Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
73
Mótinu lauk svo, að England vann með 55 stig-
um, Frakkland hlaut 30, Svíþjóð 20, Tjekkósló-
vakía 19, Japan 15 (Hitomi einsömul), Pólland 7,
og Lettland 1 stig.
Hitomi varð hæst. Næst var Radideau.
Formaður kvenna-alþjóðanefndarinnar, frú Milliat
(Frönsk), lét þess getið í mótslokin, að eftirleiðis
yrði hætt að nota ensku vegarlengdirnar, en metra-
málið tekið upp í öllum greinum. Að samkv. till.
læknaráðs nefndarinnar verði 250 metra og 1000
metra hlaupum slept. Sömul. verði hér eftir notað
500 gramma spjót og 4 kg. kúla.
í alþj. kvenna-íþróttasamb. eru nú: Austurríki,
Bandaríki Ameríku, Belgía, Canada, England,
Frakland, Ítalía, Japan, Júgóslavía, Lettland, Lítau-
en, Luxemborg, Pólland, Sviss, Svíþjóð, Tjekkó-
slavokía og Þýzkaland, alls 17 þjóðlönd.
Næstu Ólympíuleikar kvenna verða haldnir í
Prag árið 1930, en þing kvennaíþróttasambands-
ins í Múnchen 1928.
Komið hefir til orða, að sameina þessa kvenna-
leika við alm. Ólympíuleikana, en þó það verði að
samkomulagi nú á næstunni, raskar það ekki á-
kvæðinu um leikana 1930.
(Lausl. eftir „ Idrettsliv“.)
Merry Wives oí = Cambridge.
Kvennþjóðin sækir fast til jafnréttis á allflestum
sviðum. Og þótt »auðlærð sé ill danska« og mikið
beri á jafnréttissókninni á lakari sviðum (sbr. á-
fengis- og tóbaksnautnina o. fl. af líku tagi), þá
koma þær, konurnar, líka fram á samkeppnisvöllinn
þar sem betur má, þótt sumstaðar beri enn of
lítið á því eins og t. d. hér hjá okkur.
Nú eru stúlkurnar farnar að keppa opinberlega
í frjálsum íþróttum víða um heim (sbr. frásögnina
hér í blaðinu af »Öðrum alþj.-kvennaleikunum«).
A þessu sviði eru þýskar stúlkur taldar fremst-
ar, þá franskar, enskar og amerískar.
Og alstaðar eru það skólastúlkurnar, sem ganga
á undan hinum með góðu eftirdæmi, háskólastúlk-
urnar, stúdentarnir, fremstar. Hér eru 3 myndir af
kvennstúdentum, sem íþróttir stunda: frá háskólan-
um í Cambridge á Englandi, 5 stúlkur, sem eru
að halda heim frá leikæfingu í góðu skapi, frá
Chicagó-háskóla: Marion Cook, kringlukastari, og
frá Roosevelt-háskóla: Jessie Lucky, sem hæðst
stökk hástökk á skólakappleikum þar í vor.
Nokkrar myndir frá þessum skólakappleikum og
einnig nokkrar frá kvennaleikunum í fyrra í Gauta-
borg eru til sýnis í glugga versl. »Áfram« Lauga-
veg 18.
Afreksmerkjamót
héldu Ármann og K.R. dagana 17., 18., 20. og 26.
júní síðastliðinn.
Jafnframt voru veitt verðlaun, auk afreksmerkj-
anna, í einstöku íþróttum.
Á keppendaskrá voru 84 menn, en mikið mun
hafa vantað á að öll þau kurl kæmu til grafar.
Síðasta daginn fór sundkepnin fram og er þess
hluta mótsins að fullu getið á öðrum stað hér í
blaðinu.
Að öðru leyti verður fullkomin greinargerð um
mótið að bíða þar til skýrsla um það er komin frá
framkvæmdarnefndinni.
Þó skal geta þess merkasta, sem mér er kunn-
ugt frá mótinu.
í sambandi við það hljóp Magnús Guðbjörnsson
frá Þingvöllum, Almannagjárbarmi, til Reykjavíkur,
út á íþróttavöll og þar H/2 hring. Rann hann af
stað kl. 12 á hádegi að austan og kom inn eftir
4. tíma 10 mín. 2 sek.