Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 6
62 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Við byrjum á því hvert um sig að rækta okkur sjálf á alla lund, hrinda frá okkur og okkar öllu því, sem skaðlegt er og við vitum um, en neyta hins, er við vitum að er til bóta. Þannig æfum við okkur á alla lund og hugsum ætíð hærra. Við verðum að sýna trú okkar í verki, sýna að við þorum og viljum einhverju offra og eitthvað gera, svo að fram geti miðað. „Hver tindur eygir upp og fram, hver útnes- skagi bendir frarn". Já, náttúran okkar bendir okk- ur áfram, hærra, hærra. Sístreymandi, kristalstærar fjallalindirnar benda okkur á að halda altaf áfram að sama marki, og vera tárhrein utan og innan. Ef við alment vildum samræma okkur við nátt- úruna okkar og nota okkur reynslu annara þjóða, svo í þessu efni sem öðrum, þá mundi skjótt miða að marki. Að getan er til, til að verða ekki síðastur og sístur, það sanna okkur utanfarir íþróttamannanna nú í sumar, bæði fimleika- og K. F. U. M.-móts- faranna. En þorum og viljum við sjálf leggja nokkuð af mörkum, auk þess að æfa og æfa vel, og viturlega — til þess að sýna þefta og sanna enn betur á Olympíuleikunum að ári? Og mun hið nýja Alþing verða skilningsbetra og fórnfúsara í þessu efni, en hin fyrri ? Við íþróttaunnendur allir erum stafnbúar á í- þrótta- og heilbrigðismálafleytu þjóðarinnar og verð- um að leggja allan vilja og alla krafta fram til að róa henni í gegnum foræðisál hleypidóma, skiln- ingsleysis, nautnasýki og attaníossa-háttar. Gerum við það slindrulaust, þá mun sannast að „ef vel er róið fram í, þá mun skuturinn ekki eftir liggja". „Afram, sporið ofar, framar, áfram þar til hleypidómar eins og hlekkir hrökkva af þjóð; meðan roðinn myrkrið lamar móti oss í fjarlægð hljómar sigurdagsins sæla ljóð“. íþróttanámsskeið. íþróttanámsskeið í. S. í. og U. M. F. í. var sett hér í Rvík 1. nóv. 1926 eins og áður hafði verið auglýst. Var það haldið að mestu leyti í Goodtemplarahúsinu. Þar fór öll bóklega kenslan fram, kensla í glímu og Mullersæfingum, kenslu- æfingar og fyrirlesfrar. I leikfimishúsi Mentaskól- ans var leikfimis- og stökk-kenslan, en köst, hlaup og knattspyrna á íþróttavellinum. Sund í Sundlaug- unum. Kenslan var óslitin frá 1. nóv. til. 26. febr. Voru 24 nem. á öllu námsskeiðinu, en auk þeirra tóku 9 þátt í fleiri og færri námsgreinum. Þessir kendu þar: Sund; Jón og Olafur Pálssynir. KnattspyrnU': Ben. G. Waage. Köst: Olafur Sveinsson. Stökk: Reidar Sörenssen. Hlaup: Jón Kaldal. Leika: Valdimar Sveinbjarnarson. Heilsufræði: Sveinn Gunnarsson. Mullersæfingar, glímu, leikfimi og kensluæfingar: Jón Þorsteinsson, sem einnig stýrði námsskeiðinu. Vikivaka: Helgi Valtýsson. Erindi héldu þar: Steindór Björnsson: um útbúnað og mælingu íþróttavalla og undirbúining og fyrirkomulag í- þróttamóta. Ben. G. Waage: um starf og stefnu í. S: I. Gunnlaugur Björnsson: um U. M. F. í. Axel V. Túlinius: um Skátahreifinguna. L. H. Miiller: um Skíðaferðir og búnað. Dav. Sch. Thorsteinsson: um hjálp í viðlögum Þessir piltar sóttu mótið: Aðalsteinn Guðmundsson, Hverfirg. 32 B. Rvík. Ágúst Jónsson (15 ára), Álfhólum, Útlandeyjum, Rangárvallasýslu. Benedikt Jakobsson (20 ára), Laugarvatni, Laugar- dal, Árnessýslu. Bergur Guðmundsson, Þrasastöðum, Fljótum, Skag. Bjarni Guðmundsson, Glæsist. Útlandeyjum Rang. Brynjólfur Kr. Ketilsson (25 ára), Álfsstöðum, Skeiðum, Árnessýslu. Eggert Baldursson (19 ára), Rauðamýri, Nauteyr- arhreppi, N.-ísafjarðarsýslu. Friðrik Jesson (20 ára), Hóli, Vestmannaeyjum.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.