Eining - 01.06.1958, Blaðsíða 6
6
EINING
/
Bry nleif uar
Tobiassoit
Þessi eftirmæli voru birt í Morgun-
bla/iinu nokkru eftir lát Brynleifs
Tobiassonar, en vel á við, að þau
varðveitist einnig hér £ blaðinu.
Ritstj.
Nú hringir Líkaböng, loftið af
trega titrar,
um tinda ættjarðar þýtur gustur svalur,
í klakahjúpi blundar hver byggð og dalur
þar bærast hin mannlegu hjörtu
í eftirsjá.
Eg heyri sem fjöllin ómi kall þess kliðar,
sem kvaddi í hinztu för til æðri friðar,
á sömu nóttu, sæmdarhjón jörðu frá.
I miklum skýjum Mælifellshnjúkur
sveipast,
því mæta höfðingja byggð þessi
hefur alið,
og nú er sá horfinn, sem hafði
í æsku dvalið
í héraði miðju og dagsljósið fyrsta séð
skína í hillingum yfir hnjúknum bláa,
til hinztu stundar í kærleik það
stóra og smáa
á sögunnar spjöldum ljóma
virðingar léð.
En þó gerðist austar mest þín ævisaga,
þar inni á milli fjalla um tugi ára
þú hafðir Súlur litið, en sindur bára
við sendna strönd, en í austri veggur rís,
oft Vaðlaheiði vegfarendur nefna,
Sftórslúka íslands
ræður ftil sín nýjan
sftarfsmann
Stórstúka Islands hefur ráðið til sín
Gunnar Dcd, rithöfund, frá 1. júní. sl.
Óþarft mun að kynna þann mann nokk-
uð að ráði, því að bækur hans og rit-
gerðir hafa vakið þá athygli, að þjóðin
mun kannast við þenna efnilega rithöf-
und. Út hafa komið eftir hann fimm
bækur: Vera, ljóð, 1949. Rödd Ind-
lands, 1953. Síinxinn og hamingjan,
ljóð, 1953, fyrsta útgáfa, en önnur út-
gáfa 1954. Þeir spáðu í stjörnurnar,
1954 og Sókrates, 1957.
Gunnar Dal er hugsuður og heims-
spekingur, og ber skáldskapur hans þess
glöggt vitni. Hann hefur ferðast mikið
og kynnt sér heiminn og háttu hans. Var
um skeið í Indlandi og er bók hans,
Rödd Indlands, hið prýðilegasta verk.
Eitthvað af austurlenzkri dulúð er í ljóð-
um hans, sem eru mjög skáldleg, hnit-
þig vinaraugum oft sá eg þangað stefna,
,,og þennan fagra fjallahring eg
mér kýs“.
Hin litla borg við bláan Eyjafjörðinn
var bærinn þinn, hvar lengst af
ævi þú dvaldir,
og starfi þínu traustasta vígið valdir,
þar vikna hjörtu er kenndu þig
allra bezt.
Það hljóðnaði allt í menntasölum sagna,
við sólarris heyrði eg gleðiraddir þagna,
því fyrir stuttu kvöddum við góðan gest.
Þá grunaði engan að þú síðasta sinni
sæir Norðurland björtum munaraugum,
en vissum að þú varst bundinn
traustum taugum
og töfrum, sem ætíð drógu þig
norður, heim.
Og enn sem fyrr við námsmenn
erindi áttir,
því engri stund frá nýtustu
störfum máttir
þú eyða, en skyldan var að þjóna þeim.
Við menntasetur hið mesta
á Norðurlandi
svo mjög er saga þín skráð og
þaðan streymdu
um landið allt þín áhrif, og engir
gleymdu
þeim íslands mestu hetjum, er
skýrðir þú frá.
Og einkum voru það drengskapur
og dáðir
og dygðir fleiri í hjörtun ungu er sáðir,
í reglu allri aðalsmerki að ná.
En þó var ei för þín, Brynleifur,
sífelldur sigur,
því sjaldan í broddi fylkingar
létt er um sporið.
En Tindastóll þeirra hugsjóna er
helga sér vorið
var hamingja sú er fannstu
í templarasveit.
Og ungum að árum var þér forusta falin
á fleyinu æðsta um stund og til
þjónustu valinn
í Reglunnar málum. Og trú þín
var heilsteypt og heit.
Þín bjartsýni og trú hún örvaði
aðra til dáða,
og ætíð var gott að leita á vit
þíns anda.
Við hlið þér í baráttu mála var
styrkur að standa,
og stefnan var örugg, þó mótbyrinn
tefði oft för.
Og síðustu árin stóðstu við
stjórnvölinn aftur,
þá stafaði frá þér reynslunnar
mildi og kraftur.
I vörn og í sókn þú gafst hin
greiðustu svör.
Til annarra landa oft var þér
boðið til þinga,
sem ágætur fulltrúi þjóðar til
fremdar þar saztu
og bræðraþjóðum af brunnum
reynslunnar gaztu
— og beztu menntunar — látið
fræðslu í té.
Að hvarfi þínu er mikill sjónarsviptir.
Þú sæmd og virðingu Islands
hærra lyftir.
En minningu þína geyma hin
gullnu vé.
Stefán Ág. Kristjánsson.
miðuð og falleg, en hér verður ekki frek-
ar rætt um bækur Gunnars að þessu
sinni, en aðeins sögð fréttin um hinn
nýja starfsmann stórstúkunnar. Næga
hæfileika hefur hann til að reynast góð-
ur starfsmaður, og gott og mannbætandi
verk tekur hann að sér. Áreiðanlega
mun honum verða vel tekið þar sem
hann ber að dyrum hjá þjóðinni, og
speki og heilræðum getur hann miðlað
ungum sem öldnum. — Andleg viðskipti
manna þurfa að aukast og bera sem
beztan árangur.
-------ooOoo-------
Forsætisráðherra Moregs,
Einar Gerhardsen segir:
„Áfengisneyzlan getur aldrei verið þjóð- /
inni hagkvæm, svo skaðlegar eru afleiðingar
hennar. Þótt allir hættu að hragða áfenga
drykki, yrði fólkið eklci fátækara þess vegna,
heldur þvert á móti.“
Per Asplin segir:
„Eg er bindindismaður, lief alltaf verið og
mun ávallt verða bindindismaður. Ekki að-
eins vegna minnar eigin velferðar, heldur
til þess að mótmæla hermdarverkum áfeng-
isneyzlunnar.“
Rithöfundurinn
Johan Falkberget segir:
„Það eru konur og börn verkamanna, sem
þjást mest og óverðskuldað vegna drykkju-
skaparins. Hann hlýtur ævinlega að spilla
kendum manna, meinga skapgerðina, rýra
siðgæðið og lama framtakið.“