tillidögum, svo að helst •allir Islendingar búist íslenzkum búningum á þjóð- hátíðinni 1930. Búninga þessa hefir Tryggvi list- málari Magnússon teiknað með hliðsjón af fornum búningum og eftir lýsingum. En spennur og silgj- ur hefir Björn Björnsson gullsmiður gert, einnig í fornum stíl. Auk þessara manna tók ]óhannes Jósefsson, glímukappi, sem var aðalræðumaðurinn við mót- setninguna, á móti Magnúsi, svo og Sigurjón Pét- ursson á Álafossi, sem gaf honum fyrir hlaupið fagran, listsmíðaðan bikar úr ísl. birki. Á mynd, sem hér fylgir, sést Magnús á höndum tveggja skrúðklæddu mannanna, með bikarinn í hendi, nýkominn inn af hlaupinu. Eftir að mótið var sett, sýndu þarna leikfimi undir stjórn Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara 32 menn úr Ármann og K.R. + 1 Hafnfirðingur. Er þetta næst strærsti hópur, sem leikfimi hefir sýnt hér í Rvík. Dagblöðin hér töldu þetta stærsta hóp- inn og héldu því fram, að hér hefðu aldrei sýnt fleiri en 11 eða 12 menn í hóp fyrri. Þó er ekki lengra síðan en í fyrra að I. R. sýndi á Austur- velli 17 stúlkur í einum af 4 flokkum, sem þar komu fram. Þar fyrir utan llefir það oft sýnt með 14, 16 og 18 manns bæði í báðum unglingaflokkum sínum. og 1. flokki karla auk þess, sem það hafði hópsýningu á íþróttavellinum gamla á uppstigning- ardag 25. maí 1922 með 42 stúlkur. Þá fór þar líka fram hið fyrsta og eina forskotshlaup, sem hér hefir háð verið. En þetta var nú útúrdúr, aðeins til að leiðrétta missagnir. í 100 metra hlaupi var Helgi Eiríksson fljót- astur á 11,3 sek., sama tíma og nú er ísl. met. I 1500 m. og 5 km. hlaupum Geir Gígja, 4' 29,2 sek. og 18' 24,8 sek. í Kringlukasti Karl Guðmundsson, samanlagt 51,37 metra. í hásfökki Helgi Eiríksson, náði þágildandi ísl. meti, 1,70 metra. í 800 metra hlaupi bæfti Geir Gígja ísl. metið úr 2' 8,8 í 2' 3,2 sek. í langstökki var Reiðar Sörensen skarpastur með 6,24 metra. í kúluvarpi Stefán Björnsson með samanlagt 15,54 metra. í 10 km. hlaupi Sigurður Jafetsson á 38' 17,5 sek. í 20 km. hjólreiðum tóku 18 menn þátt. Var þeim ræst á Hverfisgötu inst, við Vatnsþróna og sendir upp fyrir Rauðavatn. Þaðan komu þeir svo gegnum bæinn út á íþróttavöll. En svo fóru leikar að enginn tími fekst á nokkrum þeirra. En 12 var ákveðið að skyldu teljast hafa lokið skeiðinu undir tilskildum tíma. Þessi truflun, sem þarna átti sér stað, var áhorf- endum að kenna. Það er orðinn fastur siður, sem varla verður bættur, nema með nau/sterkri, (sbr. nautheldur) brjósthárri gaddagirðingu, að áhorfendur ryðjast inn á leikvöllinn og troðast þannig um starsf- menn mótanna, að þeim er gert algerlega ómögu- legt að vinna skyldustarf sitt svo, að þeir geti á- byrgst fyrir Guði og samvizku sinni, að leikurinn hafi farið fram á réttan hátt. Þeir eru hraktir af sínum stað og keppendum oft líka gert ómögulegt

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.