Eining - 01.06.1958, Side 3

Eining - 01.06.1958, Side 3
E I N I N G 3 í <$> / ritstjórnarnefnd I. _ ._____ 1 _ _ _ „ þessarar blaSsíóu eru: slenzkir ungtemplarar SigurGur Jörgensson, Ls X séra Árelíus Níelsson og Einar Hannesson. ®----------------------------------------------------4> Frá slofnþingi sam- bands íslenzkra ungíemplara í seinasta tölublaði Einingar var hér á blaðsíðunni greint frá dagskrá stofndags íslenzkra ungtemplara. Hátíðahöld dagsins tókust afar vel, allt frá skrúðgöngunni til Dómkirkjunnar og til og með lokaatriði þeirra, almennri skemmtun ungtemplara í Góðtemplarahúsinu. Templarar, eldri sem yngri, mættu vel til skrúðgöngunnar og í kirkju og ungtemplarar troðfylltu Góð- templarahúsið um kvöldið, svo að nokkuð sé nefnt. Einstök veðurblíða á sumardag- inn fyrsta gerði og sitt til að gera hátíða- höldin ánægjuleg. Eins og getið var um á blaðsíðunni fluttu nokkrir forystumenn Góðtemplarareglunn- ar svo og Sune Persson, fulltrúi Norræna ungtemplarasambandsins, ávörp á stofn- fundi sambandsins. Hér á eftir munum við birta kafla úr ræðum þessara aðila. Fyrstur tók til máls stórtemplar, Bene- dikt S. Bjarklind. Honum fórust orð m. a. á þessa leið: „Nýtt bræðralag hefur verið knýtt á fagnaðardegi íslenzkrar æsku. Sumardagurinn fyrsti hefur jafnan verið fagnaðardagur íslendinga og þó einkum æskufólksins. Dagur bjartra vona og gró- anda. Öll eigum við vafalaust hugljúfar minningar um sumardaginn fyrsta frá fyrri árum, en ég vona að þessi dagur muni verða okkur sérstaklega minnisstæður, og að hans verði jafnan síðar minnst sem mik- ils dags fyrir land og þjóð og fyrir það mikla málefni, sem tengir okkur bróður- böndum. Eg samfagna ykkur, ungu vinir, yfir því starfi, sem hér er hafið og óska því velfarnaðar. í nafni Stórstúku íslands þakka ég ykkur fyrir þessa sambandsstofn- un.“ Og síðar í ræðunni sagði stórtemplar: ..Eg hefi óbilandi trú á þessum samtökum og vænti mikils af þeim. Eg vona að af starfi ykkar megi drjúpa sönn lífdögg á þann meið, er hér festi rætur í jörð fyrir 74 árum og hefur fram til þessa staðið af sér öll hret þótt oft hafi andað um hann köldu. Gangið svo glaðir og reyfir að góðu starfi og Guð veri með ykkur í verki.“ Að lokinni ræðu stórtemplars, talaði Sune Persson frá Svíþjóð. Hann sagði með- al annars, að það væri skoðun sín, að Góð- temlarareglan á íslandi ætti eftir að sjá að þessi sambandsstofnun hefði verið afar mikilvæg fyrir Reglustarfið hér á landi. Sú skoðun væri meðal annars byggð á reynzlu þeirri, sem fengizt hefði af starfi ungtemplarasambandanna á hinum Norður- löndunum. Sune Persson flutti ennfremur þau skilaboð frá N. G. U. F., (Norræna ungtemplarasambandið) að það byði ís- lenzka sambandið velkomið í hóp hinna sambandanna til hagsbóta fyrir norræna samvinnu og samstarf. Næstur talaði Þorsteinn J. Sigurðsson; umdæmistemplar. Honum mæltist m. a. á þessa leið: „Eg er sannfærður um að okk- ar erfiðleikar undanfarin ár munu líða hjá, því að nú hefur skinið nýtt ljós, sterkara ljós, með komu ykkar, því að þið eigið fram- tíðina. Yið getum aðeins leiðbeint ykkur með okkar reynslu, en framtíðin er ykkar. Verið velkomin til starfa fyrir þá göfug- ustu hugsjón næst kristinni kirkju, sem að þessi þjóð hefur alið. Verið velkomin til starfa.“ Indriði Indriðason, þingtemplar kom næstur í stólinn. Hann mælti í byrjun ræðu sinnar á þessa leið: „Þegar við komum hér saman í dag, sumardaginn fyrsta, í þessu gamla húsi okkar góðtemplara til að árna heilla og velfarnaðar sambandi íslenzkra ungtemplara, sem hér hefur verið stofnað í dag, þá eru hjörtu okkar full af óskum og vonum. Óskum og vonum. til handa því unga fólki, er stendur að þessu sambandi. Þeim ungu templurum, er í dag hafa tekið höndum saman í trú, í von og í kærleika og lyft hafa merki sínu til baráttu fyrir betri og heilbrigðari siðvenjum meðal manna. Regla góðtemplara er skóli. Hún er skóli, þar sem við öll lærum að þroska með okk- ur hið góða. Hún er skóli, þar sem við þjálfumst til aukins þroska og þjónustu við hin jákvæðu lífsviðhorf. Hún er skóli, þar sem við vinnum í trú, von og kærleika, að því að gera okkur sjálf betri og umhverfi okkar. Þar, sem við viljum vinna að því að skapa betri og sambúðarhæfari einstakl- inga, er vilja tileinka sér bræðralagshug- sjónina og lifa eftir henni.“ Ungu stúlkurnar, sem þarna syngja og leika, eru, talið frá vinstri: María Arelíusdóttir, Sigríður Classen, Sigurlaug Sveinbj örnsdóttir, Jarþrúður Williams ag Svafa Jónsdóttir. Stórtemplar, Benedikt S. Bjarklind, í reBÖustólnum. Síðastur ræðumanna var Ólafur Þ. Krist- jánsson, þingtemplar Hafnarfjarðar. Ólaf- ur hóf mál sitt með þessum orðum: „Heill sé hverjum svanna og svein, sem að björtu merki lyftir.“ Þessar hendingar eru í kvæði, sem Guð- mundur Þórarinsson, kennari í Hafnarfirði gaf ungmennastúkunni Gefn þar í bæ, þeg- ar hún var stofnuð núna fyrir nokkrum dögum. Og það er alveg sérstök ástæða til að minna á þessi orð hér, vegna þess að þið, sem hér hafið komið saman í dag á fund, þið, hafið einmitt komið hingað til þess að lyfta björtu merki og þið hafið einmitt valið ykkur þennan dag, sumardag- inn fyrsta, sem hefur verið alveg óvenju- lega bjartur dagur.“ --------ooOoo--------- Félagar M. H. F. 110,000. í Bindindisfélagi ökumanna — MHF í Sviþjóð fjölgaði um 7,500 á fyrsta fjórðungi þessa árs og er því félagatalan í heild orðin um 110,000. Þessi félög í ýmsum löndum, sem eru bindindisfélög, en um leið umferð- arfélög, hafa öll skilirði til þess að sækja fram og verða öflug. Jón og Kristín sátu á bekk úti í skemmti- garði. Þau voru góðir kunningjar og spjöll- uðu um eitt og annað. „Viltu giftast mér, Stína?“ spurði Jón. „Ja-á, getur vel verið, Nonni litli,“ svar- aði Stína. Svo varð alllöng þögn. — „Þú segir ekkert meira, Jón litli,“ sagði Stína. „Eg hef víst þegar sagt of mikið,“ svaraði Jón.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.