Eining - 01.08.1967, Síða 11
EINING
11
Sigurður Kristjánsson í Leirhöfn
Alltaf fjölgar þeim góðu viðskipta-
mönnum þessa blaðs og liðsmönnum
málefnis bindindismanna, sem við höf-
um orðið að sjá á bak síðastliðin 20 ár-
in. Einn þeirra var Sigurður Kristjáns-
son í Leirhöfn.
Nýlega var ég að blaða í Árbók Þing-
eyinga 1962 og sá þá að fyrsta greinin
í ritinu er um hina merku Leirhafnar-
fjölskyldu. Greinina hefur skráð séra
Páll Þorleifsson. Hún minnti mig sér-
staklega á Sigurð Kristjánsson. Um
margra ára skeið hafði hann verið að
senda blaðinu Einingu peningagjafir.
Aldrei fylgdu þeim neinar orðsendingar
og ekki minnist ég þess að fundum okk-
ar hafi borið saman. Nú er hann héðan
genginn. Auðvitað er slík framkoma
sem hans okkur, sem njótum hennar,
mikils virði og mjög uppörfandi, því að
peningagjöfum til blaðsins hefur áreið-
anlega fylgt góðhugur.
Séra Páll Þorleifsson rekur í grein
sinni nokkuð ætt Sigurðar og segir svo
m.a. orða:
,,Að sumu leyti mun Sigurður vera
stórbrotnastur þeirra bræðra og ýmsir
telja hann gáfaðastan. Eitt er víst, að á
mörgu kann hann skil. Óskólagenginn,
en þó fjölmenntaður, alinn í einangrun,
hugsar þó sem heimsborgari. Hann tek-
ur ekki mikið til máls á mannfundum,
en allra manna skemmtilegastur í við-
ræðu. Þar nýtur mælska hans sín bezt.
Óvíða er komið að tómum kofa hjá hon-
um, hvort sem rætt er um stjórnmál,
trúmál eða söguleg efni. Hann er vel
hagmæltur, en vill sem minnst láta á því
bera. Öðrum þræði er hann haldinn óróa
veiðimannsins, hinum fastur við torfu.
Löngu fyrir dögun er hann gjarnan
rokinn út með byssu um öxl. Kafar snjó,
klífur fjöll, skimar. Hraun og gjótur
eru kannaðar, slóða leitað um óravíð-
áttur sléttunnar, heimkynnis, sem mel-
rakkinn hefur sérstaklega heigað sér.
Sigurður er mikilvirkur smiður og
hefur staðið fyrir nokkrum byggingum
út í frá. Hann letur sízt til stórræða og
sér oftast útveg þótt öðrum sýnist lítt
fært.“
Séra Páll Þorleifsson skrifar einnig
skemmtilega um bróður Sigurðar, Helga,
um framtak hans og dugnað við búskap-
inn, iðnaðarfyrirtæki og „fjölmörg
trúnaðarstörf bæði fyrir sveit og sýslu,“
— og um alla þessa ágætu fjölskyldu
yfirleitt. Helgi og kona hans, Andrea P.
Jónsdóttir, hafa eignazt sjö börn, segir
séra Páll, „öll hin mannvænlegustu."
Sonur þeirra, Jóhann, hafði þá tekið við
búskapnum, er séra Páll skrifaði grein
sína, og hafði þá aukið ræktunina gífur-
lega, túnið í Leirhöfn orðið 90 dagslátt-
ur og Jóhann sennilega fjárflestur allra
bænda á landinu. „Hefur á fóðrum í vet-
ur,“ segir séra Páll„ „um 780 fjár.“
Ritgerð sína endar klerkurinn á þessa
leið:
„Á Leirhafnartorfu eru nú búsettir
rúmlega fimmtíu manns, langsamlega
flestir afkomendur Kristjáns Þorgríms-
sonar, sem kom þarna og settist að fyr-
ir tæpum níutíu árum. Heimilin eru
átta og standa kringum Leirhafnar-
vatn.
Það væri öðruvísi um að litast nú út
um sveitir landsins ef annað eins land-
nám hefði víða átt sér stað sem þarna.
Að baki þessa ævintýris stendur fyrst
og fremst tryggð við heimahaga, stór-
hugur og áræði að leggja í miklar fram-
kvæmdir og skapandi máttur, sem hvar-
vetna sér nýjar leiðir til afkomu.“
Þökk sé séra Páli Þorleifssyni fyrir
að kynna að nokkru þessa stóru fjöl-
skyldu, sem er glæsileg fyrirmynd í
þjóðhollustu, dugnaði og framtakssemi.
Sigurður Kristjánsson átti það skilið að
ég minntist hans nokkrum orðum hér í
blaðinu, og meira hefði það mátt vera.
Pétur Sigurðsson.
Hvor sigrar í tóbaks-
stríðinu?
Verður það þekking, vísindi og skyn-
semi eða peningagræðgi og nautna-
hneigð ? HÆTTIÐ REYKINGUM heit-
ir smágrein í norska blaðinu Folket.
Hún segir frá því að landsfundurlækna-
félagsins norska hafi verið snemma í
júlí sl. Þar var fullkominn einhugur um
samþykkt víðtækrar tillögu gegn tó-
baksreykingum, sem krabbameinsnefnd
læknafélagsins bar fram. Hið eina sem
að gagni kemur gegn þessari heilsu-
spillandi siðvenju, segir heilsuvernd
þjóðarinnar, er að hætta öllum reyking-
um. Eigi samþykktin að koma til fram-
kvæmda, verði læknarnir að hætta að
reykja, annars staðar en þá heima hjá
sér. Starfsfólk í sjúkrahúsum megiekki
reykja þar, kennarar ekki við starf sitt
í skólum og í sjónvarpi megi menn ekki
koma fram með sígarettu né reykpípu.
Á almennum farartækjum og í biðstof-
um skal séð um að fólk þurfi ekki að
anda að sér lofti menguðu tóbaksreyk.
Þá eru foreldrar hvattir til að athuga
sinn gang rækilega, hvort þeir ættu
ekki að vernda með góðu fordæmi börn
og unglinga fyrir hættunni. Læknafé-
lagið geti ekki vænst þess að verða
sigursælt í baráttunni gegn tóbaksreyk-
ingunum, nema það geri mikla kröfu til
félaga sinna, segir í tillögu krabba-
meinsnefndar félagsins, er læknaþingið
samþykkti.
Þannig tók þessi merka samkunda á
reykingaósiðnum. Gleðilegt er það, að
læknavísindin leggjast yfirleitt gegn
reykingum. Þeim er ljóst hve skaðlegar
þær eru, en auk þess ættu allir að geta
skilið, hve ónauðsynleg og fráleit venja
þessi er. Fégirndarpúkinn og tízkuvit-
leysan sameinuð er ægivald, sem erfitt
er að sigra. Að því ber þó að stefna.
-x-k -X kk
450 farþegar í einni flugu
Þær heita nú reyndar flugvélar, en
ekki flugur. Bandaríkjamenn eru nú að
hefja smíði flugvélar, sem á að geta
flutt 450 farþega yfir Atlantshafið á
tæpum átta klukkustundum. Milli væng-
broddana er 60 metra lengd og 18 metr-
ar frá botni flugvélarinnar upp í stýris-
húsið, 16 brosandi flugfreyjur eiga að
stjana við farþegana, öll þjónusta á að
ganga eins og í sögu. Á annað hundrað
hafa pantað farmiða, þótt farartækið sé
enn ekki nema uppdrátturinn, en hún á
að verða ferðbúin árið 1970. Auðvitað
verða Rússar að reynast trúir sínu
stærilæti og hyggja því á gerð einnar
flugvélar, sem flutt getur 700 farþega
í einu. Mennirnir eru stórhuga og mikið
liggur þeim á. Fljótar ferðir fá þeir um
jörðina og stundum inn í eilífðina.Verð-
ur svo hraðinn þar minni eða meiri?
-K -K -)< A -K
Perlurœkt
Dansk Goodtemplar greinir frá því að
Japanir rækti perlur. Perluuppskera þeirra
varð 300 milljónir perla árin 1965 og ’66.
í landinu eru 3500 perluræktunarbændur.
Hraustar ostrur eru settar í búr undir
saltvatni. Þegar þær eru þriggja ára, gera
kunnáttumenn ofurlitla skurðaðgerð á
þeim og smeygja inn undir roðið ofurlítilli
skelfisksögn. Eftir þrjár vikur er ostran
jafngóð. Á næstu árum myndast svo ný-
ræktunarperla nútímakunnáttunnar.