Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2000, Blaðsíða 124
122
Flugur, smágreinar og umrœðuefni
Miklar umræður hafa spunnist um þetta í mínum sænska vinahóp
og skilja Svíar ekkert í því hvað íslendingurinn er vitlaus að geta ekki
greint á milli stuttra og langra samhljóða og grípa þá til lágmarkspara
eins og sluta ‘slútta, hætta’ og slutta ‘slúta, halla’. Þegar þessi orð eru
borin fram einangruð heyrist að sjálfsögðu greinilegur lengdarmunur
á þeim en því miður heyri ég ekki þennan mun í samfelldu tali og dreg
ég af því þá ályktun að hér sé eitthvað afar forvitnilegt á ferðinni sem
sé vert frekari rannsókna.
Það er rétt að taka það fram að það eru fyrst og fremst stutt t, p, k,
m, n, l en líka jafnvel r og s sem ég skynja sem löng en ekki endilega
stutt samhljóð af öðrum toga, svo sem stutt g, d} eða b. Vandinn virð-
ist bundinn við innstöðu á milli tveggja sérhljóða og bakstöðu í
áhersluatkvæðum. Ég hef þegar gefið dæmi um t og um hin hljóðin má
nefna dæmi eins og försöka, hem,1 2 honom, mjöl, yr ‘ringlaður’ og jasá
sem ég tel að verði í framburði margra [f0's0c:a],3 4 [hem:], [hon:om],
[mjöl:], [yr:], [jas:o].4
Ýmsar spumingar vakna um sérhljóða- og samhljóðalengd og hlut-
fallið þar á milli, annars vegar í sænsku og hins vegar í íslensku. Er
mikill munur á stuttum og löngum samhljóðum í íslensku eða liggur
munurinn aðallega í sérhljóðalengdinni? Er langt sérhljóð styttra í
sænsku en í íslensku og er það þess vegna sem Islendingurinn skynj-
ar eftirfarandi samhljóð sem langt? Eða er stutt samhljóð lengra í sænsku
en í íslensku og langt þá ennþá lengra með þeim afleiðingum að stutt
1 Sum orð sem skrifuð eru með einu d-i eru greinilega borin fram með löngum
samhljóða, t.d. hade ‘hafði’ [had:e].
2 Það er rétt að geta þess að einkvæð orð í sænsku sem hafa nogmí bakstöðu eru
oft borin fram með löngum samhljóða án þess að það komi fram í skrift. Þegar þess-
ar sömu rætur koma fyrir í tvíkvæðum orðum verður yfirleitt tvöföldun á samhljóð-
anum, t.d. hem og hemma. Þetta er ekki alveg ókunnugt úr íslenskri réttritun, sbr.fram
ogframmi.
3 Ég nota hér hljóðtáknið [c] en ekki [k] vegna þess að þetta lokhljóð er mun fram-
gómmæltara í sænsku en uppgómmælt lokhljóð er í íslensku.
4 Nýlega er byrjað að skrifa þetta orð með tveimur s-um og þykir mér líklegt að
það stafi af því að hljóðgildi sérhljóðans er stutt, þ.e. a-ið er borið fram [a] en ekki
[a] (sbr. umræður síðar í þessari flugu).