Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 12
68 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Á þessu móti keptu 5 félög: »Fram«, K.R., »Valur«, »Víkingur« og flokkur frá Vestmannaeyj- um, sem K.R. bauð að koma og keppa. Voru Vestmannaeyingarnir gestir K.R. á meðan þeir dvöldu hér. Leikar fóru svo, að »Valur« vann mótið að lok- um með 8 stigum, K.R. hlaut 6 stig, »Víkingur« 4, »Fram« 1 og Vestm.e. 1 stig, þannig (í sömu röð og kept var): Fram á móti Vestm.e. 2 : 2 mörk, Valur - — Víking 5 : : 3 — K.R. - — Vestm.e. 3 : 2 — Víkingur - — Fram 6 : : 1 — K.R. - — Val 1 : : 1 — Víkingur - — Vestm.e. 1 : : 0 — K.R. - — Fram 2 : 0 — Valur - — Vestm.e. 2 : : 0 — Valur - — Fram 1 ; : 0 — K.R. - — Víking 6 : 1 — K.R. - — Val 2 : 2 - + Valur - — K.R. 2 : 1 - + Knattspyrnumót íslands. (Vormót 1. flokks). Það fór fram dagana 24., 27., 29. og 30. júní og 3. og 4. júlí. Keppendur voru knattspyrnufé- lögin 4 reykvíksku: Fram, K.R., Valur og Víkingur. Enn bar K.R. fullan sigur af hólmi. Hefir fé- lagið þegar 4 sinnum unnið þennan bikar fyrir sigur á þessu móti, nfl. árin 1912, 1919, 1926 og 1927 og þar með tignarheitið: »bezta knattspyrnu- félag íslands". Kappleikar þessir fóru þannig: K.R. vann Fram með 6 : 0 mörkum, Valur — Víking — 2:1 — — — Fram — 3:0 — K.R. — Víking — 4:2 — Víkingur — Fram — 1:0 — K.R. Val — 2:0 — Stigatalið varð því: K.R. 6, Valur 4, Víkingur 2 og Fram 0. Um það hvernig fél. hafa leikið og komið fram á mótum þessum get eg ekkert sagt að þessu sinni, því gildar ástæður hindruðu mig frá að horfa á leikana. Þó má geta þess, samkvæmt ummælum áhorfenda yfirleitt, að oftast hafi verið leikið held- ur í betra lagi og stundum mjög vel. Og eitt má taka fram, samkv. þessum ummælum, að það er nú horfið eða því sem næst, sem áður var því miður alltítt, að kepp. og forystumenn félaganna hafa tekið að rífast á vellinum út af smáatriðum 1 eða dómsúrskurðum. Upp úr slíkum barnabrekum — krakkaskap — eru félögin sjálf og félagarnir að vaxa, eru að læra að bera virðingu fyrir og hlýða lögum, sem fara skal eftir, jafn vel þótt þeim í einstökum tilfellum virðist lögunum ekki rétt beitt. Þannig á það að vera. Aftur á móti er annar ósiður að koma í ljós, sá skrílsháttur að hvína og æpa á kappleikum, sygnt og heilagt, í tíma og ótíma. Þetta gera auð- vitað — af því sem áður er sagt — ekki kepp- endurnir. Væri það líka heldur lítil búningsbót frá hinu áður talda. En þetta eru krakkar, smáfé- lagarnir og leikfélagar þeirra, sem mynda þannig óhljóðakór, sem svo virðist líkast því sem spilað sé á. Eru kór þessi svo sterk að óhljóðin heyrast um allan bæinn og fleiri þingmannaleiðir út frá honum. Þessi óhljóðakór ættu félögin ekki að ala. Að þeim er enginn sómi og af þeim ekkert gagn. Vfirleitt bera áhorfendaummælin K. R.-flokkun- um vel söguna í kappleikum þessum og Vals svo þar hæst. Segja þó suma Valsflokkana nokkuð harðleikna. Er leitt að heyra — og sjá á útkomunni — að félag, sem svo framarlega og vel hefir staðið, sem Fram gerði á sínum tíma, skuli vera orðið svo aftur úr, sem raun gefur vitni. Nærri því hið sama má segja um Víking. Bæði þessi félög hafa unnið tignarheitið „besta knattspyrnufélag íslands", og Fram um margra ára skeið(9). Þau virðast hvorugt hafa náð því um hríð að ala sér upp nýja félaga, ungviði, er tekið gæti við af þeim eldri, er þeir flytjast upp eða burtu. Þegar svo er komið fyrir félagi, fer því eins og ættkvísl, sem enga afkom- endur á, það deyr út. Væri ekki ráð fyrir þau úr því sem komið er, að slá sér saman ? K. R. og Val virðist aftur á móti sífelt vera að fara fram. K. R. hefir nú þegar um skeið stað- ið í röð fremstu íþróttafélaga á landinu, auk þess sem það vinnur þetta tignarheiti nú í annað sinn í röð. En er K. R. að fá varasaman keppinaut þar sem Valur er? Ég vona það vegna knatt-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.