Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 17
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 227 Heimsmet í 800 metra hlaupi hefur ekki gengið eins ört að lækka eins og í mörguni öðrum íþróttum. Á leikunum í St. Louis 1904 hljóp Amerikum. Lightbody, það á 1' 56". A leikunum í London 1908 færir landi hans, Melvin W. Sheppard, það nðiur í 1' 52,8", en í Stockhólmi 1912 kemur Ted Meredith fram og færir það niður í 1' 51,9". Við það stóð svo þar lil að Dr. Otto Peltzer færir það 1926 niður í 1' 51,6". En 14. júlí í sumar kemur Frakkinn Seraphin Martin því niður í 1' 50.6". Hversu fór í úrslitasprettinum á Olympíuleikunum nú, sést á fréttum þaðan i næsta hlaði. Noregsmeistari í fimtarþraut varð í ár Sigurd Marcus- sen frá Tönsberg Turn, með 3537,945 stig. í íþróttagreinunum varð hann þannig: Langstökki: nr. 4, 6,04 metr., spjótkasti: nr. 2, 49,51 m., 200 m. hlaup: nr. 1, 23,7 sek. Kringlukasti: nr. 3, 34,85 m., 1500 m. hlaupi nr. 1, 4' 20". i tiic/þraut varð i sumar Gunnar Hagen með 6707 stigum. — Hver mun verða fyrstur til þess hér að reyna sig á lugþraut? Og hversu hátt mun sá geta komist að stigatölu? Kvennaheimsmet i 200 metra bringusundi setti Lotte Miile þ. 15. júlí með 3' 11,2". í káluvarpi (5 kg.) setti Frl. Háublein þ. 15. júlí. Hún varpaði 11,96 metra. i spjótkasti setti ungfrú Hargos frá Lubeck í Bremen 1. júlí í sumar. Kastaði hún 38,36 m. Hvenær fara íslensku stúlkurnar að æfa lrjálsar íþróttir? Dönsk sundmet voru bætt þ. 22. júlí, í 100 m. baksundi kvenna, Else Jacobsen: 1' 29,2", og' í 500 m. frjálsri afiferð karla: Gottfr. Havsteen, 7' 34". Heimsmet: i kringlukasti, bætti Þjóðverjinn Hoffmeister á móti í Gelsenkirchen-Neuer þ. 21. júlí síðastl. Hann kastaði betri hendi 48,77 metra. í sundi settu Japanar tveir i París 18. júlí í Miniar. Synti Tsuruda 200 metra bringusund á 47,4" og Takasshi 100 metra frjálst á 59,4" í kúluvarpi. „Idrædsbladet" 7. mai éíðastl. segir frá því að þann dag hafi Þjóðverjinn Hirschfeld á móti í Breslau varpað kúlu 15,79 metra með betri hendi og að öll 6 ,,köst‘‘ hans á móti þessu hafi verið yfir eldra met. Og það Frá ameríska meistaramótinu i sumar; úr- slitin á 200 metrum. Á instu brautinni (til hægri) er Charles Borah, hann varð 1. Á. 4. brautinni er Paddock, sem varð annar. Hinir eru ekki sérlega kunnir. bætir þessu við: Fyrra heimsmet setti Ralph Itóse, hinn efldi Ameríkumaður, 1909, 15,54% m. Hirschfeld var kominn það langt fyrir skömmu á æfingu að metinu nam. Og rétt á eftir var tilkynt frá Ameríku að Kuck hefði varpað 15,56 metra. Nú hafa þeir áttst við á Olympíu- leikunum eins og áður er getið. í þolsundi setti þýski sundgarpurinn Otto Kemmerich í april í vor. Synti hann látlaust i 46 klukkustundir. Eldra met hans var 42 k.lst. SKATT fyrir árið 1928 hafa þessi félög greitt til I. S. í. frá síðustu tilkynningu í íþróttablað- inu um skattgreiðslur sambans-félaganna: 1. íl>róttufélag stúdenta, Reykjavik ......... kr. 10.00 2. Knattspyrnufélag Reykjavfkur .............. — 25.00 0. SkátafélagiiB „Ernir“, Reykjavík ........... — 10.00 4. Knattspyrnufél. „Þjálfi“, Hafnarfirði .... — 10.00 5. Skiðafélag Reykjavikur .................... — 10.00 6. Glimufélagið „Ármann", Reykjavik .......... — 25.00 7. Sundfélagið „Ægir“, Reykjavik..............— 10.00 R. Sundfélag Reykjavikur ...................... — 20.00 í). Knattspyrnufélagið „Vikingur", Rvík ....... — 15.00 10. íbróttafélag Reykjavikur ................. — 25.00 11. fbróttafélagið „Huginn*', Seyðisfirði .... — 20.00 12. Knattspyrnufélagið „Valur“, Rvik ......... — 20.00 10. Knattspyrnufélagið „Fram“, Rvík ........... — 20.00 14. U. M. F. „Velvakandi, Reykjavik .......... — 10.00 15. U. M. F. Eyrarbaltka, Eyrarbakka ..........— 10.00 1 (>. Knattspyrnufélagið „Vestri", fsafirði ...— 10.00 17. U. M. F. Reykhverfingur, Reykjahverfi .. — 10.00 18. U. M. F. „Geisli", Aðaldal, Þingeyjars. .. — 10.00 19. Knattspyrnufél. „Týr“, Vestmannaeyjum .. — 25.00 Þökk fyrir skilvlsina. Reykjavík, 4. ógúst 1928. Gjaldkeri í. S. í.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.