Eining - 01.06.1958, Side 1

Eining - 01.06.1958, Side 1
16. árg. Reykjavík, júní—júlí 1958. 6., 7. tbl. Friðrik Ásmundsso Brekkan F. 28. júlí 1888 D. 22. apríl 1958 mun hafa verið á stórstúku- þinginu í Reykjavík árið 1929 íIEslÍr að fundum okkar Friðriks Brekkan bar fyrst saman. Hann var þá maður á bezta aldri og nýlega orðinn templar. Hann vakti strax athygli mína og varð mér minnisstæður fyrir fágaða framkomu og alúðlegt við- mót, ágæta mælsku og góðan skilning á gildi Reglunnar. Eg fékk eitthvert hugboð um það, að þarna væri maður, sem ætti eftir að koma við sögu bind- indishreyfingarinnar á íslandi. Svo liðu ár og við höfðum lítið hver af öðrum að segja. Síðar áttum við eftir að sitja sam- an í framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands í áratug. Eg komst þá að raun um, að hugboð mitt um Brekkan, er við kynntumst fyrst, hafði verið rétt, og vissi það raunar löngu fyrr. Friðrik Á. Brekkan fæddist að Ytri- Reykjum í Miðfirði 28. júlí 1888. Voru foreldrar hans hjónin Ásmundur Jóns- son, lengst á Brekkulæk í Ytri-Torfu- staðahreppi, og Margrét Bjarnadóttir bónda í Krossdal í Víðidal Jóhannes- sonar. Brekkan ólst upp í föðurgarði- Tvítug- ur að aldri fór hann í bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi. Mun hugur hans um skeið hafa staðið til búskapar, þó að eigi yrði sú raunin á, að hann gerðist bóndi. Hann stund- aði kaupavinnu í Borgarfirði að námi loknu og fékkst við fjárgeymslu á vetr- um. En útþráin brann honum í brjósti. Hún snart hrifnæma sál hins unga manns, sem var draumlyndur að eðli, gáfaður og íhugull, með listræna strengi titrandi í brjósti. Hann réðst til utanfarar og stundaði um árabil nám við lýðháskóla og kenn- araskóla í Danmörku og síðan í Svíþjóð. Um skeið var hann svo kennari við handíðaskóla í Askov og fleiri skóla í Danmörku. En ,,Sé eyjunni borin sú fjöður, sem flaug, skal hún fljúga endur til móðurstranda.“ Og ennfremur: ,,Vor landi vill mannast á heimsins hátt, en hólminn á starf hans, líf hans og mátt og í vöggunnar landi skal varðinn standa.“ Heimþráin bar hann til ,,móður- stranda“, og í „vöggunnar landi“ stend- ur varðinn hans. Friðrife Ásmundsson Brekkan. Brekkan kom heim til Islands árið 1929 eftir 18 ára útivist. Mikil og margþætt störf biðu hans. Hann var um skeið ritstjóri Dags á Akureyri og tím^ritsins Nýrra kvöld- vakna. Lengst var hann kennari við gagnfræðaskóla í Reykjavík, en síðustu 12 æfiárin var hann starfsmaður við Þjóðminjasafn íslands. En það var margt fleira, sem Friðrik Á. Brekkan lagði á gjörva hönd um æfina, ollu því fjölhæfar gáfur hans, mannúð og trölltryggð við hugsjónir og hugðarmál. Lengst munu ritstörf hans og félags- málastörf halda á loft nafni hans, og fyrir hvort tveggja var hann alþjóð kunn- ur. Hann skipar virðulegan sess á rithöf- undabekk þjóðarinnar Ungur hóf hann að rita á erlendri grund. Fyrsta bók hans, De gamle fortalte, kom út í Kaup- mannahöfn árið 1923. Var hún síðan þýdd á íslenzku og kom út 1927 undir nafninu Gunnhildur drottning og fleiri sögur. Síðan rak hver bókin aðra, ljóð, skáldsögur og smásagnasöfn. Merkast rita Brekkans frá þessu tímabili er vafa- laust Saga af bróður Ylfing, einnig rituð á dönsku. Með heimkomu Brekkans varð hlé á ritferli hans. En eftir 1940 hóf hann að semja skáldrit að nýju og koma þá út eftir hann nokkrar bækur. Hann fékkst einnig nokkuð við þýðing- ar og eru hinar veigamestu þær, að hann snaraði á dönsku Einokunarverzl- un Dana á Islandi eftir Jón J. Aðils og þýddi Fólkungatré Verners von Heiden- stam, er Almenna bókafélagið gaf út árið 1956. Þá ritaði Brekkan margar greinar um bókmenntir og bindindismál í blöð og tímarit, innlend og erlend. Friðrik Á. Brekkan naut að vonum mikils trausts meðal íslenzkra rithöf- unda og var um árabil forystumaður í hópi þeirra. Strax eftir að Brekkan fluttist heim, gerðist hann templar og var síðan, með- an heilsan leyfði, einn ai aöalíoringjun- um í sveit bindindismanna. Hann vann mikið og gott starf á þeim vettvangi og varði til þess naumum tómstundum sín- um. Áreiðanlega var það honum mikil

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.