Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 4
214 ÍÞRÓTTABLAÐIf) asta Alþingi heimildarlög um að reisa sundhöll hér í höfuðstaðnum. Margir telja þetta frum- varp merkasta frumvarpið frá siðasta Alþingi. Þar er samþykt, að ríkissjóður leggi i'ram 100 þúsund krónur til sundhallarbyggingar, að því tilskyldu, að Bæjarsjóður Reykjavíkur leggi fram það fé, sem á vantar og hafi aðalfram- kvæmdir á byggingunni og starfrækslu. Nú fyrir nokkru hefir háttvirtur borgar- stjóri, Knud Zimsen, falið húsameistara ríkis- ins, að gera endanlega teikningu, af væntan- legri sundhöll. En bæjarstjórn Reykjavikur, með okkar athafnamikla borgarstjóra í broddi fylkingar, hefir boðið út sérstakt lán með á- gætum kjörum, 7 af hundraði í vexti, og er þess að vænta, að þeir, sem áhuga hafa á því, að hér verði reist sundhöll hið fyrsta, leggi fram fé; væri líka ákjósanlegast, að við legð- um sjálfir fram þetta fé, en þyrftum ekki að leita út fyrir landsteinana. — Þá hefir borg- arstjóri tilkynt í ræðu sinni hér í dag, að nú væri byrjað að grafa fyrir grunni sundhallar- innar1). Og vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka fyrir hönd í. S. 1. háttvirtri bæjarstjórn fyrir þessar framkvæmdir. Vonum við, að gott áframhald verði á framkvæmdum þessa mikla menningarmáls. Komandi ár og aldir munu sanna, að það er hin mesta heilla stefna að byggja hér sund- höll í höfuðstaðnum. Hollusta, þrifnaður og bætt heilsufar mun sigla í kjölfar sundhall- arinnar. Því auk sundkunnáttunnar, munu sjó- böð og sólböð aukast mjög mikið, frá því sem nú er. Og munu því allir lofa þessa keilsuhöll, sem sundhöllinn ótvírætt verður, er fram Hða stundir. Þetta allsherjarmót í. S. /., sem hér hefst i dag, er hið sjöunda í röðinni; var fyrst háð árið 1920. Það er einn hlekkurinn í þeirri festi, að gera sem flesta fslendinga að góðum og drengilegum íþróttamönnum. Aðalsigurlaunin á þessu móti, er Farand- bikar í. S. I., sem það félag hlýtur, er flesta fær sigrana. Um þennan bikar var þreytt í 1) Af þeim framkvæmdum hefur ekkert frést eða sést síðan. — Ritsíj. 000000000000000000000080000000000000 8 , 8 Iþrðttablaðið § 2 kemur út í byrjun hvers mánaðar — alls 12 tölu- g O blöð. — Argangurinn kostar 3 krónur. — Góðir, 8 O áhugasamiv útsölumenn ðskast. Sölulaun 20% af minst o O O 5 eintökum. 25% af 30 eint. og þar yfir. Ritstjórn 2 Ö og afgreiðslu annast Steindór Björnsson, frá Oröf, O w Ö O Klapparstíg 2, innheimtu: Stefán Runólfsson, rafvirki, o O O Mentaskólanum, en auglýsingar: Kristján L. Gestsson, ö verzl.fulltrúi, Tjarnargötu 48. O O Gjalddagi blaðsins er 1. júlí. — Utanáskrift er: O O § /þróttablaðið, Pósthólf 546, Reykjavík. § (3080000000000000000000000000000000(30 fyrsta skifti árið 1921, og vann þá Glímufé- lagið Ármann og einnig næstu tvö árin. 1924 var bikarinn ekki afhentur. Árið 1925 var ekki kept, en reglugerð bikarsins þá breytt þannig, að keppa skyldi framvegis um farandbikarinn annað hvert ár. 1926 vann íþróttafélag Reykja- vikur bikarinn í fyrsta skifti, en í fyrra var ekki kept. Að þessu sinni taka fleiri keppendur þátt í mótinu en nokkru sinni áður. Keppendur eru 107 l'rá sex íþróttafélögum. Svo búast má við harðvítugri samkepni, en drengileg í alla staði vona ég að hún verði. Aðeins beztu og drengi- legustu íþróttamennirnir verða valdir til þess að keppa á Meistaramóti 1. S. 1, sem heyja á á Akureyri í næsta mánuði. — Þessir iþrótta- menn hafa æft sig undanfarnar vikur og sumir svo iuáiiuðum skiftir, og því te) ég Jíklegt, að árangurinn verði góður, betri en nokkru sinni áður. Ekkert æfir betur drengskap en íþróttakepni. í kappraununum koma einna bezt í ljós eigin- leikar mannsins. Að sá, sem í raun og veru er beztur, beri sigur úr býtum, er eitt af dreng- skapar-mörkunum, sem íþróttamaðurinn kepp- ir að. Hve mikill menningarbragur sé að íþrótta- iðkunum, má einna bezt sjá á því, að iþrótta- mðaurinn verður sjálfs sín vegna, að lifa mjög reglubundnu lífi, ef hann vill ná verulega góð- tim árangri í íþrótt sinni. Iþróttamaðurinn verður að forðast áfenga drykki, tóbak, nætur- vökui' og annað slíkt, er skemmir þrek þeirra og þol. Þetta eru óskráð lög hvers íþróttaiðk-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.