Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 6

Íþróttablaðið - 01.09.1928, Blaðsíða 6
216 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ sundinu og var Jón Pálsson sundkennari meðal þeirra, er í öðrum bátnum voru. Ásta er fyrsta konan, er þetta sund þreytir og sú fyrsta hér, er syndir svona langt sund siðan i í'ornöld, svo að sögur fari af. Ásta, nýkomin af Viðeyjarsundínu. Áður hafa þeir Benedikt G,. Waage og Erling- ur Pálsson synt úr Viðey, Ben. i sept. 1914 frá Sundhelli að Völundarbryggju, en Erl. frá suöaustur enda eyjarinnar að Hauksbryggju. Um sund Erlings má lesa i Iþróttablaðinu I. árg., 8.—9. töIubJ., bls. 69, en um sund Bene- dikts í „Visi" 8. sept. 1914. (Af því að aldrei hefur verið sagt frá því í Iþróttablaðinu okkar, set ég hér eftirfarandi um: Viðcgjarsund Bcn. G. Waage. Aðaldrættirnir í frásögn „Vísir" eru þessir: Ben. synti 6. sept., sunnudag, frá Sundhelli. „Litill austankaldi var á, er róið var úl í eyna, en brátt lygndi og gerði sléttan sjó". Hann lagðist til sunds kl. 12° 18' e. h., synti ýmist hliðarsund eða bringusund, en við og við „crawl", svo sem % mín. í senn til að hita sér. Sjávarhiti var 10,7° C. — Fyrst synti hann með 40 tökum á mín- litu, kl. 12° 45' með 37 tökum, kl. 1° með 39 tökum, kl. 1° 15' með 38 tökum, kl. 1° 30' með 35 tökum, kl. 1°45' með 37 tökum og kl. 2" með 40 tökum á mínútu. Lenti hann kl. 2° 14' við Völundarbryggju. Vegalengd talin beina línu 3% kilómeter, en áætlað að sundið væri 4—4% km. Það synti hann á lklt. og 56 mín.). Ásfa syndir inn Reykjavíkurhöfn. Skotakoman. Síjnilcg framför hjá islcnzknm knattspyrnumönnum. Knattspyrnuráð Beykjavíkur ákvað í velur í samráði við knattspyrnufélögin í Beykjavík, að fá hingað til lands í sumar úrvalsflokk frá einhverri af nágrannaþjóðunum. Skrifaði ráðið núverandi bezta knattspyrnufélagi Dana um að koma hingað og keppa við íslenzka knatt- spyrnumenn. Félagið svaraði, að því miður gæti ekki. orðið úr því að þessu sinni. Bétt í því, að þetta svar kom fiá Danmörku, barst forseta í. S. í. bréf frá Glasgow University Atletic Club, þar sem þeir sögðust gjarnan vilja koma til fslands í sumar og keppa í

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.