Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 217 0t3£300000C3£3£}0e500C3C3e50t){30£3C3C}(30tJ0£}e3e3C}0£}C3 O o o o o o o o o o o (3 o o o o o o o o eru nu Æfifélagar í. S. í. orðnir 65. — Árgjald 5 kr. eða æfigjald 50 kr. — Blaðið frítt og önnur rit Sambandsins. Gerist æfifélagar! Styrkið í. S. í. Styrkið í. S. í. £3 £3 £3 £3 O O o o o o o o o o o o o o o o oooooooooooooooooooooooooooooooooooo knattspyrnu. Vildu þeir fá ferðina fram og til baka sér að kostnaðarlausu og uppihald hér. Eftir að knattspyrnuráðið hafði athugað kostn- aðarhlið inálsins vel og fengið loforð fyrir á- gætuin kjörum hjá Eimskipafél. ísl., hvatti það félögin til að hjóða Skotunum hingað, og ef vel væri, þyrftu félögin ekki að hiða neinn halla sjálf á heimboðinu. Varð það úr, að félögin sam- þyktu öll í sameiningu og á sameiginlega á- byrgð, að bjóða flokknum hingað. Skipuðu þau þá móttökunefnd og var kosinn formaður hennar VValter A. Sigurðsson vicekonsúll Breta. f þessum skozka knattspyrnuflokki voru ein- göngu stúdentar frá skozkuin háskólum. Félag þeirra vann 1927 Skotlandshikarinn, en um hann keppa árlega öll heztu áhugamanna- knattspyrnufélög Skotlands (samsvarar lil ís- landsbikarsins hérna). Einnig vann þá félagið silfurskjöld, sem öll háskólaknattspyrnufélög keppa um árlega. Félag þctta var því hezta knattspyrnufélag Skotlands (áhugamenn) 1927. í vor á kappleikjum i Skotlandi vantaði það 3 af sínum hezlu mönnurii, en komst þó í úrslita- leikinn. En þessir 3 menn, sem vantaði i vor, voru n'ieð flokknum hingað, og kom því félagið hingað með hezta lið sitt, sem stóð með skozka sigurpálmann í höndum í fyrra. Knattspyrnumenn vorir réðust því ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Var það vel farið, svo hægt væri að sjá hve langt knatt- spyrnumenn vorir eru komnir i knattspyrn- unni og einnig gætu þeir lært af slíkum úrvals- flokki. Skotarnir komu ineð es. Gullfossi til Reykja- vikur 9. júlí og daginn eftir byrjuðu kappleik- irnir. Kom það í hlut K. R. að byrja fyrstu „orustuna“ við Skotana. Mikill fjöldi áhorf- enda var mættur á íþróttavellinum. Vindur var töluverður af norðri, og kom i hlut K. R. að leika móti vindi. Leikur þessi fór svo, að Skot- arnir unnu Iv. R. með 2 : 1. í byrjun seinni hálfleiks vildi það slys til, að hinn ágæti mark- vörður K. R., Sigurjón Pétursson, fótbrotnaði, og besti bakvörður K. R., Sigurður Halldórs- son, ineiddist einnig á fæti og varð að ganga úr leik. K. R. fjekk að sækja varamenn i stað- inn fyrir þessa tvo, en missir K. R. var samt mikill og óvíst nema ieikslok hefðu orð.ið önn- ur, hefðu þessi slys ekki komið fyrir. Að und- anteknum þessum slysuin, sem enguin sérstök- um var hægt að kenna, var kappleikurinn hinn prýðilegasti á báða bóga, góður samleikur og drengileg framkomu („fair play“), en Skotarn- ir höfðu leikinn með knöttinn fram yfir K. R., og var auðséð að Skotar voru engir viðvaning- ar í knattspyrnu, heldur framúrskarandi knatt- spyrnumenn, sem unun var á að horfa. Eftir þennan fyrsta kappleik var slrax auðséð, að Islendingum hefði 1‘arið mikið fram í knatt- spyrnuíþróttinni lrá því Skotar voru hér síðast, 1922. Næsti kappleikur var inilli Vals og Skotanna. Var þá ágætisveður, logn og blíða. Sá kapp- leikur fór svo, að Skotar unnu Val með 6:1. I>ó svo mikill markamunur sé á þessum kapp- leik, var hánn samt fjörugur og skemtilegur á að horfa. Voru Vals-menn snarir og duglegir, en virtist vanta góða skotmenn á mark. Leik- urinn var ekki eins ójafn og mörkin benda til. Þriðji kappleikurin var háður við Víking. Var þá hagalegur stormur; kom í lilut Víkings að leika fyrst undan vindi. Skotar höfðu nú sett tvo nýja menn í liðið, sem ekki virtusl eins góðir og þeir, sem áður voru. Vikingar léku fjörlega og var sókn og vörn á báða bóga og tókst Víking að skora 2 mörk hjá Skotun- um í fyrri hálfleiknum, og endaði sá leikur með 2 : 0. I seinni hálfleiknum lá mikið á Viking og fóru þá flestir þeirra í vörn og vörðust rösklega, enda tókst Skotunum ekki að skora nema 2 mörk hjá Víking. Endaði því leikur-

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.