Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 23
ÍÞROTTABLAÐIÐ 79 „íslenzka glíman“. Út af samnefndri grein eftir G. A. í síðasta blaði hefur Jón Þorsteinsson íþróttakennari frá Hofsstöðum, sem stóð fyrir glímuförunum til Noregs og Danmerkur, nokkrum sinnum talað við mig. Segir hann að »orðrómur« sá, sem þar er sagt að »læðist út um sveitirnar« um »trúðleik« eða »loddara«-skap í sambandi við glímusýningar, geti alls ekki átt við flokkana, sem hann stýrði. Þeir hafi ætíð sýnt glímuna í fullu samræmi við glímulög og reglur í. S. í. Hafi líka fjölda margir góðir glímumenn og aðrir, sem gott vit hafa á ísl. glímu og sáu þessar sýningar eða sýningar þær, er hann hélt bæði fyrir og eftir utanfarirnar, látið eindregna ánægju í ljósi yfir því, hve vel og fallega glíman var kynt utanlands. Get ég tekið í sama streng, því ég sá allar þessar fyrir- og eftir-sýningar. En — ætlar enginn af eldri glímumönnunum okkar að leggja orð í belg um glímuna? Getið þið viðurkent að hún sé »hættuleg«, hættulegri en aðrar íþróttir yfirleitt, ef rétt er á haldið og umbúið? Eða finst ykkur, eldri og yngri, að hún sé alveg gallalaus eins og hún nú er, og að eng- ar umbætur sé hægt að gera á henni á nokkurn hátt? Mér finst ekkert á móti því að þetta sé at- hugað og það vel, og frá sem flestum hliðum. Með því verða gallarnir fundnir og lagaðir, og við slysunum séð. íþróttablaðið hefur rúm fyrir slíkar greinar og bíður eftir þeim. Ritstj. Styrkbeiðnir í. S. í til Alþingis voru nefndar í síðasta blaði. Beiðnin um styrk til 01- ympiuleikafarar var feld alveg, en styrkur til Sam- bandsstarfsins lækkaður úr 2000 í 1800 krónuur. Misskift er umhyggjusemin! Til þess að stuðla að bótum á búfé landsmanna eru haldnir ráða- nautar í hverri grein, hrossa, kúa og kinda. Það er líka sjálfsagt. Betra búfé gefur meiri arð, það er fjárhagslegur gróði að rækta skepnurnar. En hvernig er það með mannræktina? Hvar er ráðanauturinn? Er heilbrigði og hreysti, fjör og lagvirkni landsmanna, kvenna jafnt sem karla, Osborne — heimsmeistarinn í hástökki. — Á mynd þessari má vel sjá stökkstíl hans. einskis virði fjárhagslega? Það er um heim allan sannprófað, að fimleikamaðurinn og íþróttamaður- inn eru að öðru jöfnu miklu viðbragðsfljótari, snarráðari, lagvirkari og afkastameiri með minni krafteyðslu, en hinir, sem ekki yðka og æfa íþrótt- ir. Það er Iíka sannað með líftryggingafélagaskýrsl- um og sjúkrasamlaga, að þeir eru kvillaminni og langlífari en aðrir að öðru jöfnu. Alt þetta gefur þjóðinni ómælda peninga í aðra hönd. En hvenær skilja forráðamenn þjóðarinnar okkar að svo sé? Eða að mennirnir lúti sama þroska- og arðgjafar- lögmáli og aðrar skepnur? Maðurinn er talinn æðsta skepna jarðarinnar, en upp yfir náttúrulög- málið er hann ekki vaxinn enn og vex líkl. aldrei. Mundi ekki þeim þúsundum eins vel varið til að stuðla að mannrækt í landi okkar með því að efla Iíkamsrækt þjóðarinnar og aðstöðumöguleika í því efni, þeim þúsundum, sem nú er eytt til að halda erindreka suður í löndum, sem aðalstarfár- árangurinn frá virðist sá, að kynna okkur þannig, að viðkomandi ríki fara að skipa okkur fyrir um það, hvað hið megum gera og ekki gera í innan- landsmálum og þannig skerða sjálfstæði þjóðarinnar? Þetta og margt fleira slíkt, ætti að vera öllum þjóðhollum og góðum íslendingum alvarlegt um- hugsunarefni.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.